Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 18
f
^ • \.; - í-' X i’ipif 1
.
í& /' '' 'X : < m
t
9
MERKISAFMÆLI FYRSTA
RITSTJÓRA FÁLKANS
ÞESSI MYND var tekin á
afmælisdegi Skúla Skúlason-
ar, fyrrv. ritstjóra Fálkans.
Talið frá vinstri: Þóra Karls-
dóttir, Skúli Skúlason, Nelly
Thora, Karl Eiríksson og
Ingibjörg Skúladóttir. Fálk-
inn óskar Skúla og fjöl-
skyldu hans allra heilla á
ókomnum árum.
SKÍTLI SKÚLASON,
fyrrverandi ritstjóri og
einn af stofnendum
Fálkans varð 75 ára
27. júlí s.l. Skúli er
nú búsettur í Noregi,
kvœntur norskri konu
Nelly að nafni, en
afmœlisdaginn hélt
hann hátíðlegan að
heimili dóttur sinn-
ar og tengdasonar að
Sporðagrunni 14. —
Skúla Skúlasyni var
margvíslegur sómi
sýndur á afmœlis-
daginn og útvarpið
átti viðtal við hann.
í ágœtri grein í Morg-
unblaðinu 27. júlí var
rakinn œviferill Skúla
í stuttu máli og sér-
staklega minnzt á
„Skraddaraþanka",
sem hann skrifaði að
staðaldri í Fálkann.
Hér á eftir birtum
við tvo þœtti, annan
frá árinu 1933 og hinn
frá 1942 og eru þeir
valdir af handahófi.
24. JUNI 1933
MORGUNINN er æska dags-
ins og kvöldið elli hans. Það
er því engin tilviljun að skáld-
in líkja æskuskeiði mannsins
við morgun og elli við kvöld,
og það eru ekki skáldin ein,
heldur svo að segja hver ein-
asti maður, ef ekki vill betur
þá ósjálfrátt og í hugsunarleysi,
því að inngróin orðatiltæki hafa
neytt hann til þess.
Sumir eru morgunsvæfir og
aðrir kvöldsvæfir. Það er eins
og þetta séu meðfæddir eigin-
leikar, en þó mun það fremur
eiga rót sína að rekja í mis-
munandi heimilisbrag og upp-
eldisaðferðum. Börnin vilja
gjarnan vaka lengi á kvöldin,
því að lífsfjörið er mikið, en
L
geri þau það fer varla hjá því
að þau sofi lengur á morgnana.
Það er eftirtektarvert við
Reykjavík hve börnin eru yfir-
leitt lengi úti á kvöldin. í þessu
mun Reykjavík hafa met flestra
borga í nálægum löndum, og
það virðist að hún sé upp með
sér af þessu meti, úr því að
börnunum líðst það ár eftir ár
að vera að göturölti og leikjum
langt fram á nótt.
En orsök og afleiðing fylgist
að. Reykjavík er jafnframt einn
morgunsvæfasti bærinn í Evr-
ópu. Þegar frá er talin verka-
mannastéttin í bænum, sem
enn byrjar daginn á þeim tíma
sólarhringsins sem eðlilegastur
er, eru þeir ekki margir sem
vita hvað morguninn er. Verzl-
unarfólkið fer ekki til vinnu
18
FALKINN