Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 37
• Tom Jones Framh. af bls. 35. Að sjálfsögðu skyldi herra Allworthy sneiðina, sem meist- arinn rétti þarna að honum; að það vœri í raun og veru hans sök hvernig komið, væri fyrir Tom Jones, þar sem hann hefði ekki leyft þeim réttsýna meist- ara Thwackum að sýna honum eins mikla harðýðgi og hann kaus. I rauninni hafði herra All- Worthy aldrei fallið við meistar- ann, enda þótt hann kynni að meta stjórnsemi hans og aga. Hann vissi sem var, að enda þótt meistari Thwackum væri maður vel lærður, þá var hann engu að síður hrokafullur og ekki sem bezt innrættur. FERTUGASTI OG FYRSTI KAFLI. Heldur ófram sögunni. ,,Já,“ varð ekkjunni að orði, þegar hún sá tárin í augum herra Allworthy. „Það fer ekki milli mála hve mjög þér hafið alltaf unnað þessum unga manni, enda þótt þér hafið gert allt, sem í yðar valdi stóð til að láta ekki á þvi bera nú undanfarið. En hvað sem því líður, þá er það víst og satt að þessi vitni, sem leidd voru fram í réttinum, lugu hverju einu og aukateknu orði. Nightingale leigjandi minn, sem er manna kunnugastur hér í borg, hefur sjálfur talað við þessa þokkapilta og komizt helzt að raun um það, að þeim hafi verið mútað til rangs vitnis- burðar af lávarði nokkrum, sem virðist vera einhver keppinautur Tom Jones, og vill fá hann dæmdan í útlegð. Hefur Nightin- gale talað við liðsforingja þess- ai-a dáta, sem dauðsér eftir því að hafa iátið tiileiðast, enda þótt vel véeri borgað, og afsakar sig nú með þvi, að hann hafi ekki vitað annað en það, sem honum var sagt — að þessi Tom Jones væri fiakkari og glæpamaður." TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER oullsm LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD VAL UNGA FÖLKSINS - HEKLUBUXURNAR - VANDAÐUR FRÁGANGUR AMERÍSKT EFNI NYLON NANKIN BETRI BUXUR í IEIK OG STÁRFl ^feAUeu Allworthy hlustaði harla undr- andi á þessa ræðu hennar og kvað sér gersamlega ókunnugt um allt það. „Ég býst við þvi, herra, að þér séuð það,“ varð ekkjunni að orði. „Þeir hafa sennilega talað öðruvísi við lög- fræðinginn, þessir þorparar." Þegar herra Allworthy spurði hana hvaða lögfræðing hún ætti við, varð það hún sem varð undrandi. „Það er þýðingarlaust fyrir yður að ætla að þræta fyr- ir yðar eigin góðvild," sagði hún. Kvað hún leigjanda sinn hafa séð sama lögfræðinginn og þann, sem áður hefði heimsótt herra Allworthy og Biifil unga, koma út af krá einni í félagsskap við tvo af þrem, er falsvitnið báru í máli Tom Jones, og þegar herra Allworthy spurði hvort satt væri, staðfesti heimsmaður- inn og glæsimennið Nightingale, sem alla þekkti að víst hefði hann séð það, að sami væri mað- urinn. Ekki kvaðst hann hafa heyrt hvað þeir ræddust við áður en þeir komu auga á hann, en eftir það að lögfræðingurinn sá hann veita þeim athygli, heyrð- ist honum hann tala máli Tom Jones af mikilli ákefð. „Og þar sem ég hafði áður séð þennan sama lögfræðing koma hingað til fundar við yður og frænda yðar, ályktaði ég að þér hefðuð sjálfur sent hann, Tom Jones til liðsinnis." Þá var það, að ekkjan tók enn til máls. „Ætli það sé ekki ég, sem skil hvernig í öilu liggur,“ sagði hún. Sneri hún sér síðan að leigjandanum Night- ingale og bað hann fara út taf- arlaust og ná í þessa dáta, annars geri ég það sjálf." Herra Allworthy bað hina góðu konu að hafa nokkra þolinmæði, og væri óþarfi að gera leit að þessum mönnum. Skyldi hún þess i stað fara upp á loft, og væri Dowling lögfræðingur þar staddur — þvi að ekki væri um annan lögfræðing að ræða — skyldi hún biðja hann um að koma niður. En væri hann þar ekki, skyldi hún segja Blifil unga, að frændi hans vildi tala við hann. Svo reyndist, að lögfræðing- urinn var ekki staddur í húsinu þessa stundina, en Blifil ungi kom niður stigann í fylgd með ekkjunni. Spurði herra All- worthy hann þegar, og var ekki laust við að nokkurs kulda gætti í röddinni, hvort að hann hefði sent Dowling lögfræðing á fund þeirra pilta, sem vitni báru í máli Tom Jones? Það var auðsætt að spurning- in kom hinum unga manni mjög á óvart, því að fyrst varð hann fölur sem nár, en andartaki sið- ar rauður sem blóð. „Sekur," gat ekkjan ekki að sér gert að hrópa. „Hafi ég nokk- urn tíma sekan mann séð ...“ Framh. í næsta blaði. r\ /1/^NfnN fr^n BKARTGRIPIR trúlofunarhringar HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.