Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 7
I
GEIR
HALLGRÍMSSON
borgarstjóri:
Ja, ég hef nú bara alls ekk-
ert hugsað um það. En þegar
maður fær svona beina spurn-
ingu, gefur það kannski tilefni
til slíkra hugleiðinga. í lög-
um mun vera, að menn séu
jarðaðir ef ekki er öðruvisi
ákveðið fyrir andlát. Frá sjón-
armiði Reykjavikurborgar,
sem á að sjá um, að nægilegt
svæði sé til fyrir grafreiti,
væri ef til vill heppilegra, að
það væri öfugt. Persónulegt
sjónarmið hef ég ekkert á
þessari stundu.
HALLDÓR
KILJAN LAXNESS
rithöfundur:
Brenna mig. Ég er bálfarar-
maður. Ég man ekki betur en
að ég hafi stutt þann félags-
skap á sínum tíma, og hvort
sem félagið hefur lagzt niður
eða ekki, er ég enn sömu skoð-
unar.
GRETAR FELLS
rithöfundur,
heiðursforseti
Islandsdeildar
Guðspekifélagsins:
Fyrst er að geta þess, að
Guðspekifélagið heldur ekki
fram neinum skoðunum í mál-
inu, en á hinn bóginn eru
mjög margir guðspekisinnar
hlynntir bálförum fremur en
jarðarförum, og má færa sem
rök fyrir því, að þegar líkam-
inn er eyddur í heitu lofti
eða brenndur, þá eru allar
brýr brotnar að baki sálar-
innar, og þett.a er undirstrik-
RAGNHILDUR
HELGADÓTTIR
lögfrœðingur:
Brenna mig — mér finnst
það hreinlegra.
un þess sannleika, að leiðin
liggur framvegis inn á við,
burt frá jörðinni, og því fyrr
sem hinn framliðni maður ger-
ir sér það ljóst, þeim mun
betra.
Þó mun talið æskilegra að
láta nokkurn tíma líða frá and-
láti, meðan hinn framliðni
maður er að losa sig við ljós-
GUNNAR
EINARSSON
forstjóri bókaútgáf-
unnar Leifturs:
Ég vil láta brenna lík. Það
er að öllu leyti hreinlegra og
heilbrigðara að fylla ekki
jörðina af hættulegum sótt-
kveikjum, og hver veit hversu
lengi alls kyns sýklar og veir-
ur geta lifað í moldinni? Ég
er fullviss um, að maðurinn
lifir eftir líkamsdauðann, en
það er maSurinn sjálfur, sem
lifir, ekki líkami hans.
EINAR
OLGEIRSSON
alþingismaður:
Mér er nokkurn veginn
sama hvað um jarðnasku leif-
ax-nar verður, því að maður
hefur ekki neina trú á gildi
þess sem á eftir fer. Hins
vegar hef ég fulla samúð með
þeim nýju — og eldfornu —
aðferðum að nota líkbrennslu,
og það fyrst og fremst af heil-
brigðisástæðum.
vakalíkamann svonefnda. Ann-
ars gæti hann vaknað líkt og
með andfælum í nýja heim-
inum. Sambandið við ættingja
og vini á jörðinni er þó engan
veginn útilokað með þessu, m.
a. gegnum drauma. En í gamla
daga var því trúað, að ef
menn gengju aftur, þá væri
eina ráðið að taka líkamann
og brenna hann.
Per.sónulega er ég ákveðinn
í að láta brenna minn líkama,
og er það fyrst og fremst af
fagurfræðilegum ástæðum.
Mér er ógeðfelld tilhugsunin
um þær myndbreytingar, sem
líkaminn tekur í gröfinni, og
því vil ég fremur kjósa hinn
náðarríka hraða elds'ins en hið
miskunnarlausa seinlæti mold-
arinnar.
FALKINN
7