Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 38
Tvær laglegar, sænskar stúdínur, sem
eru á ferðalagi á Ítalíu fá sér smá ferð um
borgina, m. a. til að sjá Forum Romanum.
Þær eru í fyllsta máta aðlaðandi, ljóshærð-
ar, grannar og fagurlega vaxnar. Auðvit-
að komast þær ekki hjá því að vekja eftir-
tekt; karlmenn á vegi þeirra fylgja þeim
eftir með augunum, aðrir flauta og láta
í Ijós aðdáun sína. En það er eitt sem fer
virkilega í taugarnar á þeim; nokkrir
unglingspiltar hafa fylgt þeim eftir alla
leið frá hótelinu, og þeir eru vægast sagt
frekjulega nærgöngulir. Þeir skáskjóta sér
í veg fyrir þær, vilja grípa um hendur
þeirra og reyna að hefja samræður, en á
svo ruddalegan hátt, að stúlkunum lízt
hreint ekki svo á blikuna. Þegar þær koma
inn í Forum sjá þær, að á bekk þar sitja
tveir ungir menn, er leika á gítar og syngja
nýjustu sumarlögin. Skyndilega koma þeir
auga á þær sænsku og hina ófýsilegu
fylgdarmenn þeirra. Sem örskot þrífa
þeir fram úr tösku tvær sænskar stúdents-
húfur og setja á höfuð sér . . . ganga síðan
hröðum skrefum til stúlknanna, sem eru
nú komnar í hálfgerð slagsmál við fylgdar-
menn sína. Piltarnir tveir með stúdents-
húfurnar ráðast þegar á hina piltana og
reka þá á flótta með miklum glæsibrag.
Hrifnar og þakklátar heilsa þá sænsku
stúlkurnar riddurunum tveim, er segja á
bjagaðri sænsku, að þeir hafi stúderað
stutta stund við Uppsala-háskóla, og þeim
sé engin ánægja meiri en að fá að bjarga
þessum fallegu fulltrúum hins dásamlega
lands frá því að lend í klónum á — papa-
galli. — Og auðvitað bjóðast þeir til að
sýna ungu dömunum hið markverðasta
þar í nágrenninu — kynni hafa tekizt.
Stúlkurnar yrðu skrýtnar á svipinn, ef
þær yrðu síðan vitni að því, er bjargvætt-
ir þeirra sitja daginn eftir yfir glasi með
hinum freku fylgdarmönnum og lýsa fyr-
ir þeim, hve dásamlegar þær sænsku hafi
verið.
Þessir ungu menn eru nefndir „papa-
galli“ (í eintölu: papagallo), sem þýðir
nánast „páfagaukar“, en er notað yfir þá
ítalska karlmenn, er upp á eindæmi og
eigin spýtur taka að sér að stytta erlend-
um ferðakonum stundir, gera ferðina ör-
lítið spennandi og veita þeim ýmsar