Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 12
með hendi eða á skyrtuermi og vinið rétt þeim næsta. Við sát- um þarna i hlýjunni, það varð dimmt, og ljósin voru kveikt í borginni, nógu fjarlæg til þess að vera falleg án þess að vera áleitin við okkur. Umferðin minnkaði um brúna. 1 hlíðar- slakkanum bak við okkur var út- varpstæki í gangi og barnungi grét hátt og skerandi. Það var hræðilegt hljóð. Að minnsta kosti virtist mér hræðilegt til þess að hugsa, að börn væru fædd og alin upp í þessum rottu- holum. Einhver, hugsaði ég, ætti að koma með eldsprengjur og sóttvarnarlyf og kústa og hreinsa þessa óþverrabletti af borginni, opna þá og hleypa inn sólskini. Við ættum að skammast okkar, hugsaði ég, að láta svona hverfi afskiptalaus ár eftir ár. 1 fyrstu hallaði ég aðeins kútn- Um, án þess að súpa á, en eítir stundarkorn var þetta allt farið að taka á taugar mínar. Ég saup drjúgan sopa af súru glundrinu Óg treysti því að áfengið réði Við sýklana. Þetta virtist ekki koma að neinu haldi, svo ég tók tvo, þrjá í viðbót. Mennirnir sátu á hækjum sér á jörðinni og reyktu vindlinga okkar af græðgi, ógreinilegar manna- myndir á dimmum fleti. Raddir þeirra voru samfeild, þýðingar- laus þvæla, óþverri og tilgangs- Jaust raus. Þ>eir voru nú farnir að hlæja oft, orðnir kátir, Skemmtu sér vel. Ég var orðinn jreiður Noddy fyrir að hafa dreg- ið mig hingað. Eidingum var Íarið að brégða fyrir í skýja- lykkninú í vestri og þrumur leyrðúst. Mér sýndist stormur- ínn vera að færast til norðurs Óg varð feginn því, að ekki myndi rigna á okkur hér. Ég þefði nauðugur leitað skjóls í þessu húsi. Noddy stóð upp. Ég ætlaði einnig að standa á fætur því mig fýsti burt, en hann ýtti tnér harkalega niður aftur. „Sittu kyrr,“ sagði hann. „Ég skal ná í hann.“ Hann opnaði bílinn og kom með hinn kútinn og drykkjan hófst að nýju. Ég vissi, að ég yrði að fara variega, en það varð ékki haldizt við þarna alisgáður. Rauð, gul bg græn augu umferð- armerkjanna ljómuðu. Ég horfði á sporið skiptast og það fór að hvína í teíhunum og síðan þaut lestin framhjá með gný miklum og þeim sérstöku töfrum, sem lestar búa yfir, þyt í hjólum og glampa í upplýstum gluggum í næturmýrkrinu, siðan, hátt tryllt bergniál, sem deyr út. „... Þeir börðu Harry Francis," var Suby að segja. „Víst gerði ég það. Ég var að fara yfir tein- ana þarna niðri, og þá sá ég þessa náunga." „Hvaða náunga?" spurði Cotter. „Láttu okkur heyra það I smáatriðum, vinur. Allt saman." „Hvað kemur þér þetta svona mikið við?" sagði Jellyhead og rak fram hökuna. „Einhvern tíma," sagði Cotter, „ætla ég að skrifa bók.“ Enginn hló. „Hvernig í fjandanum ætti ég að vita, hvaða náungar það voru," sagði Suby. „Það var myrkur. Ég heyrði þá koma, hlæjandi. Ég faldi mig bak við „Mér er sama," sagði hann. „Mér er sama. Spurðu hvern sem er í strætihu. Þei'r segja þér það." „Er þetta satt?“ spurði Noddy og leit á Sligh og Cotter. „Ég býst við því,“ sagði Sligh og yppti öxlum. „Ég hef aldrei séð þá sjálfur, en þetta fréttist. Það er sagt, að þetta sé hópur af unglingsstrákum, sem koma -®g er yfir mig glaöur J6na, ég borgaöi BÍÖustu afborgunina af s jónvarpinu í dag* ..... .. jjáendur. ^'ramfarirnar eru örar og nú er svo komið aö gömlu sjónvörpin eru ekki nothæf lengur vagnaröð og beið þangað til þeir voru farnir. Svo sannarlega." Ég sat nú stífur á dyrahell- unni. En Noddy stjórnaði um- ræðunum, og ég hafði vit á að láta hann um það. „Fjandakornið Suby,“ sagði hann, „þú ert stór og sterkur. Við hvað varstu svona hrædd- ur?