Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 32
Á flótta undan blöðum.
Það verður undarleg breyt-
ing hjá þessum börnum, sem
eru alin upp við það að hafa
nóg af öllu, að þurfa að byrja
að lifa upp á nýtt.
Árið 1964 byrjaði umtalið um
Mikael. Hann flaug úr hreiðr-
inu í Sviss og fór að selja græn-
meti í verzlun í Hampstead
fyrir 10 punda laun á viku.
— Ég held að ég hafi ekki
verið fjarri því að setja heims-
piet í þessu starfi mínu. Ég
fann upp söluaðferð, sem átti
ekki að bregðast. Ég stillti mér
upp fyrir framan búðarglugg-
ann, og þegar gömlu konurn-
ar gengu á gangstéttinni
strengdi ég alla vöðva í and-
litinu og brosti blítt. Þetta bros
mitt hefði getað orðið góð aug-
lýsing fyrir tannkremsverk-
smiðju.
— Þær gömlu áttu það
kannski til að reyna að milda
í móinn, en það var forsenda,
að lokum komu þær með mér
inn í verzlunina. Og þar inni
brosti ég og byrjaði á verzlun-
arstörfunum. Og án þess að
hugsa um, „já“ þeirra eða „nei“
fyllti ég töskur þeirra af kart-
öflum, gulrótum og salötum og
klingdi svo út með 2—3 agúrk-
um. Svo brosti ég ennþá blíð-
ara, og bauðst til að spila fyrir
þær sinfóníur á lítinn kassa ...
Gott og vel, þetta gekk í tæpa
viku, en þá fóru kvartanirnar
frá gömlu konunum að streyma
til atvinnurekanda míns, og ég
veit ekki hvort hann tók það
nærri sér, en hann sem sagt
rak mig.
Síðan nam Mikael við kon-
unglegu akademiuna í Lund-
únaborg. En hann verður bit-
ur þegar hann minnist á það.
— Þarna finnur maður per-
sónu sína og hugmyndir. En í
staðinn fyrir að þroska persónu-
leikann og hæfileikana, koðnar
maður niður og verður að engu.
Þarna mátti maður ekki mót-
mæla. En þarna var matstofa
og þar gat maður fengið sér
sérstaklega góða máltíð fyrir
2Vi shilling!
Nú fer að nálgast sá tími,
þegar hádegisverður er fram-
reiddur. Patrika Chaplin hefur
lagt son þeirra á dívaninn og
er farin út til innkaupa. Svo
kemur hún aftur, og er þá
með fiskiflök, kartöflur, salt og
edik.
— Og nú, heldur Mikael
áfram, — skuluð þér fá að
heyra rómantísku söguna ...
Tveimur dögum eftir að ég fór
frá akademíunni, ákváðum við
Patrika og ég að fara til Spán-
ar. Þar ætluðum við að gifta
okkur. Við vorum sammála um
það. En það er engan veginn
auðvelt að láta gifta sig á
Spáni. Þeir vilja pappíra. Og
ég var ekki einu sinni nógu
gamall. Þá var það, að Frakki
einn ráðlagði okkur að fara til
skuli hafa 10 pund á viku í
atvinnuleysisstyrk. Jafnvel i
þinginu leggur einn íhaldsþing-
maðurinn fram fyrirspurn, og
svarið lætur ekki á sér standa:
Mr. Chaplin hefur fullan rétt
til þess að njóta atvinnuleysis-
Skotlands. Þriggja vikna uppi-
hald var ekki dýrt, og þar var
allt í lagi.
Við fórum til Skotlands og
dvöldum þar í hálfa þriðju
viku. Við fórum nær huldu
höfði, því ég vildi ekki láta
blanda föður mínum í þetta.
Blaðamennirnir voru komnir á
hælana á okkur. En við létum
þá ekki raska ró okkar. Við
reyndum að leita að vígðum
manni. Hann fundum við tveim-
ur dögum fyrir hinn ákveðna
dag. Við gengum í hjónaband
6. febrúar 1964 í Moniave, í
grafhýsi Dumfris. Kona nokk-
ur, Sarah Black, sem við hitt-
um á götunni var vígsluvottur.
