Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 5
„Ef svona fjórar-fimm beljur væru grafnar í Fossvoginum,"
sagði æstur bálfararsinni, „myndi vera rausað um óhollustu
og sóðaskap og enginn myndi vilja baða sig í sjónum fyrir
neðan eða jafnvel búa þar í nánd. En þótt mörg þúsund lík
séu jarðsett full af bakteríum og hættulegum sýklum, segir
enginn neitt. Það er viðbjóðslegur siður að grafa lík í jörðina
og láta þau rotna þar.“
„Nei, svo mikið liggur mér ekki á að komast í eldinn,“
sagði einn þeirra sem hneigðust að greftrun. „Það getur svo sem
verið, að maður hafni þar á endanum, en sjálfviljugur fer ég
ekki í hann.“
„Úh, ég vil nú bara ekkert um þetta hugsa,“ sagði lagleg
stúlka í mjólkurbúð, og það fór hrollur um hana. „Mér finnst
agalega óhuggulegt svoleiðis allt.“
En ungur skólapiltur leit á málið frá ópersónulegu sjónarmiði
og var hagsýnn í sínum framtíðaráætlunum. „Hvorugt,“ svar-
aði hann. „Háskólann vantar alltaf lík til krufningar — ég
ætla að gefa þeim líkið af mér til að kryfja eða setja í spíri-
tus ef þeir vilja það heldur.“
YFIRLEITT virtust fleiri hallast að líkbrennslu þegar þeir
fóru að hugsa sig um, og þá aðallega af heilbrigðisástæð-
um. Þeir sem trúa á upprisu holdsins í bókstaflegri merkingu,
eru skiljanlega á annarri skoðun. En hvernig fer þá með alla
píslarvottana sem voru brenndir á báli í gamla daga? Eiga
þeir enga framtíð fyrir sér í sæluríki hinna réttlátu að dóms-
degi loknum? Og margir sannkristnir menn hafa farizt í elds-
voða eða verið tættir í sundur af sprengjum — hvað verður
um þá og upprisu þeirra?
Sumir spíritistar aðhyllast líkbrennslu, en álíta vissara að
bíða nokkra daga frá andláti meðan sálin er að átta sig i
hinum heiminum. Sama sjónarmið kemur fram í svari Gretars
Fells, og talar hann þar fyrir munn margra guðspekifélaga.
Þeir sem trúa ekki á neitt framhaldslíf, eru þó ekki alltaf
skeytíngarlausir um afdrif líkama sinna. Sumum finnst eld-
urinn hrollvekjandi tilhugsun, aðrir líta á rotnun í gröfinni
með viðbjóði. Kannski leynist einhver geigur við dauðann og
útslokknun eða líf að loknu þessu í sameiginlegri dulvitund
mannkynsins. Og margir sem eru trúlausir í orði kveðnu,
velta fyrir sér hvort ekki taki samt eitthvað við eftir dauð-
ann. Og hvort er þá betra að láta greftra líkama sinn eða
brenna hann?
„Mér er sama hvað verður um gömlu fötin mín og mér er
jafnmikið sama hvað verður um líkama minn þegar ég er á
annað borð dauður “ sagði einn sem trúir á framhaldslífið.
„Það er ekki líkaminn sem lifir áfram, heldur andinn eða sál-
in, og hver kærir sig um að burðast með þungan efnislíkama
á æðri tilverustigum en jörðinni?“
Þekktur rithöfundur sagðist kæra sig kollóttan hvað um
líkama sinn yrði eftir dauðann. nema hann vildi ógjarnan, að
h'ann yrði étinn af marflóm. Að öðru leyti hefði hann engar
sérstakar óskir í þessum efnum.
ÍÚRÁ þjóðfélagslegu sjónarmiði er án efa hagkvæmara, að
JT sem flest lík séu brennd. Burtséð frá heilbrigðisástæðum
ei: það landrýmið sem um er að ræða. Kirkjugarðar taka tölu-
vert pláss, og venjuleg leiði eru allmiklu rúmfrekari en duft-
rpitir sem lítið fer fyrir. Einkum kemur þetta til greina í
bþrgum. Kirkjugarðurinn í Fossvogi er óðum að fyllast, og er
talið, að hann verði fullnýttur eftir tvö ár. Enn hefur ekki
vferið úthlutað neinu landsvæði fyrir nýjan kirkjugarð, en
kunnáttumenn hafa sagt, að það muni taka fimm ár að gera
grafreit tilbúinn til notkunar. Hvað á að gera við lík þeirra
R,eykvíkinga sem deyja milli þess að núverandi kirkjugarður
er orðinn fullur og nýr garður tilbúinn til notkunar? Verður
líjtbrennsla nauðsynlegt úrræði innan fárra ára?
Þótt meira en helmingur þeirra sem FÁLKINN sneri sér
til, teldi líkbrennslu æskilegri en greftrun, sýna skýrslur
Kirkjugarða Reykjavíkur, að hlutfallið er allt annað í reynd-
inni. Til dæmis má taka, að í fyrra fóru fram 687 jarðarfarir
í Fossvogskirkjugarði, en aðeins 51 bálför. Að meðaltali fara
fram 40-60 bálfarir árle^a oe hæst hefur talan orðið 65 Á
sínum tíma barðist Bálfarafélag íslands ákaft fyrir, að tekin
yrði upp líkbrennsla hérlendis, en síðan félagið var lagt niður
sl. ár hefur enginn áróður verið rekinn fyrir bálförum.
ÞAÐ var dr. Gunnlaugur Claessen sem var aðalhvatamaður-
inn að stofnun Bálfarafélagsins og formaður þess frá
byrjun — 1934 — fram til dauðadags. Hann barðist fyrir því
í ræðu og riti, að hér yrði tekin upp líkbrennsla, og taldi það
hina verstu óhollustu að grafa lík í jörðu. Og hann var ekkert
að hlífa tilfinningum þess fólks er áleit greftrunarsiðinn feg-
urri en bálförina. „Allir kannast við, að rotnunareinkenni
koma fram skömmu eftir andlátið,“ sagði hann í opinberu er-
indi sem hann flutti í Nýja Bíói. „I gröfinni heldur rotnunin
áfram. Skinnið losnar frá holdinu, hár og neglur detta af.
Rotnunarloft safnast fyrir útvortis og innvortis í holdinu, lík-
ið blæs upp, afskræmist og verður óþekkjanlegt. Augun spenn-
ast fram úr augnatóftunum, og kviðurinn þenst út af lofti.
►
Myndin efst til vinstri er af Iíkbrennsluofninum í "oss-
vogskirkjugarði, en myndin hér að neðan er úr herberg-
inu þar sem kveðjuathöfn fer fram.
FALKINN
5