Fálkinn - 26.04.1965, Qupperneq 27
Auðvitað Agfa Rapid
7
■
RAPID ER NÝ AD-
FERÐ SEM GERIR
ÖLEUM KLEIFT AÐ
TAKA GÓÐAR
MYNDIR
Rapid
Hvað er
Þér leggið Rapid-ka-
settuna á myndavélina.
lokið henni, snúið þrisv-
ar sinnum, myndavélin
er tilbúin til notkunar.
i stjornurnar
Kæri Astró,
Ég er fædd 1947. Mig langar að vita eitthvað um fram-
tíðina og hvaða vinna hentar mér bezt. Einnig langar mig að
vita um óstamálin, hvort ég giftist ung eða ekki. Og í hvaða
merki mun maðurinn minn þá verða? Hvernig verður heilsan?
Er ráðlegt fyrir mig að fara út í eitthvert sérnám?
Með fyrirfram þakklæti, Lillý.
Svar til Lillýjar:
Þú munt að öllum líkindum
giftast í seinna lagi, en ásta-
málin munu yfirleitt ganga vel
hjá þér, þó að þér hætti til
að vera nokkuð fljótfær stund-
um. Það býr mikill eldur og
orka í þér, en á sviði ástamál-
anna ertu fremur kaldlynd. Þú
hefur merki Vatnsberans á
geisla sjöunda húss, og er því
mikið af vonum þínum bundið
við hjónaband og ástamál, því
giftingunni eru tengdar vonir
til að geta starfað meira að
félagsmálum eða að einhverju
starfi, sem hugur þinn hefur
lengi staðið til. Allar líkur eru
einnig á, að maður þinn verði
nokkuð eldri en þú. Stundum
bendir merkið á geisla sjöunda
húss til sólmerkis mannsins,
sem maður giftist, en það þarf
þó ekki að vera, enda held ég
að maður fæddur í Vatnsbera-
merkinu mundi einungis æsa
upp eldinn í þér. Þú munt að
öllum líkindum fyrr eða síðar
hafa löngun til að koma fram
opinberlega. í fimmta húsi eru
Sólin, Merkúr og Venus í Bog-
mannsmerkinu. Þessar plánet-
ur þarna finnast oft í kortum
þeirra, sem koma fram opin-
berlega og þá í sambandi við
leiklist og ýmislegt þess háttar.
Þú hefur Ljónsmerkið rísandi;
það gefur einnig hæfileika til
listrænnar tjáningar ekki sízt
þar sem það er í þessu tilfelli
í góðri afstöðu við Sól og Mána.
Þetta merki gefur þér talsvert
mikla metnaðargirni og gerir
þig áhugasama um að verða
framar öðrum í lífinu. Þú munt
ávallt leitast við að gera þitt
bezta og munt ekki sætta þig
vel við að verða aðeins í öðru
sæti á hvaða vettvangi sem er.
Þú ert mjög sterk í hinum svo-
kölluðu eldmerkjum og þar af
leiðandi býrðu yfir mikilli
orku og skapi, en ert ekki að
sama skapi tilfinninganæm. Þú
verður um fram allt að gæta
þess ,að skapsmunirnir bitni
ekki of mikið á öðrum. Þú
verður að læra að stjórna þeim.
Þú hefur löngun til ferða-
laga til útlanda, og að öllum
likindum munt þú verða bú-
sett erlendis um lengri eða
skemmri tíma, en hvar sem þú
verður búsett mun heimilislíf
þitt verða ánægjulegt. Ef þú
ætlar þér að fara út í nám, er
það fyrsta skilyrðið fyrir þig
að þú gerir þér fulla grein fyrir
því út í hvað þú ert að fara
og athugir allar hliðar gaum-
gæfilega því að þá, og aðeins
þá, mun þér ganga vel í því
námi sem þú tekur þér fyrir
hendur. Nú sem stendur er
mjög hagstætt tímabil fyrir þig
til að gera áætlanir um fram-
tíðarstarf, því að Þó þú giftist
er ekkert því til fyrirstöðu að
þú hafir lært til einhvers þess
starfs, sem þér kæmi að gagni
jafnvel þó ekki væri um fullt
starf að ræða. Þú munt ekki
una því vel að vera húsmóðir,
sem sér ekkert út yfir óhreina
diska og þarf að sitja heima
og vera áhorfandi. Þú ert list-
ræn og þér munu bjóðast næg
tækifæri.
FALKINN
27