Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 35
Sögumaðurlnn
Framh. af bls. 17.
að þarna voru engin blóm til
að slíta.“
„Hvers vegna voru engin
blóm?“
„Vegna þess að svínin voru
búin að éta þau öll,“ svar-
aði piparsveinninn umsvifa-
laust. „Garðyrkjumennirnir
höfðu sagt prinsinum, að það
væri ekki hægt að hafa hvort
tveggja svín og blóm, svo hann
afréð, að hafa svín og engin
blóm.“
Af þessu varð velþóknunar-
kliður yfir snilldarákvörðun
prinsins; of margt fólk hefði
ákveðið hið gagnstæða.
„Það var margt annað dýr-
legt í garðinum. Þarna voru
tjarnir með gullnum, bláum og
grænum fiskum og í trjánum
sátu litfagrir páfagaukar, sem
gáfu afskapleg tilsvör með
augnabliks fyrirvara og söng-
fuglar, sem sungu öll nýjustu
dægurlögin. Bertha gekk fram
og aftur og skemmti sér frá-
bærlega vel; hún hugsaði með
sjálfri sér: „Ef ég væri ekki
svona óvenjulega góð, þá hefði
mér ekki verið leyft að ganga
í þessum dásamlega garði og
skemmta mér við allt, sem þar
er að sjá,“ og verðlaunapening-
arnir þrír hringluðu um leið
og hún gekk og minntu hana
á, hve innilega góð hún væri
nú. En í þessu læddist gríðarstór
úlfur inn í garðinn; hann ætl-
aði að leita sér að feitum grís
til kvöldverðar.“
„Hvernig var hann litur?“
spúrðu börnin af sívaxandi
áhuga.
„Al-mórauður, með svarta
tungu og ljósgrá augu, sem
lýstu af óstjórnlegri grimmd.
Það fyrsta, sem hann kom auga
á í garðinum, var Bertha; svunt-
an hennar var svo skínandi hvít
og hrein, að hún sást af lang-
leið. Bertha sá úlfinn og sá,
að hann var að læðast að henni
og hún fór að óska, að henni
hefði aldrei verið leyft að koma
í garðinn. Hún hljóp eins hratt
og hún gat og úlfurinn kom á
hæla henni í gríðarlegum stökk-
um. Henni tókst að ná nokkr-
um myrturunnum og faldi sig
í þeim þéttasta. Úlfurinn kom
og þefaði milli greinanna, svört
tungan lafði út úr munninum
á honum og fölgrá augun skutu
gneistum af bræði. Bertha var
voðalega hrædd og hugsaði með
sér: „Ef ég hefði ekki verið
svona óvenjulega góð, þá væri
ég örugg heima á þessari
stundu.“ En svo fór að lyktin
af myrtunni var of sterk til þess
að úlfurinn gæti þefað Berthu
uppi og runnarnir voru svo
þéttir, að hann hefði mátt leita
lengi í þeim án þess að koma
auga á hana; svo hann ákvað,
að fara heldur og veiða smá-
grís í staðinn. Bertha skalf
ákaflega af að hafa úlfinn leit-
andi og þefandi svo nálægt sér
og þegar hún skalf hringl-
aði verðlaunapeningurinn fyrir
hlýðni, við hina peningana fyr-
ir stundvísi og góða hegðun.
Úlfurinri var í þann veginn að
læðast burt, þegar hann heyrði
hringlið í peningunum og lagði
við hlustir. Þeir hringluðu
aftur, í runna rétt hjá honum.
Hann þaut inn í runnann
og ljósgráu augun lýstu af
grimmd og sigurvissu og síðan
dró hann Berthu út og át hana
upp til agna. Af henni var ekk-
ert eftir nema skórnir, fata-
slitrur og verðlaunapeningarn-
ir þrír.“
„Var nokkur lítill grís drep-
inn?“
„Nei, þeir komust allir
undan."
