Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 10
Hún samþykkti þetta dauílega og áhugalaust, en ég vissi að nærvera Mae myndi vera henni til góðs. Við klæddum okkur og ókum til borgarinnar með döpr- um hug, og sprungin framrúðan var okkur stöðug áminning. Ég sagði Tracey að láta for- eldra sína vita, að við myndum sofa hjá þeim næstu nótt og lét henni eftir að róa þau, þegar þau fréttu ástæðuna. Mér fannst ég ekki myndi hafa þrek til að tala frekar um þetta við neinn í bili. Ég fór á skrifstofuna. Afköst mín þennan morgun voru ekki I nös á ketti. Ég var alltaf að hugsa um, að ég ætti að fara til George og inna hann eftir atvinnu í annarri borg, en ég gat ekki komið mér að þvi. í fyrsta lagi hafði ég hvorki trú á vilja hans né getu til þess og í öðru lagi vildi ég ekki gefa færi á mér------ekki enn, ekki alveg strax. Ef til vill á morgun. Á skrifstofum er starfsliðið eins og úlfahjörð. Ef maður missir tök- in af einhverjum ástæðum, eru tugir ungra ákafamanna reiðu- búnir á samri stund að bola manni burt og taka við stöðunni. Ég veit ekki hvers vegna, en þessi morgunn er mér í minni sem dýpsta lægðin. Allt var grátt í grátt. Fortíð, nútið og framtíð. Ég var að gera tilraun til að dragnast út í hádegisverð, þegar síminn hringdi á skrifborðinu mínu. Ég s^'araði. Það var karl- mannsrödd, rám og með eilitið erlendum hreim. ,Hver?“ sagði ég og kannað- ist hvorki við nafnið né röddina. „Noddy, NODDY. Er þetta ekki herra Walter Sherris?" „Ó, Auðvitað. Sæll.“ Hann kom beint að efninu. — „Þú baðst mig að spyrjast fyrir. Ég gerði það. Ég held ég hafi náð i eitthvað. Kannski." „Hvað er það?“ spurði ég, æstur þrátt fyrir allan ásetning. „Ég er ekki viss. Heyrðu, hvernig er kjarkurinn, vinur? Nokkuð góður?“ „Ég — geri ráð fyrir því. — Hversvegna spyrðu?" 10 FÁLKINN „Komdu við hérna um hálf- átta, átta. Ég ætla að sýna þér líf, sem þú hefur ekki séð áður, og við getum svo haldið eyrun- um opnum í leiðinni. Sammála?" Ég ætlaði að svara neitandi og segja honum að fara til lögregl- unnar með vitneskju sina, ef einhver væri. Ég ætlaði að segja að ég væri hættur. En ég gerði það ekki. Ég svaraði játandi. Þetta var molluheitt kvöld. Enn var bjart, en hinir kunnu 12. HLUTI skýjabakkar hrönnuðust upp í vestrinu. Þessi ægilega hita- bylgja hafði staðið lengi og virt- ist ætla að endast fram á haust- ið. — Ég skildi bílinn eftir á næsta bílastæði og gekk til Noddys. Áður hafði ég hringt heim. Tracey var ekki enn komin ofan að, en pabbi var heima. Ég sagði honum, að ég myndi að líkindum koma seint, því ég þyrfti að hafa tal af manni, en því fylgdi alls engin hætta. Ég bað hann að segja Tracey að vera ókvíðin og sagði honum, að ég hefði lykil. „Sennilega verð ég á fótum, þegar þú kemur, Walt,“ sagði hann. Ég les lengi fram eftir, eins og þú veizt. Farðu varlega." Ég fullvissaði hann um, að það mundi ég gera. Það var einnig ætlun min. Ég hafði enn marg- hleypuna í vasanum. Ég reyndi að gera mér í hugarlund, og það ekki í fyrsta skipti, hvað ég myndi gera, ef til þess kæmi, að ég þyrfti að nota hana. Að hand- f jatla byssur á skotbakkanum er eitt. Að nota þær i þvi augna- miði að drepa mann, er allt ann- að. Hvernig líður þér, sem ert friðsamur borgari, án tilhneig- inga til ofbeldis, er þú stendur augliti til augliti við annan mann — eða öllu verra dreng, dreng, sem ekki er vaxin grön og