Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Qupperneq 24

Fálkinn - 23.08.1965, Qupperneq 24
um og hjón á góðum aldri og halda inn i baðhúsið. Þau hverfa inn um sömu dyrnar. Við Reykjahlíð er stór tjald- borg og fólk hefur gengið tii náða. Tjöldin eru marglit og af öllum gerðum og bilarnir standa fyrir utan þau eins og stórir varðhundar. Sum eru lýst upp og maður sér skuggana af fólkinu, þar sem það brölt- ir inni í þeim. Rjúpan er mikið á ferðinni á veginum gegnum Mývatns- sveit, og það er œði oft, sem Viggó þarf að stanza fyrii heilu familíunum sem eru að spásséra um lágnættið. Þeir eru að hefjast handa um byggingu kísilgúrverksmiðju við Mývatn og svo mikið er eftir af rómantíkinni í mér, að ég held mig langi ekki lengur til að koma upp í sveitina, eftir að risin verður þar verksmiðja með öllum þeim leiðindum og Ijótleika, sem henni hlýtur að fyigja. Kyrrðin er algjör, er við beygjum út af veginum og inn í gamla malargrús til að halla okkur stundarkorn og fá okk- ur smákríu. Viggó leyfir mér að liggja á bekknum og lætur mér eftir sæng og kodda, en sjálfur holar hann sér niður á gólfið í svefn- poka, og mér er sannast sagna óskiljanlegt, hvernig hann get- ur hringað sig utan um gír- stöngina og annað áhald, sem í gólfinu er, en eitt er víst, að þær voru ekki margar mínút- urnar, sem liðu eftir að hann hafði komið sér fyrir, þangað til ég heyrði að hann var sofn- aður. Það rignir þegar við vökn- um og það er ekki laust við að í mér sé hrollur, og þegar við ökum framhjá einu tjaldinu og sjáum að ein dúfan er að skola af sér í Laxá, þá fer ekki hjá því að maður vorkenni fólkinu í tjöldunum. Viggó tekur eitthvað út úr skápnum i mælaborðinu og seg- ir um leið brosandi: „Ég varð að ræna þessu úr snyrtikassa kærustunnar til að gera góða lykt í bílnum, það verður alltaf svoddan ólykt eftir að maður hefur sofið, og ég tala ekki um hafi maður líka fengið sér harðfiskbita eins og ég geri oft.“ Einhvers staðar á leiðinni sjáum við að nýtinn bóndi hef- ur gripið útskotsstaura og not- að þá fyrir girðingarstaura. Þegar nálgast Akureyri eykst umferðin og margur bílstjór- inn lætur sig hafa það að aka framhjá útskoti og stanza svo við ræsi. Hún er ekki upp á marga fiska umferðamenningin hjá þeim sumum, blessuðum. Auk mæðiveikisskúrsins við Héraðsvatnabrú er kominn sínu ljótari pylsuskúr, sem ein- hver framtakssamur Skagfirð- ingur hefur dritað þar niður. í Varmahlíð eru lifandi rós- ir og nellikkur á borðum og steikin með sultutauinu renn- ur ljúflega niður. „Hérna heitir Hótel Stefán G.“ segir Viggó um leið og við rennum framhjá Arnarhólnum á Vatnsskarði. Hér gisti ég oft við vörðuna og hef góða drauma,“ bætir hann við og brosir. Það er sólskin í Húnavatns- sýslu og hestamannamót að Húnaveri. Húnvetningar fara í stórhópum á hestum og sumir taka lagið, þegar þeir þeysa framhjá okkur og það má heyra að þeir hafa tekið daginn snemma, því að enn er tæplega miður dagur. Viggó segir frá: „Ég hef alltaf verið heppinn 1 starfi, aldrei orðið fyrir neinu verulegu óhappi og þó munaði einu sinni mjóu. Ég var að koma að nóttu til upp úr kaup- túninu við Reyðarfjörð og fór frekar hratt, en þar hagar svo tii, að upp brekku er að fara og blindhæð fyrir ofan. Ég veit ekki hvers vegna, en ein- hvern veginn bar svo til, að ég hægði á ferðinni í brekk- unni án þess að mér dytti í hug, að nokkur væri á ferð svo seint