Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Side 30

Fálkinn - 26.04.1965, Side 30
• Stúlkan i gulu kápunni Framh. af bls 19 nú man ég annað: Peter Sayers hringdi." „Hvenær?!“ „Um áttaleytið. Hann sagðist vera búinn að reyna að ná í yður heima hjá yður, en þér höfðuð ekki svarað." Á þeirri stundu sat ég á mat- staðnum með Bob Campbell, hugsaði Loren leið. „Lét hr. Sayers liggja nokkur skilaboð?" „Hann ætlar að hringja aftur." Loren þakkaði fyrir og lagði á. Eins og alltaf, þegar hún hafði misst af Peter eða hann af henni, fann hún til tómleikatilfinning- ar. Peter hefði trúað mér, hugs- aði hún. Ef ég segi honum upp alla söguna — en það er ekki nóg að segja bara frá: Ég verð að sanna honum, að þetta hafi í raun og veru gerzt! Hún tók símaskrána ofan úr hillu og opnaði hana. Hún lét vísifingurinn renna niður eftir siðunni með símanotendum að nafni Mason. Það var engin Bertha Mason með „h“-i. Aðeins „Berta“ Mason. Hún bjó í Bankastræti. Ef til vill hafði Bertha breytt stafsetningunni á nafninu sínu, sem henni hafði alltaf þótt svo ljótt. Það er bezt ég reyni, sagði Loren við sjálfa sig. Hún valdi númerið. Um ieið og hún heyrði fyrstu hringinguna, var simtólinu lyft. „Halló?“ Það var kvenrödd, sem anzaði. Jafnframt heyrði Loren suðandi raddir og hávaða. „Þetta er Loren Hartley!" sagði hún hátt. Það dró ekkert úr hávaðanum. En stúlkan í símanum hrópaði: „Svona, krakkar! Þegið þið nú eitt augnablik! — Hver sögðuð þér, að þetta væri? Ég heyrði ekki nafnið.“ „Loren Hartley ...“ Það var andartaks þögn Og svo heyrði Loren gamalkunnan, áhyggjulausan hlátur í Berthu Mason. „Það var óvænt ánægja, Loren! En hvað það var gaman, að þú skyldir láta heyra í þér! Heyrðu, hvernig væri, að þú kæmir hingað til mín? Við erum einmitt að halda hátíðlega jarðar- för!“ „Jarðarför? Það er leitt að heyra, Bertha ...“ Bertha skellihló: „Við vorum bara að jarðsyngja seinasta leik- ritið mitt! Að öðru leyti líður okkur prýðilega! Jæja, hvað seg- irðu um það? Kemurðu? Hér er nóg að drekka og fullt af fólki!" Kliðurinn jókst enn við þetta. Þar sem Loren þóttist viss um, að stift væri drukkið i veizlunni, sagði hún: „Taktu það ekki illa upp fyrir mér, Bertha, en ég get alls ekki komið í dag.“ „Svona, engar vífilengjur, þú kemur! Við höfum ekki sézt í eilífðartíma!" Nú, Bertha Mason hafði þá ekki verið hjá Alice Jackson, þegar allt kom til alls... „Bertha," bað Loren, „geturðu hlustað á mig núna í eina mín- útu, bara í eina einustu mínútu?" „Hvað er að? Þú ert svo alvar- leg...“ „Bertha — varstu boðin í há- degismat til Alice Jackson í dag?“ Það varð stutt þögn. Þá spurði Bertha Mason: „Hver er Alice Jackson?" „Hún var víst með okkur i skóla. Ég hitti hana...“ Og síðan sagði Loren Berthu það þýðingarmesta í fáum orð- um. „1 fyrsta lagi,“ svaraði Bertha Mason, „man ég ekki eftir neinni Alice Jackson. Og í öðru lagi borðaði ég hádegisverð með um- boðsmanninum mínum í dag. Sagði þessi Alice Jackson, að ég myndi koma til hennar?" „Já. Þess vegna fór ég með henni!" „Einkennilegt... En taktu nú eftir, Loren! Þú þarft ekki ann- að en fara í gamla skólann okk- ar og lita í skólaskýrsluna. Þar eru myndir af öllum gömlum nemendum og helztu atriði varð- andi þá. Kannski kemstu þannig að því, hver þessi Alice Jack- son er.“ Og síðan: „Er þetta annars svo þýðingarmikið?" „Já,“ sagði Loren lágt, „ég held, að það sé mjög þýðingar- mikið...“ Hún lagði á. Morguninn eftir vaknaði Lorén með sömu óþægindatilfinning- una og hún hafði sofnað með. Hún var áhyggjufull án þess að muna strax hvers vegna. Svo komu endurminningarnar aftur... Hún hafði sofið illa. Óljósir draumar höfðu kvalið hana: Hún hafði hlaupið eftir endalausum göngum og hafði lesið á mörg hundruð nafnskilti. Og feiti húsvörðurinn hafði elt hana ... Loren fór fram úr rúminu, gekk inn í baðherbergið og fékk sér kalt steypibað. IÐUNNARSKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA FÁLK.INN Framh. á bls. 47.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.