Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 42

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 42
PANTIÐ STIMPLANA HJÁ FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHE SPÍTALASTIG10 v.ÓÐINSTORG SIMI 11640 • Tígrisdýrin Framh. af bls. 12. 422, þar sem annar maður, Fi- nelli að nafni, hafði mætt dauða BÍnum þetta sama laugardags- kvöld. „Hvað með þessa fimm ná- unga?“ spurði Noddy. Hann hélt sig í námunda við mig og hjálp- aði mér yfir verstu torfærurn- ar., „Þú sást þá, Suby. Hvernig voru þeir?“ „Ég sagði þér, að það hefði verið myrkur. Ég sá ekki, hvern- ig þeir litu út.“ „Þú sagðir, að þeir hefðu hlegið?“ „Jamm. Já, þeir hiógu. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar ég hugsa um það. Eins og þeir hefðu framið eitt- hvað ódæði, skilurðu og væru kátir yfir því. Sérstaklega einn þeirra. HO, HO, HO — Jesús! Eins og skepna." Mér fannst innyflin i mér vera eins og þaninn bogastrengur, en ég hélt mér saman og beið. „Voru þeir fimm,“ spurði Noddy. „Jamm. En fjórir þeirra voru að ýfast við þann fimmta. Það sýndist mér að minnsta kosti." „Ýfast við hann?“ „Þú veizt, svona hrinda hon- um og stjaka við honum og erta hann. Biddu nú við, rektu ekki á eftir mér, ég er að hugsa. Einn þeirra sagði eitthvað likt og — Viltu vera á toppnum með okkur eða sökkva til botns eins og hann? Eitthvað svona. Eins og þeir væru að hóta þessum.“ Við vorum komnir að námu- opinu, sem var eins og kolsvart ginnungagap í myrkrinu. Allt í einu sagði Cotter: „Hæ, sjáið þið hérna.“ 42 FÁLKINN Noddy beindi geisla vasaljóss ins þangað, sem Cotter stóð. Við hlupum allir saman í hnapp og horfðum til jarðar. Þarna var stór illgresisskúfur og flækt í honum strigapoki og gömul derhúfa. Suby snökti. „Vesalings Artie gamli,“ sagði hann. „Þetta er gamla húfan hans og tómi pok- inn, sem hann tók með sér.“ „Mér sýnist,“ sagði Cotter, „að hann muni aldrei hafa komizt í námuna." Noddy sneri höfðinu og sagði hægt: „Ég held, að það sé rangt hjá þér, Cotter. Ég held hann hafi komizt þangað." Þannig háttar til sums staðar, að náttúran hefur grunn kola- lög, sem auðvelt er að grafa upp með stórvirkum vélum. Vélarn- ar rífa upp trén og gróðurinn, grassvörðinn og moldarlagið, leirinn og mölina og moka því, í röð, í lítil keilumynduð fjöli báðum megin við kolaæðina, og þegar því er lokið, hafa þær búið til fullkomna eftirlíkingu af dalverpi á tunglinu. Áður voru þess konar námur skildar eftir opnar, þegar kolin höfðu verið grafin upp. Þegar farið er flugleiðina frá Malls Ford til Pittsburgh getur að líta nærri endalausa röð þessara grá-hvitu svæða, þar sem ekkert stingandi strá mun nokkurn tíma vaxa framar. Svo hefur einhver kom- ið auga á hættuna og lög voru samin. Nú verða vélarnar að jafna aftur hæðirnar, fylla göng- in, leggja niður jarðveginn og gróðursetja. í þessari námu höfðu kolin verið grafin upp, en jöfnun og lagfæring jarðvegsins enn ekki hafin. Við gengum inn um vítt námu- opið, framhjá ryðguðum stál- kaðli, sem var strengdur fyrir bíla. Haltrandi frelsari mann- kynsins og fjórar, ölvaðar fugla- hræður, en Noddy eini maður- inn, sem virtist þess umkominn að ráða við nokkurn hlut, hras- andi og slagandi