Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Side 21

Fálkinn - 23.08.1965, Side 21
sneri aftur til hennar, og þá gekk lífið sinn vana gang. Hitler kallaði Evu „litla heimskingj- ann“, og einu sinni sagði hann við Hoff- mann: — Ég hef ekki hugsað mér að kvænast henni. Þú þekkir skoðanir mínar. En mér líkar vel við Evu. Ég er búinn að fá nóg af kvenfólki, sem gengur upp í stjórnmálum. Vinkona stjórnmálamanns verður að kunna að Þegja. Og Eva Braun kunni að þegja. Hún treysti Hitler, beið trygg eftir honum, þegar hann var á einhverju hinna mý- mörgu ferðalaga sinna, og hún var aldrei þvingandi fyrir hann. Þegar það var óhjákvæmilegt að þau hittust, þá kyssti Hitler kurteislega á hönd hennar. Engan grunaði nokkuð, — fyrir utan innsta hringinn. Annars var Eva Braun húsmóðurleg í eðli sínu. Hálfsystir Hitlers hafði áður séð um húsverkin fyrir hann. Hún var neydd til þess að flytja burtu, þegar hún mótmælti því, að Eva ætti að búa þar. Hún gegndi líka húsmóðurhlutverkinu í húsi Hitlers í Ölpunum. Þar gekk hún um beina fyrir gesti, en þó varð hún að draga sig til baka, þegar um opinberar heim- sóknir var að ræða. Þá mátti hún ekki láta sjá sig nálægt Hitler. Hitler lifði eftir föstum reglum í sam- bandi sínu við Evu. T. d. var hún aldrei eina konan í húsinu. Þess vegna varð Eva að láta sér nægja að vera aðeins „ein“ af konunum, sem Hitler umgekkst. En leiddist þá Evu Braun? Það gerði hún örugglega, en hún vissi, hversu mikil völd hún hafði. Hún þurfti ekki annað en að gera sér upp veiki og hóta sjálfs- moi’ði: Og Hitler bráðnaði. Árið 1938 hitti hann enska konu, sem hann hafði áhuga fyrir. Hún hét Unity Mitford. Eva skynjaði strax þær breyting- ar, sem orðið höfðu á Hitler, og svaraði strax með sjálfsmorðstilraun. Tilraupin var ekki alvarlega meint, en Hitler leit ekki framar við þeirri ensku. Einn af einkariturum Hitlers hefur skýrt frá því, hvað átti sér stað í slíkum tilfell- um. Eva Braun setti Hitler alltaf í mikinn vanda með þessum sjálfsmorðshótunum sínum. Hann forðaðist slíkt eins og heitan eldinn. Þetta vissi hún, og því hafði hún öll tromp í höndunum. Hins vegar gat hún ekki haft nein áhrif á hann í sambandi við aðrar gerðir hans. Hún hafði að vísu öll húsmóðurleg völd, og réði klæðnaði hans, enda skipti hann sér aldrei af slíku. Þó gat hún ekki vanið hann af því að ganga í stígvélum, og þótti henni það miður. Og hann neitaði alltaf að stíga dansspor, ekki einu sinni Vínar- vals. Þetta leiddist Evu, hún var ung lífs- glöð stúlka, og hafði ekkert á móti því að lyfta sér upp. Hún hélt fjöldann allan af samkvæmum, en þá gætti Hitler þess iðulega að vera hvergi nærri. Síðasti dansleikurinn, sem hún sótti, áður en stríðið brauzt út, var 23. ágúst 1939. Hann var einn af þeim fáu, sem Hitler sótti, en Eva vissi aldrei hina réttu ástæðu. Hún var sú, að samningur Rússa og Þjóðverja hafði nýlega verið undirrit- aður, og þess vegná skálaði Hitler jafnvel í kampavíni, en annars var hann stakur bindindismaður. En var þá hin ljóshærða Eva Braun óhamingjusamasta kona Þýzkalands? Ýmsu er haldið fram um það, og ber fæstum tveimui saman. Sannleikurinn er hins vegar sá, að Eva Braun elskaði Hitler, en hún var aldrei viss um ást hans. Og hún var alltaf ham- ingjusöm í þau skipti, sem hpjín heim- sótti hana. í dagbók Evu Braun má lesa ýmislegt um tilfinningar hennar, ýmist stórkostlega Framh. á bls. 33. Der Fiihrer var mjög barngóður. Hér eru hann, og vinkona hans í húsinu í Olpunum. Tveir fremstu drengirnir á myndinni eru synir Bormanns. ÚR DAGBÓK E§ vildi óska þess a5 ég væri orðin fárveik og losnaði við að sjá hann í átta daga ... ... Mér er sama þótt djöfullínn komi og taki mig með sér niður, það getur ekki verið verra þar en hér. Flestar myndirnar sem fundust voru teknar í „Arnarhreiðrinu“, húsi, sem Hitler átti í Olpunum. FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.