„Sagan byrjaði illa,“ sagði
minni telpan, „en endirinn var
dásamlegur.“
„Þetta er fallegasta saga, sem
ég hef nokkurn tíma heyrt,“
sagði stærri telpan af óbifan-
legri festu.
„Þetta er ein fallegasta sagan,
sem ég hef nokkurn tíma heyrt,
sagði Cyril.
Frænkan lét í ljós gagnstætt
álit.
„Mjög ósæmileg saga handa
ungum börnum! Þér hafið graf-
ið undan áhrifum margra ára
vandlegri kennslu.“
„Að minnsta kosti,“ sagði
piparsveinninn um leið og hann
tók upp föggur sínar og bjóst
til að yfirgefa klefann, „þá hélt
ég þeim þegjandi í tíu mínútur,
en það er meira en þér gátuð.“
„Ólánssama kona,“ sagði
hann við sjálfan sig þegar hann
gekk eftir brautarpallinum á
HANDBOK HUSBYGGJENDA
- NAUÐSYNLEG HVERJUM HÚSBYGGJENDA
-SELDí BÓKABÚOUM OG GEGN PÓSTKRÖFU-
HANDBÆKUR HF. PO.BOX 268
Templecombe stöð; næstu sex
mánuði eða svo mun hún engan
frið hafa á opinberum stöðum,
fyrir kröfum þessara barna um
,ósæmilega sögu’!“
• Hayley Mills
Framh. af bls. 27.
iro, — og svo auðvitað Elvis
Presley.
Hún hefur gert 5 ára samning
við Walt Disney, sem er nærri
einnar og hálfrar milljón króna
virði. En hún fær ekki mikla
vasapeninga eða önnur þæg-
indi, sem kvikmyndastjörnur
eru vanar að hafa. Foreldrar
hennar gæta þess, því þeir eru
hræddir um að frægðin stígi
henni til höfuðs.
Hún hefur að vísu sjónvarp,
en það er gamalt tæki, sem
stóð niðri í stofunni, þangað
til foreldrar hennar keyptu sér
nýtt.
Þegar hún lauk við að leika
Pollyönnu og hún sá það, fékk
hún 30 kr. í vasapeninga, þar
sem hún var í heimavistarskóla.
— Og þeir peningar voru
allir notaðir til þess að borga
sektir, sagði hún hlæjandi. —
Það er dýrt að brjóta skóla-
reglurnar, eins og til dæmis að
tala eftir að búið er að slökkva
Ijósin.
En þegar hún var orðin 17
ára var hún farin að fá 250
kr. á viku. En það fór mest
allt í gjafir til vina og vanda-
manna.
Hinar miklu fjárhæðir, sem
Walt Disney borgar henni eru
lagðar í sjóð, sem er varðveitt-
ur í banka einum. Það verður
álitleg fjárfúlga, sem á að eyða
á elliárunum, en sjálf fær hún
ekki að líta á peningana fyrr
en hún verður 25 ára.
— Við þekkjum nefnilega
marga ameríska leikara, sem
léku á sínum yngri árum, en
þegar þeir urðu fullorðnir og
ætluðu að grípa til peninganna,
þá var þá hvergi að finna,
sagði móðir hennar. — Allir
peningarnir voru notaðir í stór
lúxushús og dýra bíla.
Við hjónin viljum ekki að
þetta sama komi fyrir Hayley.
Kannski vill hún einhvern tíma
hætta kvikmyndaleik og setja
upp hestabú, og þá er eins gott
að eiga peningana.
Hayley hugsar mikið meira
um þau fáu pund, sem hún
leggur sjálf í banka, heldur en
ENDURNÝJUM
SÆNGUR OG KODDA
FLJÓT AFGREIÐSLA
HÖFUM EINNIG
EINKASÖLU
A REST-BEST
KODDUM
Póstsendum
um land allt.
DÚN-
0G FIÐUR-
HREINSUNIN
VATNSSTÍG 3
(örfá skref
frá Laugavegi)
Sími 18740.
eru
EtOLTA
buxurnar
Framh. á bls. 41.