Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 28
„Nei. En kanns'ki geta þeir flýtt aðgerðum um nokkra klukkutima ef þeir fá þær í dag.“ Barið var að dyrum, og Lyman sagði: „Kom inn.“ Christopher Todd kom í gættina með skjala- möppuna í hendinni. Hann brosti dauft til Lymans og kinkaði kolli til Clarks. „Nú, týndi sonurinn hefur skilað sér,“ sagði hann. Clark rifjaði upp sögu sina I íáum dráttum. Þegar hann þagn- aði, sagði Todd: „Jæja, herra forseti, úr því að þeir vita að við höfum komizt að þessu, þá er eitt sem þarf að gera strax. Hringdu í Prentice. Við skulum sjá hvað hann hefur að segja um handtöku starfsbróður síns.“ Þegar Lyman var búinn að fá samband við Prentice, lögðu hin- ir eyrun við. Forsetinn hóf máls ákveðnum, næstum höstugum, rómi, „Góðan dag, Fred, þetta er forsetinn. Mig langar til að heyra þina útgáfu af símtalinu sem þú áttir við Clark öldunga- deildarmann, þegar hann var staddur í New Mexiko á mið- Vikudaginn." Clark og Todd heyrðu óminn af dimmri rödd Frederiek Prent- ice í símanum. Þreytusvipur kom á andlit Lymans. „í hreinskilni sagt trúi ég þér ekki, Fred. Get- urðu gert svo vei og sagt mér, hvar Broderick ofursti er nú niðurkominn? Hann virðist æði víðförul]." Forsetinn hristi höfuðið og beit í vörina meðan hann hlustaði á svarið. „Þú ert alltaf jafn hjálpsamur, öldungadeildarmað- ur,“ sagði hann og skellti sím- tólinu á. „Hann segist ekki hafa talað orð við Roy, hvorki í New Mexico né annars staðar. Hann telur sig kannast við Broderick en sig reki ekki minni til að þeir hafi hitzt. Hann segir að þig hljóti að hafa verið að ... dreyma, Ray.“ „Ég veit hvað hann sagði. En hafi mig verið að dreyma, þá er bráðlifandi ofursti heima hjá mér sem tók þátt í martröðinni." „Ég held við ættum að hafa Henderson hér hjá okkur það sem eftir er dagsins," sagði Todd. „Hann hlýtur að geta frætt okkur um hvað um er að vera í þessari bölvaðri stöð.“ „Já, þú ættir að sækja hann Ray,“ samsinnti Lyman. Clark ók greitt heim til sín og lagði bílnum á stígnum með- fram lóðinni. Honum hnykkti við þegar hann kom að bakdyrunum, því rúða var brotin móts við lásinn. Hann opnaði og hljóp upp þröngan stiga. Gestaherberg- ið var tómt. Rúmfötin lágu í kuðli I rúminu, þar sem hann skildi við Henderson. Föt hans voru hvergi sjáanleg. „Mutt,“ hrópaði Clark. Ekk- ert svar. Hann hljóp um allt húsið en fann ekkert. Til Hvíta hússins ók hann eins hratt og hann gat. Corwin og Casey voru komnir þangað. Báðir blótuðu í hálfum hljóðum, þegar Clark sagði ótíðindin. „Og ég sem sagði Henderson að ekki þyrfti að óttast illvirkja hér í Washington," sagði hann hnugginn. Lyman sagði ekkert. Todd tók fyrstur til máls. „Nú verðurðu að hefjast handa, herra forseti." „Við verðum að byrja á þvi að ná Henderson," sagði Clark. „Honum hefur verið rænt. Þeir eru farnir að beita ofbeldi." „Hvert er þitt álit, Jiggs?“ spurði Lyman. „Ég geri ráð fyrir að Mutt og Clark hafi verið veitt eftir- för af flugvellinum,“ sagði Casey. „Líklegast hafa þeir lok- að Mutt inni í einhverju herfang- elsi. Þeir geta sakað hann um brottför frá skyldustarfi í heimildarleysi eða líkamsárás á óbreyttan hermann eða þá hvort tveggja." Lyman sneri sér að Corwin. „Það er ekki eftir neinu að bíða, Art,“ sagði hann. „Við verðum að finna manninn." Þegar lífvarðarforinginn var farinn, sagði Todd: „Enn höfum við ekki snefil af sönnunargögn- um sem stæðust fyrir rétti, en það verður að ganga milli bols og höfuðs á þessu í dag.