Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 17
eins og þeir væru súkkulaðitertur, lærði lexíurnar sínar til fullnustu, og var ávallt kurteis.“ „Var hún falleg spurði eldri telpan. „Ekki eins falleg og neitt ykkar.“ sagði piparsveinn- inn, „en hún var ,hryllilega’ góð.“ Ánægju og samúðaralda reis gagnvart þessari sögu; orðið jhryllileg’ í sambandi við gæði, mælti með sér sjálft. í því virtist sannleiksdómur, sem fyrirfannst ekki í sögum frænkunnar af ungbarnalífi. „Hún var svo góð,“ hélt piparsveinninn áfram, „að hún fékk marga verðlaunapeninga fyrir gæði, og hún bar þá alltaf á sér, nældi í kjólinn. Þar var einn pen- ingur fyrir hlýðni, annar fyrir stundvísi og sá þriðji fyrir góða hegðun. Þetta voru stórir málmskildir og þeir smullu hver við annan. þegar hún gekk. Ekkert hinna barnanna í bænum, þar sem hún átti heima, átti svona marga peninga. svo öllum var ljóst, að hún hlyti að vera sérstaklega gott barn.“ „Hryllilega gott,“ leiðrétti Cyril. „Allir töluðu um hvað hún væri góð og þar kom að prinsinn í landinu fékk veður af því. Og hann sagði að fyrst hún væri svona góð, þá mætti hún fá sér göngu, einu sinni í viku í garðinum hans, sem var rétt utan við borgina. Þetta var fagur garður og engum börnum var nokkru sinni leyft þangað inn, svo þetta var mikill heiður fyrir Berthu.“ „Voru nokkrar kindur í garðinum?“ spurði Cyril. „Nei,“ sagði piparsveinninn, „þar voru engar kind- ur.“ „Hvers vegna voru engar kindur þar,“ var hin óum- flýjanlega spurning, sem þetta svar leiddi af sér. Frænkan veitti sér þá ánægju, að glotta við tönn. „Það voru engar kindur í garðinum,“ sagði pipar- sveinninn, ,vegna þess, að móðir prinsins hafði einu sinni dreymt, að annað hvort myndi kindin verða syni hennar að bana, eða klukka detta á hann. Af þeirri ástæðu hafði prinsinn aldrei kindur í garðinum sínum eða klukkur í höllinni.“ Frænkan bældi niður aðdáunarandköf. „Var prinsinn drepinn af kind eða klukku?“ spurði Cyril. „Hann er enn á lífi, svo við getum ekki sagt um, hvort draumurinn muni rætast,“ sagði piparsveinninn hirðuleysislega, „hvað sem því líður, þá voru engar kindur í garðinum, en þar var sægur af smágrísum, sem hlupu þar um allt.“ „Hvernig voru þeir á litinn?“ „Svartir, með hvít trýni; hvítir, með svörtum blett- um; alsvartir; gráir, með hvítum flekkjum og sumir alhvítir.“ Sögumaðurinn tók sér málhvíld, til þess að börnin gætu gert sér fulla grein fyrir dásemdum garðsins; síðan hélt hann áfram: „Berthu fannst leitt að finna engin blóm í garðin- um. Hún hafði lofað frænkum sínum. með tárin í augunum, að hún skyldi ekki slíta upp blóm góða prinsins og hún hafði ætlað sér að efna það loforð, svo auðvitað fannst henni kjánalegt að komast að því, Framh. á bls. 35. SMÁSAGA EFTIR H. H. IVIUNitO (8AKI) FÁLKINN II ~\

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.