Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 11
m JVramha Mssaga eftir LUIGH BRACKETI Skyndilega rumdi í Noddy, og hann nam staðar. Geislinn úr ljósi hans féll á smáhlut. Aftur hópuðumst við saman og störðum. í þetta skipti var það skór ... Við fundum það sem við leituSum a3. uppgötvum ekkert ákveðið í kvöld, þá er ég hættur.“ „Ég las um það i blöðunum," sagði Noddy. „Varð konunni þinni meint af?“ Ég neitaði því. „En nú ert þú hræddur." „Það er ég.“ „Það er ekkert við það að athuga. Þegar ég heyri mann fullyrða að hann hræðist ekkert, þá hugsa ég með mér, að hann sé annað hvort hálfviti eða lyg- ari. Óttinn er nauðsynlegur. Án hans værum við dauðadæmd. Veiztu hvað? Ég held, að allir þessir gapuxar, sem skrifa í blöð- in, séu brjálaðir." „Hverjir þeirra?" „Þessar kellingar, sem þykj- ast vera að kenna manni barna- uppeldi. Aldrei að hræða þau. Kennið þeim, að allir séu vinir þeirra og gervallur heimurinn ein dúnsæng. Að hvaða gagni kemur þeim svo þetta? Það er ósatt. Ég á strák fimmtán ára. Ég fór með hann á slysavarð- stofuna eitt laugardagskvöld. Lét hann horfa á. Sagði honum, að svona færi fyrir köllum, sem ækju of hratt. Ég tók hann með mér í hegningarhúsið. Sýndi honum hvað yrði um þá, sem brytu lögin. Ég sýndi honum einnig ofdrykkjumenn og eitur- lyfjasjúklinga og sagði honum, að þetta væru endalok þeirra, sem byrjuðu að drekka eða taka pillur. Svo nú er hann vitlaus af hræðslu. Hann er hræddur við að aka of hratt, hræddur við að brjóta lögin, við að drekka Ofr taka eitur. Er þetta slæmt?“ Mér fannst það allt annað en slæmt. Ég sagðist ætla að muna eftir að gera þetta við Pudge, þegar hann yrði eldri. Noddy glotti. „Mundu einnig eftir öðru tiL“ „Hvað er það?“ Hann lyfti loðinni, sterklegri hönd sinni. „Þessi er ennþá bezti kennarinn. Láttu konuna æpa eins og hana lystir. Notaðu hann.“ Við höfðum verið á austur- Ieið, og svartir skýjabólstrarnir hrönnuðust saman að baki okk- ar og skyggðu á sólina. Nú ók Noddy yfir ána eftir brúnni við Smithstræti, yfir járnbrautar- vagnastæðin, þar sem útsýni er í vesturátt yfir óreglulegar raðir verksmiðja og stáliðjuvera, ó- frýnilegra, eldspúandi skrímsla, sem tákna auðæfi Malls Ford. Ég horfði á rökkurkennda óveð- ursblikuna í vestri. Siðan leit ég í austurátt og í fjarska, við bugðu á margföldum járnbraut- arteinunum, gat ég greint tinda gamallar kolanámu eins og lands- lag á tunglinu. Mér varð hugs- að til Finelli, sem hafði látið lífið þarna á veginum, kippkorn frá þessari námu, og von vakn- aði með mér, en jafnframt ótt- inn við vonbrigði, svo ég svitn- aði. Noddy beygði skyndilega fyrir umferðina við brúarsporðinn og renndi sér niður nærri lóðrétta götu, sem lá niður í dalbotninn. Hann hemlaði látlaust, og við hentumst niður og upp úr götum í gamalli hellulögninni. Á báðar hliðar voru þéttar raðir húsa, gamalla, hrörlegra timburhúsa með helluþökum; þau voru öll kolsvört af áratuga sóti. Sum voru mannlaus, flekar negldir fyrir glugga neðri hæðanna, efri hæðirnar glerlausar með öllu, opnar fyrir regni og stormi. 1 öðrum hrærðist eitthvert líf, þótt varla væri hægt að tala um, að búið væri í þeim. Við enda götunnar var rusla- haugur, ein af þessum ólöglegu sorphrúgum, og teygði úr sér i grófgerðu grasi. Noddy þræddi eftir útjaðri hans og ók áfram í loftköstum eftir ósýnilegum stíg, sem eitt sinn kann að hafa verið notaður af hestvögnum og lá í átt til brúarinnar aftur. Þarna var hús, nærri týnt I skugganum milli brúarstólpanna. liklega hafði það áður verið bóndabær, á þeim dögum er korn óx í þessum frjósama jarð- vegi í stað gjalls og