Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Síða 13

Fálkinn - 26.04.1965, Síða 13
yður frammi á gangi, þegar þér hafið klætt yður.“ Hvernig bar að skilja þetta? Átti ég þá að þurrka mér á fötunum, sem ekki mátti þó koma neitt í? Jú, hún flýtir sér að rétta mér pappírsþurrku, svo að ég get þurrkað það mesta framan úr mér og af höndun- um. Þegar ég kem fram í klef- ann eru fötin farin. Þú manst að þetta voru beztu fötin mín. Ég hafði hengt þau upp af mikilli alúð. Ég finn þau í næsta klefa í einum kuðli og sumt lá á gólfinu. Silkihatturinn var í klessu. Mér lá sko við gráti. Góða skapið, sem ég hafði verið í um morguninn, hvar var það eiginlega? Hér hafði verið traðkað á mér á allan mögulegan hátt, marga klukkutíma. Ég var að leita mér lækninga, en var pínd í staðinn. Þegar ég svo kom inn á skrifstofuna til að borga, var sagan af mér komin þangað á undan mér og auðvitað öllu snúið á mig og aulahætti mín- um um kennt. Ég vissi ekki, hvað gróusagan barst fljótt þarna, svo ég segi í grandaleysi við afgreiðslustúlkuna: „Þetta var nú ljóta myndatakan.“ „Myndatakan,“ tyggur hún upp eftir mér, „Nú, það getur nú alltaf bilað eða ... og kvoð- una verða allir að drekka," sagði hún. Þá fann ég hvað klukkan sló. Hún var búin að frétta allt. Aðstoðarstúlkan hefur sagt henni frá því á meðan ég var að klæða mig. Ég hef þá getað orðið þeim til einhverrar gleði, hugsaði ég. „Ég átti ekki við það,“ sagði ég. „Að þér komuð ekki fastandi, enginn getur gert að því.“ „Ég kom ekki fast- andi, af því að það var ekki tekið fram við mig. Ég hefði samt tekið það upp hjá sjálfri mér, ef þetta hefði verið inn- vortis myndataka.“ Þarna var hún heppin, nú gat hún hár- togað mig. „Kallið þér barka- mynd ekki innvortis?" Hlær kuldahlátur. „Nei, ekki kalla ég það beint, náttúrlega er barkinn innvortis, en matur- inn situr ekki í barkanum alla jafna, það átti ég við.“ Og þannig lauk þessari sögu- legu myndatöku, Hilda mín, og nú veit ég, að þú þarft að fara að elda matinn, svo að ég ætla að kveðja þig að sinni. Bless elskan. ★ ★ FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.