Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 36

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 36
I SVIÐSLJosinij *— BEIMEDIKI VIGGÓSSOIM SKRIFAR FYRIR UIMGA FÓLKIÐ RAGNAR BJARNASON MEÐ HLJÓMSVEIT í SÚLNASALNUM-ELLÝ TIL DANMERKUR SVAVAR í HLJÓMPLÖTUBRANSANN HINN vinsæli hljóðfæra- leikari og útvarpsmað- ur, Svavar Gests, mun leggja niður hljómsveit sína um þessar mundir og er ástæðan sú m. a. að starf hans við hljómplötuútgáfuna er orð- ið það umfangsmikið að ekki er lengur hægt að hafa það fyrir aukastarf. Það er mál manna, að hljómsveitin hafi aldrei verið eins vinsæl og eftir breytinguna sl. haust og eiga hinir vinsælu söngv- arar, Ellý og Ragnar, sinn stóra þátt í því. En hvað verður um hljómsveitarmeð- limina og þessa toppsöngv- ara? kann einhver að spyrja. Hljómsveitin leysist upp og fara piltarnir hver í sina áttina, en Ellý Vilhjálms, hin fjölhæfa söngkona er á förum til Danmerkur með eiginmanni sínum, Jóni Páli, gítarleikara og eiga því Danir von á góðum skemmti- kröftum frá íslandi. Hvað Ragnari Bjarnasyni viðkemur, þá mun hann skemmta gestum Hótel Sögu með sinni eigin hljómsveit frá 1. september og er hún ráðin í ár. í hljómsveitinni verða eftirtaldir menn: Árni Scheving, bassaleikari, en hann hefur spilað með Neo- tríóinu hingað til í Dan- mörku. Ragnar Páll heitir gítarleikarinn, en hann var áður með hinum vinsælu Hljómsveit Svavars Gesls, eins og hún var skipuð 1962, en þá léku þeir félagar í Lídó, þegar allt flaut út i mjólk og reglusemi, og gerir reyndar enn. Gautum á Siglufirði. Guð- mundur Steingrímsson verð- ur trommuleikarinn, hann spilaði með K.K-sextettinum á sínum tíma. Einnig hefur hann leikið í hljómsveit Hauks Morthens. Píanistinn verður Sigurður Þór Guð- mundsson, en hann var áður með hljómsveit í Þjóðleik- húskjallaranum og síðast en ekki sízt er það hinn snjalli harmonikuleikari, Grettir Björnsson, sem kem- ur þarna með sitt mikla undratæki, sem m. a. hefur verið kallað rafmagnsharmo- nika. Grettir er eini maðurinn hér á landi, sem hefur svona hljóðfæri til umráða og nú síðast lék hann í Klúbbn- um við mikla hrifningu, enda getur þetta hljóðfæri skapað hina ótrúlegustu fjöl- breytni í tónum. Grettir get- ur breytt þessu undratæki sinu með einu handtaki í einhvers konar rafmagns- orgel og nýtur hljóðfærið sín vel þannig í lögunum, „Farmaður hugsar heim“ og „Útlaginn", en við upptöku á þessum lögum lék Grettir með hljómsveit Svavars Gests. Ragnar Bjarnason, hinn væntanlegi hljómsveitarstjóri í Hótel Sögu. Eins og sjá má á skipan hljómsveitarinnar, eru þetta allt reyndir hljóðfæraleikar- ar og er enginn vafi á því, að gestir Hótel Sögu eiga von á góðri tónlist. Ekki er þetta í fyrsta sinn, sem söngvari tekur að sér hljóm- sveitarstjórn hér á íslandi og ber fyrst frægan að telja Haúk Mörthens. Þá hef- ur Sigrún Jónsdóttir einnig gegnt hljómsveitarstjórastöð- unni. Ég átti stutt samtal við Ragnar Bjarnason og kvaðst hann ekki kvíða því að ger- ast hljómsveitarstjóri, þó hann gerði sér grein fyrir því, að þessu fylgdi aukin ábyrgð. Ragnat sagðist vera 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.