i misdjúpu myrkrinu yfir grjóthörð hjól- för þúsunda flutningabíla niður víðan hallandi dalinn milli strýtu- fjallanna. Það var farið að blása af suðri. Golan feykti hárinu á mér og skyrtan blakti. Það var notalegt en gerði myrkrið og óvissa fótfestuna enn meira rugl- andi. Noddy beindi ljósinu hing- að og þangað. Lítið eitt fram- undan sá ég glitta í vatn, einn þessara frárennslispytta, sem börn detta stundum í og drukkna. Víða voru kolamolar dreifðir undir fæti, sums stað- ar járnbútar og annað rusl, sem sjálfsagt var fjársjóður fyrir mann eins og Artie Clymer. Skyndilega rumdi í Noddy, og hann nam staðar. Geislinn úr Ijósi hans féll á smáhlut. Aftur hópuðumst við saman og störðum. í þetta skipti var það skór. Við fundum maka hans tíu fet- um neðar. Mennlrnir sóru, að þessa skó hefði Artie átt. Hann hefði tekið þá úr öskutunnu, sögðu þeir, og þeir hefðu verið of stórir honum, svo hann hefði vel getað misst þá. Jellyhead ætlaði að taka þá upp, en Noddy aftraði honum. Við héldum áfram hægar en áður, niður hallann að pyttnum. Hann var nokkurn veginn fer- hyrndur, um fjörutíu fet milli bakka, og Guð veit hve djúpur. Eins djúpur og kolaæðin hafði verið. Hann sýndist hræðilega kaldur jafnvel þarna í hitanum, yfirborðið aðeins gáraði af vind- inum eins og blýlitt vatnið væri einnig blýþungt. „Gættu að þér!“ sagði Noddy hvasst. „Fjandinn hirði þig, Sligh, þú traðkar það allt út. Færðu þig. Já, þú líka. Standið þið nú kyrrir augnablik." Hann settist á hækjur og sveiflaði ijósinu fram og aftur þar til það lýsti frá réttri hlið. „Sérðu þetta, Sherris?" Jarðvegurinn var lausari hér á barmi pyttsins, þar sem bíl- arnir höfðu ekki þjappað hann niður. Það voru för í honum, sem vindinum hafði ekki tekizt að afmá. Sligh kom og blés í hnakkann á mér, og við athug- uðum þau saman, en Suby, Cotter og Jellyhead lutu yfir Noddy. „Eitthvað hefur verið dregið,“ sagði ég. Ljósgeislinn leið eftir förunum og augu okkar fylgdu honum eftir. Fremst á gígbarminum var moldin rótuð og holótt eins og hælum hefði verið spyrnt þar í átökum. „Jesús Kristur," sagði Cotter nærri blíðlega. „Haldið þið...“ Noddy hummaði. „Það er betra að við látum þetta kyrrt.“ Hann reis upp. „Farið ekki nær, þig gætuð eyðilagt einhver sönnun- argögn.“ Hann lét þá færa sig til hlið- ar, þar sem bílarnir höfðu ekið um og ekkert myndi sjást, hvort eð væri, siðan stikluðum við var- lega í átt til námuopsins aftur, eins og við gengjum á eggja- skurni og Noddy lýsti með vasa- ljósinu i allar áttir. Einn mann- anna, ef til vill hefur það verið Suby, heyrðist kjökra. Við fundum það, sem við leit- uðum að, skammt frá þar sem annar skórinn lá á hvolfi ofan í hjólfari. Grundin var hörð þarna, en þrátt fyrir það var ef vel var að gáð, hægt að greina skrámur, rispur og göt, upp- sparkaða smásteina. Annað varð einnig séð, ef maður átti von á því. Dökkar slettnr i Ijósgulum leirnum. Þær hefðu getað verið olíudropar, en við vissum, að þær voru það ekki. Jafnvei hér í myrkrinu vissum við það. „Jæja,“ sagði Noddy að lok- um, „förum og köllum á þá." „Kalla í hverja?" spurði Jelly- head. Framh. í næsta blaSi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.