Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 34

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 34
Kæri Astró. Mig langar til að vita hvort ég er fædd undir einhverri ó- heillastjörnu og þá sérstaklega hvað heilsufarið snertir. Það er eins og ég sé aldrei alveg lieilbrigð og þarf stundum að vera rúmliggjandi, þó er eins og læknarnir geti ekki fundið neitt sérstakt, en ég er mjög slæm á taugum. Ég er fædd 1927 og er ógift. Er nokkur von til að heilsan batni og að ég giftist? Mig langar mjög mikið til að eignast börn. Heldurðu að ég eigi eftir að eignast nokkur? Ég á einn góðan vin en liann er bund- inn annarri, ætli það eigi eftir að breytast í náinni framtíð? Með fyrirfram þakklæti. Hanna. Svar til Hönnu: Mig langar fyrst af öllu til að ráðleggja þér að hætta að hugsa um manninn sem þú minntist á í bréfinu. Samband þitt við hann hefur sitt að segja um það hve slæm þú ert á taugum. Þú ert með viðkvæmt tauga- kerfi og þolir alls ekki þá spennu, sem því er fylgjandi, að hafa leynilegt samband við mann annarrar konu. Þessi maður mun heldur aldrei skilja við konuna sína þó hann svíki hana á allan hátt. Hún er hon- um það athvarf sem hann þarfnast, því hann þarf styrka og ákveðna hönd til að leiða sig í gegn um lífið og það metur hann þrátt fyrir allt. Þú ættir endilega að reyna að fá tauga- kerfi þitt lagfært því ég held að taugabilun þín sé að miklu leyti orsökin fyrir lasleika þínum. Annars hefur þú fremur litla þessum afstöðum, verður þér lífsorku og þér finnst lífið á til gæfu. Bezti partur lífsins flestan hátt mjög erfitt og verður frá því að þú ert 45 ára vissulega hefur þú fengið erfitt og fram yfir sextugt. Áður en verkefni að glíma við. Seinni- þú ferð að hugsa til að eignast hluti þessa árs er heppilegur barn er þér nauðsynlegt að fá til að reyna að fá einhverja heilsuna í lag og þá er ekkert heilsubót og það ætti að geta því til fyrirstöðu að þú eignist tekist ef þú tekur hlutina fyr- eitt barn. Það er hætt við að ir í réttri röð. Þú hefur mikla þú búir við fremur þröngan þörf fyrir að eignast lífsföru- efnahag en þú ert að öllum lík- naut, en sá maður sem þú gift- indum hagsýn og hefur lag á að ist yrði að vera sérstaklega ró- fegra í kring um þig án mikils legur og tillitssamur. Eins og er tilkostnaðar. Þú nýtur þín bezt þá eru ekki hagstæðar afstöður í fögru og friðsömu umhverfi. til hj úskaparstofnunar, en árin Það eru líkur fyrir því að þú 1967 og 68 verða aftur á móti munir ferðast til útlanda á einkar heppileg og það sam- næsta ári og verður það þér til band, sem stofnað er undir ánægju og hressingar. FÁLK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.