Fálkinn - 26.04.1965, Page 8
„ÉG Á MARGA VIMI
OG MARGA ÓVINr
ing. Öldungadeildarþingmaður-
inn vildi fá samband við mág-
konu sína, Jacqueline Kennedy,
ekkju hins látna bróður.
Loks kom aðstoðarmaðurinn
fram og vísaði mér inn í skrif-
stofu Kennedys.
AÐ var einkennilegt að
standa allt í einu and-
spænis þessum manni. Hann
var lægri en ég hafði búizt við
og miklu unglegri. Ef frá er
skilið grásprengt hárið, hefði
varla verið hægt að greina
aldursmun okkar. Þó er þessi
maður 11 árum eldri en ég,
átta barna faðir og hefur upp-
lifað svo óendanlega miklu
meira. Hann tók aftur í hönd
mína, ekki eins fast og áður,
ekki hlýlega, heldur eins og
varfærnislega. Þó fannst mér
vottur af vinsemd í handtaki
hans. Hann brosti til mín ó-
ráðnu brosi, sem erfitt var að
átta sig á, hvað táknaði. Það
minnti mig einna helzt á af-
sakandi bros ungs drengs, sem
hefur orðið eitthvað á, en veit
ekki, hvað við hann verður
gert. Mér kom þetta mjög á
óvart, og sem snöggvast sótti á
mig sú hugsun, hvort þetta
væri í rauninni Robert F.
Kennedy, þessi lífsreyndi, harð-
skeytti maður. Var þetta í raun
og veru Robert F. Kennedy,
fyrrverandi dómsmálaráðherra,
sem hafði ráðið örlögum þjóð-
ar sinnar og raunar alls heims-
ins við hlið bróður síns? Var
þetta maðurinn, sem þurfti sí-
fellt að halda próf í karl-
mennsku sinni, harðfylgni og
þrautseigju, með því að ganga
50 mílur eða klífa himinhá
fjöll? Um þennan mann hafði
faðir hans sagt: „Hann er lík-
astur mér allra barna minna.
Hann kann að hata eins og ég.
John var vanur að telja fólk
á að gera vilja sinn. Robert
skipar því að gera það.“
Konan hans segir: „Hann skipt-
ir heiminum í hvítt og svart.
Annaðhvort eru menn með okk-
ur eða á móti okkur. Hann
getur aðeins greint milli góðra
manna og vondra, góðra hluta
og vondra. Það, sem hann met-
ur mest, er karlmennska, hug-
rekki, skjótræði og skapfesta.
Hann þolir ekki veiklynda
menn eða hikandi.“
OG nú stóð ég frammi fyrir
þessum manni og undrað-
ist, hversu útlit hans stakk í
stúf við allt, sem ég hafði heyrt
um hann og lesið. Hann var
eilítið álútur og hreyfingar
hans voru hægar og seinar,
eins og honum lægi ekkert á.
Hann vísaði mér til sætis í
leðursófa og settist við hlið.
mér. Þegar ég hafði komið
segulbandstækinu fyrir á milli
okkar, leit hann upp og horfði
beint í augu mér. Þegar ég
horfði í þessi vatnsbláu, sak-
leysislegu augu, varð mér allt
í einu ljóst, hve hann liktist
bróður sínum mikið. Sama and-
litsfallið, þótt hann væri hold-
minni, sama drengjalega bros-
ið, sama röddin. Og þegar hann
fór að tala, hitti ég strax fyrir
þann, sem ég hafði búizt við ,
að hitta. Ég hef aldrei fyrii'- ‘
hitt nokkurn mann, sem geym-
ir eins míkið af skapgerð sinni
í röddinni. Hún birti þegar í
stað sjálfstraust, harðneskju,
festu og myndugleik. Og svo
hófst erfiðasta viðtal, sem ég
hef komizt í:
Það er á allra vitorði, hve
náið samstarf þér áttuð við
bróður yðar, meðan hann var
forseti. Þegar hann var horf-
inn, óttuðust þér þá, að stefnu-
mál yðar næðu aldrei fram að
ganga?
— Því er erfitt að svara.
Johnson forseti lýsti því yfir,
að hann myndi halda áfram
stefnumálum Kennedys forseta,
og ég get ekki sagt annað en
ég sé honum þakklátur fyrir
þá yfirlýsingu. Að sjálfsögðu
kom ég mikið við sögu flestra
mála, sem Kennedy forseti
barðist fyrir, en ég verð að
segja, að mörgum þeirra hef-
ur verið fylgt fast eftir undir
forystu Johnsons forseta.
Munduð þér þá segja, að
Johnson starfaði í svipuðum
anda og bróðir yðar?
— Já, bað held ég sé óhætt
að segja.
Eruð þér ánægður með störf
hans sem forseta?
— Já, það er ég.
Njörður P. Njarðvík ræðir við Robert Kennedy í New York. Myndina tók Thomas P. Murray, ennfremur mynd á bls. 7
8 FÁLKINN