Sonur Chaplins fær styrk.
Mikael er nú nokkuð þekkt-
ur, en samt alls ekki frægur
ennþá. Þessi sonur gamallar
stjörnu skemmtir fólkinu.
Mönnum finnst, sem hann sé
endurskin föður síns.
Ríkisstjórn Breta er í vand-
ræðum, og það miklum vand-
ræðum. Því það vekur mikla
furðu, að þau Mikael og Patrika
styrks, þar sem hann hefur
ekki fengið neina vinnu í þrjár
vikur.
Ungi Chaplin er svo sem ekki
eini maðurinn sem nýtur slíks
styrks. 54000 annarra atvinnu-
leysingja tóku á móti styrkn-
um um leið og hann.
En það er skiljanlegt, að fólk,
sem stritar allan liðlangan
daginn, og á svo rétt í sig og
á skuli gremjast þetta. Því á
sama tíma og sonurinn þiggur
styrkinn er faðirinn á lúxus-
ferðalagi á írlandi og hefur
leigt hótelherbergi í Lundún-
um, sem kostar 42 pund á sólar-
hring. Þetta er rakið hneyksli,
segir hinn almenni borgari. Og
móðir hans er heldur ekki
hrifin af þessum háttum hans:
— Þessi ungi maður er vanda-
mál. í 3 ár hefur hann verið
ráðríkur, og hann neitaði al-
gerlega að ganga í skóla. Mér
leiðist að hann skuli hafa tekið
á móti opinberum styrk. Hann
ætti heldur að fá sér vinnu.
En ég get ekki fyrirgefið hon-
um þetta.
Með öðrum orðum, móðirin
afneitar syninum. Faðir Oonu,
O’Neill afneitaði sjálfur dóttur
sinni, þegar hún giftist Chaplin.
Óneitanlega minnir Mikael
oft á gamla O’Neill. Hann var
sjálfur sonur frægs gamanleik-
ara, en yfirgaf fjölskyldu sína
á unga aldri, og lifði þá flakk-
aralífi. Og það var víst ekki
alveg laust við að vera hneyksli.
Meðal annars var hann eitt sinn
fastur gestur á skítugri knæpu
í New York, en þar var það
innifalið í hverjum bjór, að
viðskiptavinurinn mátti leggja
sig í hálftíma fram á borðið.
Og þar hvíldi oft þetta höfuð,
sem seinna tók við tveimur
Pulitzer verðlaunum og einum
N obels verðlaunum.
Nú er klukkan orðin 9 og
sonurinn sefur. Chaplin yngri
gengur fram og aftur um gólf-
ið, undir nakinni ljósaperunni.
Nú er kominn leikhústími, —
leikhúsið, sem hefur verið
mesti stuðningur Chaplin fjöl-
skyldunnar jafnt og O’Neill.
Mikael Chaplin hefur undir-
ritað samning um að syngja
inn á grammófónplötu. Talið er
að platan muni seljast mjög
vel, í einni milljón eintaka
minnst. Hann fær 30—40 pund
á dag fyrir að koma fram í
einhverri kvikmynd með Leslie
Caron. Og nú er þessi 19 ára
gamli bítnik að byrja að skrifa
endurminningar sínar: Hvernig
það er að vera sonur föður
síns, um tímabil sitt sem græn-
metissali, leikhúslíf og atvinnu-
leysi. Bókin kemur ef til vill
bráðlega á markaðinn, og mun
hún heita í lauslegri þýðingu:
Ég vil ekki éta bitana, sem
falla af borði föður míns. Plátan
er þegar komin á markaðinn,
en hún ber nafnið: — Ég er
sá sem ég er.
Og það er hann. Frakkur
strákur, sem vill verða frægur
eins og faðir hans, án þess að
njóta hans hjálpar á nokkurn
hátt, og án þess að skulda hon-
um nokkuð. Og þegar það verð-
ur, að fjölskylduvandamálin
skilja þá feðga ekki lengur að,
þá getur sonurinn ef til vill
játað syndir sínar! En þangað
til verður hann að vinna marga
sigra. Gangi þér vel, Mikael!
fAlkiniv
FLÝ <■ UR
IJT
fálkinn