Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 33
tekurðu þér það svo nærri?“
Gamli maðurinn tók að stynja
og kveina, og óska sér þess, að
hann hefði aldrei nálægt neinu
þessu komið. „Guð veri sál þinni
miskunnsamur ogfyrirgefi þér“
mælti hann, „því að hér hefur
orðið hin hræðilegasta ógæfa,
sem hugsazt getur að hendi einn
mann. Þú hefur sem sagt lagzt
í rekkju með þinni eigin móð-
,ur...“
i Þessar upplýsingar fengu svo
á Tom Jones, að hann varð enn
meiri hryggðarmynd en gamli
maðurinn. Nokkurt andartak
stóð hann sem steini lostinn og
'mátti ekki mæla, og nokkra hrið
stóðu þeir þannig og störðu
hvor á annan. Og það var ekki
;fyrr en eftir langa þögn að Tom
: Jones gat loks stunið upp:
„Hvernig i ósköpunum má það
vera?“
„Ég hef ekki þrek í mér til
að segja þér þá sögu nú,“ svar-
aði gamli maðurinn. „Ég get ein-
‘ ungis fullvissað þig um að það
er dagsatt, þvi miður. Og ill
ógæfa hefur það verið sem kom
í veg fyrir að ég sæi þessa konu
heima í Upton forðum, og gæti
;varað þig við í tíma. Það er ég
viss um, að enginn annar en
fjandinn sjálfur hefur verið þar
að verki.“
„Vissulega," stundi Tom Jones.
„Þetta hefur svipt mig ráði og
Tænu svo að ég get ekki hugs-
að rökrétt... vitanlega hlýtur
þú að þekkja hana. Og ef þér
þykir nokkurn hlut vænt um
mig... nei, ef þú hefur snefil
af nokkurri meðaumkun með
mér, þá ferðu og sækir þessa
vesalings konu, svo að ég geti
talað við hana. Blóðskömm ...
með sinni eigin móður! Hvaða
svívirðing og sorg er það í raun-
idnni, sem máttarvöldin hafa ekki
úthlutað mér?“ Að svo mæltu
isetti að honum slíkan hroll, að
helzt mátti líkja við ákafan
ikrampa, svo að hann mátti ekki
prði upp koma.
i Gamli maðurinn vissi að vísu
Jhvar hann átti að leita konunn-
ar — í húsi hins særða manns.
En þegar þangað kom, var hon-
fim sagt, að hún væri ekki við.
Hann svipaðist um í nágrenninu
i fullar þrjár klukkustundir, en
árangurslaust; sneri þá aftur til
Tom Jones í fangelsinu og hugð-
ist segja. honum sínar farir ekki
sléttar. En þegar þangað kom,
sýndi Tom Jones honum bréf,
sem borizt hafði ekki alls fyrir
löngu.
„Herra!
Eftir að ég kvaddi þig, hef-
ur maður nokkur komið að
máli við mig, og hjá honum
komst ég að raun um hluti,
sem valda mér í senn undrun
og áhyggjum. En þar sem ég
' hef ekki neinn tíma til að
hafa samband við þig, varð-
andi svo mikilvægt mál, verð-
ur það að biða betri tíma, að
þú fáir skýringu á því, en
ekki skal það dragast lengur
en brýn nauðsyn krefur. Ó,
Jones; sízt kom mér til hug-
ar, þegar við nutum sælu-
stunda saman i Upton forð-
um, að þeir hlutir ættu eftir
að koma í ljós í sambandi við
það, sem eitra mundu allt
mitt líf, það ég á ólifað, því
að enginn maður, hvorki fyrr
né síðar, hefur gert mig svo
hamingjusama. Þín einlæg en
ógæfusöm
J. Waters.“
E. s. Þar sem ég vil hug-
hreysta þig eins og mér er
unnt, vil ég ekki láta hjá liða
að segja þér, að Fitzpatrick
er ekki í neinni hættu, svo
að þú hefur þó ekki gerzt
mannsbani, hvað annað, sem
þú kannt að vera sekur um.“
Varla hafði gamli maðurinn
lokið við að lesa bréfið, sem olli
honum í senn hryggð og skelf-
ingu, en fangavörðurinn kom inn
í klefann og kvað mann nokkurn
bíða úti fyrir, sem vildi hafa
tal af Tom Jones. Þetta reyndist
vera Svarti Georg. Hann sá
þegar hve mjög þeim félögum
var brugðið. Og þar sem hann
vissi að sjálfsögðu ekki hina
réttu orsök, hugði hann að
það væri andlát Fitzpatricks,
sem þeir hörmuðu svo mjög og
tók þegar að reyna að hugga
þá; kvað það margan manninn
hent að verða öðrum að bana í
einvígi og auk þess væri ekki
nein eftirsjá að manni eins og
Fitzpatrick. Tom Jones var ekki
einu sinni það hress eftir þau
ósköp, sem yfir hann höfðu dun-
ið, að hann mætti svara en
gamli maðurinn kvað það ekki
orsökina fyrir harmi þeirra að
Fitzpatrick væri dauður og lifði
hann enn; væri meira að segja
ólíklegt að hann andaðist í bráð.
