Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Page 14

Fálkinn - 26.04.1965, Page 14
SigurSur þarf að gefa smáleiðbeining- ar áður en eldraunin hefst og fara yfir nokkur atriði sem hann hefur skrifað hjá sér. „Og hvað segir þú um þctta, Björn?“ Þátttakendurnir eru þungt hugsi eins og vera ber. Frá vinstri: Björn Franz- son, Sigurður Magnússon, Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sigurbjörnsson. Jón Þórarinsson snýr baki í myndavél- ina, en þið getið séð framan í hann á öðrum myndum. SPURT OG SPJALLAD í UTVARPSSAL HEIMSÓKN BAK VIÐ TJðLDIN R hátalaranum hljómar kunnugleg rödd: „Hvað viljið þér segja hlust- endum um þetta?“ Og litla herbergið fyllist af hinum kynlegustu hljóðum. 1 eyrum sumra munu þau mynda rökrétta hljómræna heild, tónverk samið eftir einhvers kon- ar dularfullum reglum sem aðeins út- valdir þekkja, í annarra eyrum verka þau sem óskemmtilegur hrærigrautur sundurlausra óhljóða, nánast helgispjöll þegar þau eru bendluð við hið göfuga nafn tónlistargyðjunnar. „Þetta“ er Stúdía nr. 2 eftir Karlheinz Stockhausen, einn af stórmeisturum elektrónísku tónlistarinnar á vorum dögum. Og sérfræðingarnir fjórir sem beðnir hafa verið að láta álit sitt í ljós eru þeir Björn Franzson tónlistargagn- rýnandi Þjóðviljans, Jón Þórarinsson tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins og tónskáld, Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld og tónlistargagnrýnandi Vísis. NÝJAR stefnur eru löngum umdeild- ar, og elektróníska músíkin á sér bæði eldheita forsvarsmenn og hat- ramma andstæðinga. Sumir tala um hana sem tónlist framtíðarinnar með ótæmandi tjáningarmöguleika og enda-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.