að nóttu, en viti menn, þegar upp brekkuna kemur stendur bíll þversum á vegin- um og ég gat með naumindum hemlað áður en til árekstrar kæmi. Ef ég hefði ekki slegið af ferðinni, þá væri ég varla til frásagnar, né fólkið, sem í hin- um bílnum var. — Það var fjári sniðugt, sem bar eitt sinn við hjá einum kollega mínum í Húnavatnssýslunni. Þeir voru tveir í samfloti og annar með tvo strákapolla, sem hann átti, sex ©g sjö ára gamla. Svo bilar eitthvað hjá þeim, sem enga strákana hafði, svo að hinn fer út úr sínum bíl og skilur strák- ana eftir. Þegar hann kemur aftur, og ætlar upp í bilinn sinn, er enginn bíll sjáanlegur. Eftir nokkra leit sér hann bíl- inn út í skurði og pollana vera að skríða upp úr honum, en þeim hafði þá leiðst að bíða, og tekið til sinna ráða. Þeim tókst að halda bílnum á vegin- um allt til næstu beygju, en þar endaði ökuferðin úti í skurði.“ í Staðarskála er staldrað við, og þar eru saman komnir fleiri flutningabílstjórar er bera saman ráð sín, spjalla um bíl- ana og atvinnuna; það liggur vel á þeim og þeir grínast yfir kaffibollunum. Sólskinið helzt suður Holta- vörðuheiðina, og Viggó sýnir mér, hvar heitir Brennivíns- brekka, en þar hafði einhvern tíma oltið flutningabíll fulllest- aður af brennivíni. Ofarlega á heiðinni gnæfir Kóngsvarðan, og fjórir strákar á gæjaaldrin- um standa í kringum tryllitæk- ið sitt, sem ekki vill láta að stjórn. Umferðin í kringum Hreða- vatn er geigvænleg og ryk- mökkurinn samfelldur svo langt sem augað eygir. „Nei, ég hef enga talstöð 1 bílnum,“ segir Viggó, „þetta er bara sumarakstur hjá mér, leiðin lokast svo fljótt á haust- in, að það er varla hægt að segja, að maður lendi í nokkru verulegu drasli.“ „Jú auðvitað er þetta erfið og slítandi atvinna, en ég hef oftast hlé á milli ferðanna i Reykjavík, en þar á ég kærustu, og við höfum ofurlítinn hokur- búskap, en hún vinnur á B.S.Í, svo að hún er ekki með öllu ókunn bílstjórabransanum.“- Þegar Hvítárbrúin er að baki, | ákveðum við að halda Uxa- hrýggina og höfúm samflöt með I tveim öðrum bílum, flutninga-' bíl og rútubíl. Það er ekið greitt upp Lunda- reykjadalinn svo lengi sem sæmilegur vegur er, en hægt /miðar yfir vegleýsuna næst Þingvöllum, enda líka sandfok í algleymingi svo varla sér út, úr augum. Þingvellir eru baðaðir sól og alls staðar bílar á ferð og rýk á vegum. Það er háður mikill kappakstur á Mosfellsheiðinni og klukkan að halla í sjö á. sunnudegi. Ég neita því ekki, að ég var tekinn að stirðna í bakinu og löppunum, en ekkí; j var annað að sjá á Viggó eni | að Vel lægi á honum og alls ; ekki hægt að merkja þreytu á: i andlitinu, og þegar börgin j kom í ljós, tók ég eftir þvi, að' hann jók hraðann, ög rétt áður j en við komum að Elliðaárbrekk- ■ unni stöðvaði hann bílinn, fékk sér tvist í hönd og þurrkaði af - öllum rúðum og speglum, fægði í númerin og sagði um leið og j. hann vippáði sér inn í bílinn: „Allur er várinn góður.“ Það kom líka á daginn, að niður við ána voru tveir lög- regluþjónar, sem meðal ann- ars voru að líta eftir því, hvort útsýni væri nægilegt fyrir stjórnendur bílanna, sem fram- hjá fóru. Ég er hálf slæptur og stirð- ur, þegar ég klöngrast út úr bílnum ' í miðbænum eftir að hafa ekið í einni striklotu alla leið frá Neskaupstað, en Viggó brosir og ég sé hann hverfa vestur í bæinn á fund kærust- unnar. ★ ★ FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.