Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Page 32

Fálkinn - 26.04.1965, Page 32
von á dauða sínum, en ekki henni, þegar hún gekk inn í klefann til hans. En að sjálf- sögðu átti það sinn aðdraganda, er hún heimsótti hann, og verð- ur að segja þá sögu, áður en lengra er haldið. Á leiðinni til Lundúna hafði kona þessi lent í klóm Fitzpatricks þess, sem oft er áður nefndur; lét hann þess ekki getið við hana, að hann væri kvæntur, en hafði hana með sér í íbúð, sem hann leigði í Lundúnum og bjó þar með henni eins og þau væru harðgift. Það var ekki fyrr en fréttin af hólmgöngunni barst um borgina, að frú Waters komst að raun um hið sanna, að Fitzpatrick var kvæntur, og reiddist hún honum að vonum fyrir það, hve mjög hann hafði blekkt hana. En það var þó ekki fyrr en nokkru siðar, að hún komst að hinu, að sá, sem hólmgönguna háði við Fitz- patrick, var sá hinn sami og bjargað hafði henni í skógin- um og síðan gert hana ham- ingjusamasta allra kvenna nótt- ina eftir, en um leið og hún varð þess vísari, afréð hún tafarlaust að ganga á fund hans í dyflissunni. Þar með er þó ekki talið, sem furðulegast var af erindi hennar, því að hún flutti Tom Jones þá frétt, að víst væri Fitzpatrick — sá armi skálkur eins og hún kallaði hann — ekki dauður, þó að það væri al- talað í borginni og þó að lækn- ar hefðu talið sár hans ban- vænt. Lifði hann enn, að vísu allþungt haldinn, en þó á greinilegum batavegi; þóttist hún þess fullviss, að hann mundi hressast aftur, því að jafnan lifði það lengst, sem helzt væri til óþurftar. Kvað hún Tom Jones því ekki þurfa að ásaka sjálfan sig fyrir, að hann hefði orðið mannsbani og því ekki heldur að kvíða, að hann yrði dæmdur fyrir mann- dráp og enn síður morð. Sór hún við allt heilagt að hún segði sannleikann, og þótt Tom Jones allt útlit breytast furðu- lega til batnaðar í einu vet- fangi. Eitthvað ræddust þau við fleira, en loks kvöddust þau með kærleikum, og hélt kona þessi síðan á brott. Það fannst Tom Jones harla undarlegt, að félagi hans, skóla- stjórinn fyrrverandi, sem við- staddur var fund þeirra, virtist ekki gleðjast neitt yfir þessum fagnaðartíðindum, heldur starði hann á Tom Jones, sem aldrei hafði séð augnaráð hans jafn undarlegt. Spurði hann vin sinn, hverju það sætti, en karl svaraði því ekki, heldur lagði þá spurningu fyrir Tom Jones, hvort það væri í rauninni satt, að hann hefði legið í rekkju með konu þessari í gistihúsinu að Upton, og svaraði Tom því einu til, að víst væri það ekki neitt leyndarmál, og hefði eitt- hvað svipað komið fyrir sig áður, þegar konur voru annars vegar, ef hann mætti treysta minni sínu. Ekki var konan fyrr farin út úr klefa Tom Jones, en góðvin- ur hans og félagi, gamli skóla- stjórinn, kom inn, náfölur og allur í uppnámi. Varð Tom Jones harla undrandi, því að aldrei hafði hann séð gamla manninn slíkan áður. „Ég vona að þú álítir ekki að ég hafi staðið á hleri,“ sagði gamli maðurinn, þegar hann loks gat stunið upp orði. „En þar sem ég stóð hér fyrir utan, gat ég ekki hjá því komizt að heyra hvað þér og kvensnift þessari fór á milli. Er það sem mér heyrðist, að þetta væri konan, sem hjá þér var í gistihúsinu að Upton?" „Svo sannarlega," svaraði Tom Jones, sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið. „Og er það satt, að þú hafir lagzt í rekkju hjá henni?“ spurði gamli maðurinn enn og skalf nú allur og nötraði. „Ég er hræddur um að það sé ekkert leyndarmál," svaraði Tom Jones, „eða hvers vegna En sem þeir voru að ræða þetta, kom fangavörður að klefadyrunum og kvað konu nokkra koma, sem vildi fá að tala við fangann. Bað Tom Jones að henni yrði vísað inn; hafði að vísu ekki minnstu hugmynd um, hvaða kona þetta gæti verið, en brátt tók af allan vafa um það, því að þetta var engin önnur en frú Waters, sem lesendur muna eflaust, þó að nokkuð sé nú umliðið, síðan frá því var sagt, er Tom Jones bjargaði henni í skóginum forð- um og frá ævintýri því, er hann átti með henni um nótt- ina að gistihúsinu í Upton. Sannarlega átti Tom Jones Eftir IIILXKY FIELDING FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.