hefir þrátt fyrir afbrot sín, eng- in raunveruleg kynni af þessu lífi, sem þú ert í þann veginn að svifta hann — hvernig hugsar þú, þegar þú stendur andspænis honum, miðar og hleypir af? Horfirðu í augu hans og viður- kennir hann sem mannlega veru, eða líturðu á hann aðeins sem skynlausan illvirkja, ógnvald, eitthvað, sem þyrfti að afmá og eyðileggja. Ég vissi það ekki og vildi ekki vita það. Ég vonaði, að þeirri þekkingu yrði ekki þröngvað að mér. Kvöldsalan hjá Noddy var þeg- ar í fullum gangi. Ég sá Miller í einum básnum, gekk til hans og ræddi við hann um stund; sagði honum, hvernig hefði farið með Bush-strákinn. „Ég held enn, að hann sé sá rétti," sagði ég. Hann kinkaði kolli. Hann var með dagblað opið fyrir framan sig á borðinu. „Hefurðu séð þetta?" Ég játti því. Einhver blaða- maðurinn hafði náð i söguna af árásinni daginn áður og vegna þess, sem á undan var gengið, hafði honum tekizt að blása þó nokkru lífi í fréttina. „Ég verð frægur," sagði ég við Miller, „ef ég lifi þetta af.“ „Og því frægari sem þú verð- ur, þeim mun hræddari verður hópurinn við að verða handsam- aður,“ sagði Miller. „Ef ég væri í þínum sporum, þá myndi ég forðast allar dimmar hliðargöt- ur, nema að hafa góðan vin á hælunum." „Það geturðu líka reitt þig á, að ég geri,“ sagði ég. „Ertu tilbúinn?" kvað rödd Noddys við yfir öxl mér. Ég sneri mér við. Hann var klædd- ur í grænar buxur og röndótta sportskyrtu. „Glæsilegt," sagði Miller. „Glæsilegt!" Noddy leit á mig og hnyklaði brýnnar. „Við kynnum að þurfa og ganga talsvert. Treystir þú þér til þess?“ „Ég treysti mér.“ „Týndu honum ekki,“ sagði Miller við Noddy og glotti. „Hann er ágætur." Við gengum framhjá barnum, en þar stóð nú annar maður við afgreiðslu, gegnum tjaldaða dyragætt inn í bakgang, þaðan inn í stórt herbergi, þar sem hlað- ið var kössum af tómum bjór- flöskum. Bíll Noddys stóð við bakdyrnar, í mjóu öngstræti gerðu af rökum múrsteini; ein þessara gjóta, sem sólin hefur aldrei náð til síðan hún byggðist. „Ég hef tvo kúta í aftursæt- inu,“ sagði hann. „Vino. Ódýrt. Við getum lagt af stað.“ Við stigum upp í bílinn. „Hvert er förinni heitið?" spurði ég. „Geturðu ekki sagt mér það?“ Hann hristi höfuðið. „Einhver lét orð falla, það er allt og sumt. Bara orð. Og orð er ekkert, nema það hafi við eitthvað að styðj- ast.“ Hann yppti öxlum. „Kann- ski gröfum við upp meira, kann- ski ekkert nema hitamollu og fyllirí." Hann ók að mynni öngstrætis- ins og beið færis að stinga sér í umferðariðuna. Ég leit á hann. „Þú gerir þér mikið ómak mín vegna,“ sagði ég. „Ég er þér þakklátur, en ég skil ekki hvers vegna." „Jæja,“ sagði Noddy, „ég skal segja þér það. Mér geðjast ekki heldur að þessum piltum. Og ef það, sem þeir aðhafast, er það, sem við höldum, þá ætti að stöðva þá? Ekki satt?" „Alveg satt.“ „Nú,“ sagði hann, „getur ver- ið, að ég hafi heimildabrunn. Hann kemur lögreglunni að eng- um notum. Ekki heldur þér. Hann er gagnslaus öllum nema mér.“ Hann hallaði sér yfir stýr- ið og mældi 'jarlægðina milli stálflutningabíls, sem var á vesturleið og olíubils á austur- leið. Svo bætti hann við: „Kann- ski fellur mér vel bardagahug- ur þinn, lagsmaður." Og hann steig á benzínið. Við sluppum. „Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum," sagði ég, „en þetta er mín síðasta tilraun. Ef við

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.