Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 38

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 38
TÓIVIATAR eru til annars nothœfir en hafa þá ofan á brauS e3a bera þá fram með eggjum. Úr þeim er hœgt a3 útbúa ýmsa skemmtilega smárétti, sem gam- an er a<5 bera á borS, þar eð tómatar eru svo girnilegir á að líta. FYLLTIR TÓMATAR. Lok skorið af tómötunum og allt tekið innan úr þeim. Tómötunum hvolft, svo renni úr þeim. „Afgangurinn“ sem nota á, skorinn smátt, blandað í tómatkjötið, ásamt kapers, steinselju og graslauk. Majonnes hrært saman við og síðan eru tómatarnir fylltir og lok sett á þá. Borið fram með rúgbrauði, smjöri og osti. TÓMATAR FYLLTIR MEÐ GRÆNMETI. 6 tómatar majonnes grænar baunir söxuð steinselja soðnir gulrótarbitar salatblöð. soðnir kartöflubitar Tómatarnir útbúnir eins og í uppskriftinni á undan, grænmetinu blandað saman við vel kryddað majonnes. Tómatarnir fylltir, steinselju stráð yfir. Tómötunum rað- að á fat, salatblöð höfð undir. Ljúffengt með ýmsum kjöt- réttum. Tómatkjötið og lokin eru notuð í sósu eða súpu. STEIKTIR TÓMATAR með steinselju og hvítlauk eiga vel við alls kyns kjöt og . fiskrétti og einnig er hægt að bera þá fram sem sjálfstæðan rétt. Veljið jafna tómata, þvoið og þerrið vel. Ef húðin er mjög þykk er hún tekin af, á þann hátt að dýfa tómöt- unum í sjóðandi vatn og síðan kalt. Er nú auðvelt að flá tómatana. Tómatarnir skornir í tvennt, dálítið af aldin- kjötinu tekið úr og tómatarnir látnir á hvolf á eldhús- pappír, svo safinn geti sigið úr þeim. Á meðan er töluvert af steinselju saxað ásamt 1—2 bit- um af hvítlauk. FYLLTIR TÓMATAR. 6-8 jafnstórir tómatar 1 dl afgangur af reykt- um fiski, sardínum reyktum pylsum eða kjöti 1 msk. kapers Yz msk. söxuð steinselja Yz msk. klipptur gras- laukur 100 g majonnes. Tómatarnir látnir í eldfast fat, sárið á að snúa upp, salti og pipar stráð yfir og steinseljan látin í götin: þrýstið steinseljunni vel niður, svo að hennar gæti. Brúnir tómat- anna smurðar með olíu, látið pensilinn strjúkast yfir stein- seljuna. Tómatarnir látnir inn í vel heitan ofn eða undir glóð, þar til þeir hafa fallið dálítið saman og steinseljan er eins og steikt. Sleppa má steinseljunni og strá aðeins salti og pipar á tómatana og láta þar ofan á ögn af smjöri ktenþjoðin RITSTJÖItl: KRISTJANA STEIAGRÍMSDÓTTIR 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.