Fálkinn - 26.04.1965, Page 21
ii
fi
AFBRÝÐI
Sigríður Hemingsdóttir þjón-
ustustúlka hennar vildi ekki
bragða á honum. Landfógeti
tók máli hennar af góðvild og
réði henni að taka sér oi'lof
að Nesi við Seltjörn til vara-
lögmannsfrúarinnar eða eitt-
hvert annað og fá sér þar vist
til vors og hverfa síðan til
Kaupmannahafnar með vor-
skipunum og lifa þar síðan á
framlagi amtmanns. Hann hafði
áður gefið henni það ráð, að
fara til Kaupmannahafnar og
lifa þar af framlagi amtmanns,
því að hann tjáði henni, að
amtmaður myndi aldrei kvæn-
:ast henni. Hún tók þvert í
þetta, og kvaðst ekki geta skil-
jið við festarmann sinn að svo
komnu máli eða geta lifað án
-nærveru hans sakir ástar. Varð
svo ekki meira af þessu efni
að sinni.
En skömmu síðar gerði
Schwartzkopf enn boð eftir
landfógeta, og kom hann á
fund hennar. Bað hún hann þá,
að sent yrði eftir sóknarprest-
inum og hann látinn sakra-
menta sig. Jafnframt bað hún
>um að sér yrði látinn í té peli
,af heitu víni. Var þetta hvort
tveggja veitt. Litlu síðar hitti
amtmaður landfógeta að máli
og átaldi hann mjög fyrir af-
skiptasemi hans við Schwartz-
kopf. Hann gat þess einnig við
landfógeta, að hann hefði mikil
Framh. á bls. 23.