“ Hann horfði hvasst á forsetann, eins og hann ætlaði að knýja hann til athafna með augnaráðinu. Lyman leit til Clarks. „Ég held að Chris hafi rétt fyr- ir sér,“ sagði Clark. „Þú verður að hefjast handa. Kallaðu Scott á þinn fund og rektu hann úr embætti." Auðséð var að Clark hafði enga áætlun gert, heldur sagði það sem honum datt i hug á stundinni. „Aflýstu svo viðbún- aðaræfingunni, bannaðu alla meiri háttar herflutninga nema með þínu leyfi. Sendu svo Barney Rutkowski suður í Stöð Y til að leysa hana upp.“ Lyman gekk út að gluggan- um og horfði á grasflötina og gosbrunninn sem glitraði í 14. HLUTI morgunsólinni. Tveir garðyrkju- menn voru að störfum í blóma- beðinu umhverfis brunninn. Eftir andartak snerist hann á hæli og stóð andspænis þremenningun- um. „Nei,“ sagði hann. „Ekki ennþá. Ef við flönum svona að þessu, verður Scott hershöfðingi búinn að fá þjóðina á sitt band á mánudag. Við höfum engin sönn- unargögn sem unnt er að nota fyrir rétti. Aðstaða mín væri ólíkt sterkari, ef við gætum náð Henderson aftur. Hann er eina óvilhalla vitnið sem við höfum.“ „Þú teflir ríkinu í hættu,“ sagði Todd hranalega. „Gerum ráð fyrir að Scott hraði aðgerð- um og bíði ekki til morguns.“ Lyman leit á Casey. „Er það framkvæmanlegt, Jiggs? Er hægt að hraða aðgerðum eins og þess- um, þar sem her er fluttur loft- leiðis?" „Ég efast um það, herra for- seti. Undirbúningurinn hefur staðið vikum saman og þar bind- ur hvað annað. Ég gizka á að það sé mögulegt, en varla ger- legt.“ „Ég fellst á þessa hernaðar- legu niðurstöðu," sagði Lyman. „Við bíðum átekta nokkra klukkutima enn og vonum að sá timi nægi til að ná Henderson aftur.“ „Ég álít þessa ákvörðun, eða ákvörðunarleysi, vera brjálæðis- lega, herra forseti," sagði Todd. „Þitt álit er þegar kunnugt, Chris," svaraði Lyman. „Frekari skírskotanir til kviðdómsins ættu að vera óþarfar." Lyman fylgdi Todd og Casey til dyra. „Farið ekki langt frá símanum," sagði hann. „Ég get þurft á ykkur að halda fyrir- varalaust. Þetta getur orðið lang- ur vinnudagur." Meðan landgönguliðinn og ráð- herrann voru að ganga gegnum forsalinn, varð Todd litið á undir- foringjann sem þar sat á stól sinum og hélt skjalamöppunni milli hnjánna. „Heyrið þér of- ursti,“ sagði hann, þegar þeir voru komnir inn i lyftuna, „hvaða menn eru þetta eiginlega? Ein- hver þeirra situr ævinlega rétt við dyrnar inn til forsetans." „Einhver leynileg öryggisráð- stöfun býst ég við, herra ráð- herra,“ svaraði Casey út í hött Mikið getur þessi ríkisstjórn ver- ið flókin, hugsaði hann. Þarna situr maðurinn sem varðveitir dulmálslyklana sem þarf til að hefja kjarnorkustrið, og fjár- málaráðherrann hefur ekki hug- mynd um það. Kannski er kerf- ið svo flókið, skipt í svo margar afmarkaðar deildir, að ekki einu sinni Scott hershöfðingi er mað- ur til að ná tökum á því. Við skulum vona að svo sé. Á leiðinni heim varð honum hugsað til Marge. Hann hafði enga skýringu gefið á fjarveru sinni að heiman. Hann grunaði að hún gerði sig ekki öllu lengur ánægða með að fá ekkert að vita. Hann átti kollgátuna. Hún kom á eftir honum inn í dagstofuna og settist. „Casey ofursti," sagði hún, „ég held að tími sé tii kom- inn að þú sýnir konu þinni ein- hvern trúnað. Hvar varstu á fimmtudagsnóttina? Og hvernig Clark ók greitt heim til sín og Iagði bílnum á stígnum meðfram lóðinni. Honum hnykkti vi3 þegar hann kom að bakdyrunum, því rúða var brotin móts við lásinn. Hann opnaði og hljóp upp þröngan stiga. Gestaher- bergið var tómt. Rúmfötin lágu í kuðli í rúminu, þar sem hann skildi við Henderson. Föt hans voru hvergi sjáanleg. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.