Þá fór Svarta Georg að gruna,
að ástæðan væri önnur. Ef það
væru peningavandræði, sagði
hann, þá gæti hann kannski
leyst þau og ætti Tom Jones
það hjá sér og meira en það.
Enn varð gamli maðurinn fyr-
ir svörum. Kvað hann það ekki
heldur orsökina, að þá félaga
skorti svo tilfinnanlega fé. Or-
sökin fyrir harmi þeirra væri
öll önnur og þess eðlis, að þeir
gætu ekki frá henni skýrt, en
annars væru þeir honum mjög
þakklátir fyrir hans góða boð.
En þó þóttist Svarti Georg loks
hafa fundið ástæðuna. „Ef það
eru áhyggjur vegna ungfrúar-
innar,“ sagði hann, „þá hef ég
nokkrar fréttir að færa.“ Sagði
hann þeim síðan, að jómfrú
Western hefði skilað henni heim
til landeigandans þann sama dag,
og hefði komið til harðrar sennu
á milli þeirra systkinanna, en
ekki vissi hann út af hverju.
Hitt þóttist hann þó vita, að
ekki hefði jómfrú Western haft
neinn sigur í það skiptið, og
hefði hann aldrei vitað gamla
manninn kátari, en þegar hún
strunzaði á brott, ög hafði á
orði, að aldrei skyldi hún stíga
sínum fæti inn fyrir dyr framar,
þar sem hann réði húsum. Tók
landeigandinn þá Soffíu i faðm
sér, sagði Svarti Georg, kyssti
hana, og sór við allt, sem hon-
um var heilagt, að aldrei skyldi
hún neinum manni giftast, nema
hún sjálf vildi, og ekki skyldi
hann framar beita hana neinum
refsiaðgerðum. „Fannst mér svo
mikils vert um allt þetta," mælti
Svarti Georg enn, „að ég brá
mér hingað þó að seint væri
orðið, til að segja ykkur tíðind-
in.“
Þetta hafði þau áhrif á Tom
Jones, að hann mátti þó mæla
aftur. Fullvissaði hann Svarta
Georg um að hann væri honum
innilega þakklátur. „Því þó að
ég dirfist aldrei líta augum ung-
frúna íramar, gleður mig ekk-
ert meira en að heyra það, að
henni skuli líða vel og málin
hafa skipast þannig, að hún verð-
ur ekki neydd til neins, sem
henni er á móti skapi."
Eflaust þykir lesandanum líka
gott að heyra það, að Western
landeigandi skuli allt í einu vera
orðinn dóttur sinni svo skilnings-
ríkur.
Að sjálfsögðu átti það sér sín-
ar orsakir eins og allt annað.
Þegar jómfrúin kom með ung-
frú Soffíu aftur heim til hans,
hafði hún um það mörg orð,
hvílikan heiður lávarðurinn hefði
auðsýnt ætt þeirra, er hann
bað Soffíu og hve óheyrilega
Hentar við íslcnzkar aðsiæður
TRABANT hefur unnið fjölmörg gull- og silfur-
verðlaun í þolkeyrslu við erfiða staðhætti, m. a.
í Finnlandi, Suður-Ameríku, Póllandi og víðar.
í Finnlandi var TRABANT ekið meira en 7 þús-
und km. í frosti og snjóþyngslum, á 7 dögum, án
þess að vélin væri stöðvuð.
Pantið TRABANT tímanlega
aóeins kr 87.500
Söluumboð
BÍLASALA GUÐMUNDÁR
Bergþórugötu 3 - Sími 19032-20070
EINKAUMBOÐ
INGVAR HELGASON \ +
TRYGGVAGÖTU10 SÍMI 19655