Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Side 35

Fálkinn - 26.04.1965, Side 35
vitað það, að Tom Jones vœri manna göfugastur, þó að slík væri ógæfa hans, og mættu þeir nú blygðast sín, sem illa hefðu um hann talað og gengið á iag- ið, þegar hann stóð berskjald- aður fyrir. „Og þó er ég viss um," mælti hin góðhjartaða ekkja, „að engin ógæfa hefur hent hann, sem honum hefur fallið þyngri, en að þér skylduð útskúfa honum. Um það vil ég þó ekki ræða því að fjölskyldu- mál eru viðkvæm, eins og maður veit." „Ég er ykkur hjartaniega þakkiát fyrir aila þá góðvild sem þið auðsýnið honum," mælti þá herra Allworthy, „og reikna ykkur það til dyggða. Ég játa það einnig fúslega, að sjálfur er ég haria glaður yfir þessum góðu fréttum, varðandi þennan ógæfusama mann, og ekki er loku fyrir það skotið, að ég kunni að verða vingjarnlegri í hans garð eftir þetta, en ég hef verið hingað til. Og það veizt þú bezt, góða kona — og um það geta allir borið vitni, að ég unni honum sem minum eigin syni, og áleit að forlögin hefðu falið hann vernd minni og um- sjá. Enn man ég hve hjálparvana hann var, þegar ég fann hann liggjandi í rekkju minni, enn man ég það, hvernig litlu fing- urnir hans krepptust um fingur mér. Já, ég unni honum, það var víst um það." Og sem herra Allworthy mæiti þessi orð, mátti sjá að tár stóðu i augum hans. Ekkjan, sú góða kona, starði undrandi á hann og gat að von- um iila áttað sig á þessum skyndilegu sinnaskiptum hans. Enda vissi hún ekki, að honum höfðu þá fyrir skömmu borizt tvö bréf heiman úr sveitinni, og að það voru þau sem höíðu, hvort á sinn hátt, átt ríkastan þátt i þessari gerbreyttu afstöðu hans til Tom Jones. Var ann- að þeirra frá heimspekingnum, Thomas Square, sem nú lá fyrir dauðanum og kvaðst vilja gera sína hinztu játningu. Lét hann svo um mælt, að nú þegar hann stæði við dauðans dyr, tæki sig fátt eða ekkert sárara en alit það ranglæti, er Tom Jones hefði verið beittur, en vildi þó ekki nefna þar til nein nöfn, það kæmist upp á sínum tima eins og allt ranglæti, sagði hinn deyjandi heimspekingur. En eitt kvaðst hann vilja taka fram sér- staklega — þegar herra All- worthy hefði legið veikur og enginn hugað honum líf, þá hefði enginn, skyldur eða óskyldur, tekið sér það eins nærri og Tom Jones og eins hefði enginn fagn- að því af jafn falslausri einlægni og hann, þegar herra Allworthy tók að hjarna við og læknarnir töldu hann loks úr hættu. Full- yrti hinn deyjandi maður og, að það sem á eftir hefði gerzt, hefði fyrst og fremst verið öfund og flærð ónefndrar persónu að kenna og væri hann ekki í nein- um vafa um það, að sárara hefði Tom Jones tekið til herra All- worthy en sjálfs sín, þegar hann var hrakinn að heiman. „Tom Jones hafði sína galla, það játa ég, en á meðal þeirra fyrirfannst ekki skortur á þakklæti til yðar. Og göfugri ungling og tryggari vinum sínum eða hjálpfúsari, hef ég aldrei þekkt," sagði hann í lok bréfsins. „Þá mundi ég deyja rólegri og sáttari við þenn- an heim, ef ég vissi að þessi orð min gætu átt sinn þátt i því að sannleikurinn sigraði og réttlæt- ið næði fram að ganga og að þér tækjuð þennan unga og hjartagóða mann aftur í sátt." Þannig lauk heimspekingurinn bréfi sinu til herra Allworthy, sem hann reit á þröskuldinum að öðrum heimi, ef þannig mætti að orði komast. Hitt bréfið var frá meistara Thwackum, og þó að þar kvæði nokkuð við annan tón vildi svo til, að það hafði svipuð áhrif, þvert á móti því, sem bréfritarinn mundi ætlast til. Hafði meistarinn fregnað þá ógæfu, sem Tom Jones hafði nú ratað í, og var auðheyrt að hiakkaði í gamla manninum yfir óförum þessa ódæla lærisveins síns. Kvaðst hann aldrei hafa farið neinar grafgötur um það, að þorpari þessi væri haldinn illum anda í óeiginlegri merk- ingu taiað, og betur hefði farið, ef sér hefði verið leyft að berja hann úr honum áður en það var um seinan. Hafði hann um það mörg orð, að varla mundi þetta síðasta mannsdrápið, sem hann fremdi og færi svo sannar- lega betur að hann yrði hengdur áður en þau yrðu mun fleiri, ef hann slyppi við það í þetta skipt- ið vegna óskiljanlegrar iinkind- ar við ótínda glæpamenn og bófa. Framh. á bls. 37. Einangrunargler Franileitt einungis úr úrvafs gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAIM H.F. Skúlagötu 57 — Símar 2320C ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU A REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DÚN- OG FIDUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.