Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Síða 31

Fálkinn - 23.08.1965, Síða 31
Á hillu liggja nokkrar bækur, — Sartre, Henry Miller, Lawrence, Durelle og bækur um sálfræði og sálrænar meðferðir sjúkdóma. Neðan úr loftinu hangir ein kulda- leg pera. Öll húsgögnin eru einn stóli og dívan, án rúm- fata. Þar er kona Mikaels að reyna að láta 8 mánaða gamlan son þeirra borða súpu. Hún heitir Patrika, er 25 ára gömul og ljóshærð. Hún er í svörtum sóðalegum kjól, svörtum sokkum en engum skóm. Þegar Mikael talar horf- ir hún á hann, og aðdáunin leynir sér ekki í svip hennar. — Ég ætla hvorki að þvinga út úr þeim peninga eða særa þau á nokkurn hátt. Ég vil bara vera ég sjálfur. Mikael talar um ætt sína. Fjölskylda hans býr í Sviss, nema Geraldine, elztá dóttirin, en henni hefur þegar heppnast að vera „hún sjálf“. Af og til strýkur hann síft hárið frá andlitinu. Auga- brýnnar yfir dökkum augunum eru svartar og reglulegar, en skeggið heldur rytjulegt. Hann er klæddur í svarta slitna peysu, en hún er alltof stutt. Innanundir er hann í rauðri skyrtu, sem hangir utan yfir slitnar buxurnar. Og bítlastígvélin fullkomna klæðaburðinn. Hann keðjureykir á meðan hann talar, og reykir síga- retturnar svo langt, að hann brennir sig iðulega í gula fingurna. Svo drepur hann í sígarettunum í vasaklút, sem liggur við hliðina á honum á gólfinu. Mikael Chaplin hefur lága, þægilega rödd, og hann tjáir sig á ensku jafnt sem frönsku. Hann virðist vera tiltölu- lega hlédrægur. — Yfirleitt er ég á móti yfirvöldum, en þó er ég enginn byltingarmaður, segir hann. — Það hlýtur að vera heilbrigt, þegar maður hefur fengið of mikið af því í fjölskyldu sinni... þá óskar maður þess, að vera einn, alveg aleinn. Ég fann þetta snemma. Mér geðjast heldur ekki að skólum. Ég vil ekki vera þvingaður, og vil ekki þurfa að hlýða settum reglum. Menn segja að ég sé skítugur og grófur. Það er rétt. En það er ekki til þess að vekja umtal. Ég kann vel við mig þannig. Og því meir, sem fólk gagnrýnir útlit mitt því meiri löngun fæ ég til þess að vera þannig. — Hver djöfullinn. Vasaklúturinn með sígarettustubbn- um hefur fuðrað upp, og Mikael sprettur á fætur og slekkur eldinn með stígvélahælnum. — Ef ég mætti velja sjálfur, þá vildi ég heldur verða sálkönnuður, jafnvel fremur en að verða leikari. Sálkönn- t un kemur manni í sambapd við lífið og tilveruna. Þegar ég er á gangi í skemmtigörðum Lundúnaborgar reyni ég að grennslast fyrir um það, hvað búi í raun og veru á bak við andlit þeirra einstaklinga, sem ég mæti þar. En ég hef ■ enga þolinmæði til þess að ganga í háskóla í 3—4 ár til þess að nema fagið . . . En hvað er þá að segja um framtíð hans sem leikara? Mikael hefur nú þegar leikið í einni kvikmynd. Árið 1957 skrifaði „Daily Mail“ meðal annars um myndina: — Þessi strákur hefur sama kraftinn, sömu greindarlegu augun og sama sviðsöryggið og faðir hans. Og faðir hans var ánægð- ur með strákinn: — Hann hefur skapsmuni gamanleikara. En þá var Mikael 11 ára, og ekkert vandamál. Hann lifði með systkinum sínum á herrasetrinu Ban í Sviss. Það var þangað sem Charlie Chaplin flutti árið 1954, en þessi staður er rétt hjá Genfarvatninu. Þá yfirgaf hann Ameríku án þess að ætla að fara þangað aftur. Það var þarna sem hann vildi mynda átta börnum sínum gott heimili. Hann vildi gera öll börn sín að því, sem hann var aldrei sjálfur: Hamingjusamt og vel uppalið barn. Og kona hans, Oona var sammála honum í því: — Börn eiga ekki að leggja of snemma af stað út í lífið. Fjölskyldan er félagsskapur, og hún á að halda eins lengi saman og mögulegt er, segir hún. Yfirleitt er ég á móti yfirvöldunum, en þó er ég enginn byltingarmaður. Það hlýtur að vera heilbrigt, þegar maður hefur fengið of mikið af því í fjölskyldu sinni.. þó óskar maður þess að vera einn, alveg aleinn. Framh. á næstu bls. s FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.