“ „Heyrðu nú,“ sagði Suby, skrækróma af gremju. „Ég frétti af þessum fuglum. Þeir hafa verið á ferðinni í allt sumar. Þeir lömdu Stef gamla Vorchek. Nóttina, sem ég sá þá voru þeir nýbúnir að berja Harry Francis. Mig langaði ekki að verða á vegi þeirra." „Uss,“ sagði Noddy. „Réttið mér kútinn, drengir. Ég verð að skola þessu niður." Nú var Suby að verða reiður. hingað til að skemmta sér. Þelr ráðast aldrei á ódrukkinn mann eða ef fleiri eru saman. En ef maður er augafullur, sjáðu til og einn síns liðs, þá — búmm!“ „Hæ,“ sagði Suby snögglega. „Hæ, vitið þið hvað?“ „Hvað þá?“ „Ég skal veðja, að þeir tóku Artie Clymer.“ Noddy bærði á sér við hlið mér í mýrkrinu, örlitið, og mér varð Ijóst, að Artie Clymer var orðið, sem hann hafði beðið eftir. XV. Nbddy laut áfram og rétti þeim vínkútinn. „Hver tók Artie Clymer?" spurði hann hvatskeytslega. „Hvað er með Artie? Heyrðu, ég hef persónulegan áhuga á þeim dreng.' Hann skúldár mér peninga. Honum er betra að týnast ekki.“ „jæja, hann hefur ekki sézt f þrjá daga,“ sagði Suby. „Það hverfur enginn orðalaust í þrjá daga.“ Noddy hló stórkarlalega. „Þú segir mér það,“ sagði hann. „Ég hef nú vitað af ykkur hverfa í þrjár vikur, ef þið dettið niður á birgðir einhvers staðar." „Það getur verið," sagði Suby með nokkrum virðuleika, „en það er annað. Artie bjó hjá okk- ur, svo ég veit það. Hann fór ekki burt. Hann fór í námuna," „Fór hann í námuna, hvað áttu við?" „Það sem ég sagði, hann fór i námuna. Hann ...“ Suby þagn- aði til að sinna kútnum og Cotter hélt áfram. „Námufélagið var nýlokið við að flytja burt þennan dag. Hvenær var það, Sligt? Hvaða vitleysa. Hvað er í dag?‘? Hann taldi á fingrum sér. „Laug, ardag. Það var á laugardags- kvöldið, og við vorum á því: Artie var pöddufullur. Harirí sagði, að gamla náman væri sneisafull af alls konar dóti og hann ætlaði að sækja það, áður en einhver annar næði því. Svo tók hann poka og fór.“ Cotter baðaði út höndunum. „Og síðaú ekki söguna meir.“ „Og leituðuð þið ekki að lion, um?“ spurði Noddy. „Jú, mikil ósköp. Daginn eftir eða svo, þegar hann kom ekki aftur. Við fundum hann ekki, og enginn hafði heldur séð hann, Við spurðum meira að segja skransalann, sem kaupir af okk- ur. Hann hafði ekki komið til hans.“ r 1 „Vitið þið hvað?" sagði Subý niðurbældri röddu. „Ég er viss um, að Artie gamli liggur á þessari stundu einhvers staðar í skurði og stirðnaður." , „Æ, hvaða fjári," sagði Noddy, „Þrjóturinn skuldar mér pen, inga. Ég ætla að leita að hon- um.“ Hann stóð upp og dró mig á fætur. „Komdu, vinur, við för- um og leitum að Artie. Ég ætlá að ná í vasaljósið í bílnum." i! „Vissulega," sagði Suby. „Vissú- lega. Við förum allir og leitum að aumingja gamla Artie.“ Við tíndumst upp í óreglulega röð, milli niðursuðudósanna og tómu kútanna. „Fari hann til fjandans," tuldr- aði Jellyhead. En hann kom einnig, nöldrandi. > Við leituðum að Artie Clymer þessa molluheitu nótt, við eld- ingar og þrumugný í norðrj meðan annað fólk í Malls Ford horfði á sjónvarp, fór í bíó eðq hélzt í hendur á veröndum sih.- um. Ég leitaði að Artie Clymer í rökum skurðum, fullum af ill- gresi og úrgangi, undir hlöðum af kreosótangandi járnbrautar- þverböndum, meðfram malár- kambinum við þjóðveginn, leið Framh. á bls. 42. 12 falkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.