járnbrautar- teina. Nú var það ekkert. Það var ekki einu sinni hús, í raun og veru. Aðeins gleymdur kofi, sem enginn nennti að rífa. En það var fólk I honum. Noddy stöðvaði bílinn. „Láttu mig hafa orðið,“ sagði hann. „Þú átt bara að vera kunning- inn, sem ég tók með mér, og þú varðst fyrir slysi. Og reyndu ekki að hafa við þessum kónum í drykkju. Ég veit ekki, hve vel þú þolir vin, en það er ábyggi- lega ekki nóg. Sammála?" „Þú ræður,“ sagði ég. Við fórum út. Noddy tók annan kútinn úr aftursætinu og læsti bílnum vandlega. Siðan gengum við í átt til hússins. Umferðar- drunur heyrðust af brúnni fyrir ofan. Skiptivagn vældi á vagn- stæðunum, og langdregið skrölt var endurtekið nokkrum sinnum, þegar tómum vögnum var rennt til. Það var nærri aldimmt. Fjór- ir menn komu á móti okkur, sparkandi tómum niðursuðudós- um, sem lágu á víð og dreif um jörðina utan við dyrnar þeirra. Noddy kynnti okkur. Suby, Cotter, Jellyhead, Sligh. Andlit þeirra voru ógreinileg í daufri Ijósskímunni. Þeir voru mismun- andi stórir, en allir jafn saman- skroppnir og kengbognir, skyrtur þeirra pokalegar, buxurnar héngu á þeim eins og þeir væru gerðir úr kústsköftum. Flestir sýndust mér þeir vera gráhærðir en óger- legt var að dæma um, jafnvel eftir röddum þeirra, hvort þeir væru ungir eða gamlir. „Jesús, við héldum, að þið væruð löggan. Hey, hvað hef- urðu þarna?" „Þessi tíkarsonur lét henda mér út, þegar ég kom til hans. Var það ekki Noddy? Tíkarson- ur.“ „Ég þarf að reka mitt fyrir- tæki, Jellyhead. Við skulum semja frið. Sjáið, hvað ég færði ykkur.“ „Ókeypis? Fyrir ekkert?" „Fyrir ekkert. Fínasta rauða vino.“ Hann hristi kútinn. „Höld- um veizlu." „Hey,“ sagði sá, sem kallaður var Cotter, tortryggnislega. „Hvernig stendur á að þú ert allt í einu orðinn svo gjafmildur? Þú lætur aldrei neitt ókeypis." „Nei, það er víst ekki. Hvað oft hefur þú sofið I bakherberg- inu hjá mér, ha? Og hvað oft hef ég splæst á þig sopa, þegar þú varst veikur og áttir ekki fyrir honum?“ „Einn lúsarlegan sopa,“ sagði Jellyhead, ósáttfús. „Þá það,“ sagði Noddy. „Þá það.“ Hann sneri við. „Komdu kunningi, við skulum drekka úr kútnum okkar annars staðar." Óðara höfðu þeir gripið til hans, og Cotter sneri sér við og sparkaði I Jellyhead. „Haltu trantinum á þér sam- an," sagði hann. „Hví skyldi okk- ur ekki vera sama? Þetta er vin, er það ekki? Og það er ókeypis, er það ekki?“ Noddy leit á mig. „Jæja, hvað segir þú, kunningi? Eigum við að vera?“ „Auðvitað,“ sagði ég. „Hvers vegna ekki?“ Noddy gekk upp að húsinu og settist á jörðina, með bakið við húsvegginn. Ég settist við hlið hans á grjóthelluna, sem var höfð fyrir dyraþrep. Hurðin að baki mér hékk hálfopin á ann- arri löminni eins og hún væri föst þannig, og ég efaðist um, að hægt væri að loka henni. Það var dimmt fyrir innan, en þó ekki svo, að ekki væri unnt að greina húsgögn, ef einhver væru. Þau voru engin að frá- skildum nokkrum kössum og ýmsu óþverrarusli á gólfinu. Út barst súr þefur af músum, fúa og blautu kalki. Ég braut heil- ann um, hvað í veraldarósköpun- um gæti fengið mannveru til að lifa þannig og þá sá ég, hvernig þessir fjórir menn settust á hækjur kringum Noddy og horfðu á hann taka tappann úr kútnum. Maður gat nærri séð augu þeirra ljóma og tungui’n- ar lafa, og ég hugsaði til Harold Francis, þar sem hann sat hreinn, mettur og vel settur, for- mælandi af óánægju og þráði að komast hingað hverja stund. Mér var það enn óskiljanlegt Kúturinn gekk á milli. Um glös var ekki að ræða. Það var sopið og stúturinn þurrkaður hátfðlega ► FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.