Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 23

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 23
kyns einkennisbókstafir á bílunum, jafnvel Z og V, og grá, þykk Austfjarðaþokan þrýstir sér inn í bílinn og skríður eftir veginum svo varla sér nema nokkra metra. Það er mikil traffík í matsölunni á Egilsstöðum, og við fáum hakkað buff og egg. Nokkrir sjómenn sitja úti í horni og umgangast séneverinn frjálslega, láta flöskuna ganga milli borðanna og fá sér stóra teyga. Hún er Ijót brúin yfir Jökulsá á Dal, öll í sprungum, eg við spjöllum um hvað væri helzt til ráða, ef hún færi niður. Þokuslitringur er á Fjöllunum og þegar við nálgumst Möðrudal er kominn stinningskaldi og dálítið sandfok. „Hann getur verið hvass hér á Fjöllunum “ segir Viggó, „einu sinni lenti ég í svo miklu hörkuroki, að drullu- sokkarnir hreinlega fuku af bílnum.“ Hraðinn er jafn og drjúgur, og á Mývatnsöræfum birt- ir til og fjöllin við Mývatn koma hvert af öðru inn i sjóndeildarhringinn, og allt í einu stöðvar Viggó bílinn og segir: „Hér þarf ég að sýna þér nokkuð, sem ég veit að þú hefur aldrei séð.“ Við klifrum út úr bílnum. og rétt við veginn, sé ég einhverja misfellu í hrauninu og þegar við komum þar að getur að líta gamla gangnakofann þeirra Mývetninga, sem er nú því miður lítið annað en rústir. Upphaflega hefur kofinn ekki verið annað en gjá, sem reft hefur verið yfir og gat á, rétt mátulegt fyrir mann til að skríða inn um. Brotinn stigi liggur niður í gjána og blá emeleruð kaffikanna og nokkrir gamlir bollar hanga niðri í hell- inum og allt þetta minnir á söguna Aðventu, sem Gunnar Gunnarsson sagði svo fallega. Það er dapurlegt að þessu gamla og áður þarflega mannvirki skuli ekki hafa verið haldið við, svo að okkar kynslóð og eftirkomendur geti séð með eigin augum einn ekki ómerkan þátt úr sögu þeirra, sem bjuggu við Mývatn. Við nálgumst Námaskarð og brennisteinsfýluna leggur fyrir vit manns. Það lifir stutt eftir af degi og rökkur hefur sigið yfir landið. „Jæja nú stönzum við bráðum og fáum okkur gufu- bað,“ segir Viggó. Eg verð allur að einu spurningarmerki. „Já, ég fæ mér alltaf gufubað við Reykjahlíð og bað jafngildir örugglega fjögurra tíma svefni, gufubað er nefnilega allra meina bót. Einu sinni voru t. d. með mér eldri hjón og ferðalagið gekk í hálfgerðum brösum, konan sí og æ að kvarta og bera sig illa undan því. hve seint gengi. Þegar við erum komin hingað að baðhúsinu, segi ég, að við ættum öll að koma inn og fá okkur gufu. Konan ætlaði ekki að gefa sig í fyrstu, en lét samt undan, og það var eins og við manninn mælt, hún talaði ekki um annað en dásemdir gufunnar alla leiðina og það heyrð- ist ekki kvörtunarorð af hennar vörum.“ Við göngum inn í baðhúsið, en því er skipt í tvennt, annar helmingurinn fyrir konur og þar er vigt komið fyrir í búningsklefanum, en hinn helmingurinn aftur á móti fyrir karlmenn. Það er sturtuklefi inn af búningsherberginu, en í ljós kemur að þar er ekkert vatnið. Viggó kann ráð við því, fiskar einhvers staðar upp skjólu og tekur upp grindur í búningsklefanum, og þar í gólfinu er hlemmur og undii ylvolgt, skínandi vatn, sem við hellum yfir okkur, þegar við komum úr gufunni. Við erum hressir og endurnærðir að loknu baðinu og Viggó býður mér brauð og egg úr bitakassanum og meðan við maulum það kemur jeppabíll aðvifandi og út úr hon- ★ LOFA EKKI ÖÐRU EN ÉG GET STAÐIÐ VIÐ *} i ★ GASHYLKIN ERU BEZTI ; FLUTNINGUR SEM MAÐUR ; FÆR Í ★ SÍLDAR- BRÆÐSLURNAR ERU BEZTU VIÐSKIPTA- VINIRNIR i ★ GUFUBAÐIÐ JAFNGILDIR FJÖGRA TÍMA ! SVEFNI FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.