Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 33

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 33
• Eva Braun Framh. af bls. 21. hamingju eða mikla sorg. Þar segir frá óvissu hennar, hræðsl- unni við að missa Hitler, og einmanaleikanum á þeim löngu tímabilum, sem Hitler var fjar- verandi. Hér birtast nokkur sýnishorn úr dagbók hennar: 11. febrúar: Hann kom 1 dag. Hann hafði hvorki með sér fallegan hvolp eða falleg föt. Hann spurði mig ekki einu sinni, hvort mig lang- aði ekki í eitthvað sérstakt á afmælisdaginn. Ég varð sjálf að fara í verzlanir til þess að kaupa eitthvað. Hálsband, hring og eyrnalokka fyrir fimmtíu mörk. Það voru fallegir hlutir. Ég vona, að honum finnist það líka. Ef svo er ekki, þá getur hann valið eitthvað betur fyrir mig sjálfur. 15. febrúar: Það lítur út fyrir að þetta sé að verða að raunveruleika með Berlín. En ég trúi því ekki fyrr en ég stíg sjálf inn í kansl- arahöllina. Það held ég að verði skemmtilegt... Ég þori ekki að vona neitt ennþá, en það væri dýrlegt, ef þetta lagaðist. Ég vona!!! 11. marz: Ég vildi óska þess, að ég væri orðin fárveik og losnaði við að sjá hann i átta daga! Hvers vegna gerist ekkert, hvers vegna verð ég að ganga í gegn- um allt þetta? Ó, bara að ég hefði aldrei hitt hann! Mér finnst ég vera að verða vit- skert. Ég verð að kaupa mér svefntöflur aftur, svo ég geti sofnað og geti hætt að hugsa. Mér er sama þótt djöfullinn komi og taki mig með sér niður. Það getur ekki verið verra þar en hér. 1. apríl: í gær borðuðum við saman á Vier Jahreszeiten. Ég sat við hiiðina á honum en hann sagði ekki orð í þrjá tíma. Þegar við kvöddumst, rétti hann mér peningaumslag, eins og venjulega. Það hefði verið skemmtilegt, hefði hann skrifað nokkur vinaleg orð með. En hann hugsar aldrei út í svoleiðis. 28. maí: Góði guð, ég verð hrædd, ef hann svarar ekki bréfi mínu í dag. Það getur enginn hjálpað mér, allt er eitthvað svo von- laust. Ef til vill hefði ég ekki átt að skrifa? En það er betra að þetta endi, því ekkert er eins hræðilegt og þessi voðalega óvissa. Góði guð, leyfðu mér að tala við hann í kvöld. Á morgun er það of seint. 35 töflur, það er nóg. Ef hann bara vildi hringja. Fimm og hálfu ári eftir að Hitler fékk sér kampavínið voru úrslitin ráðin. Herirnir streymdu að Þýzkalandi úr öll- um áttum. í stofum Berghof ríkti kyrrðin. Hitler virtist mjög taugaóstyrkur, þegar hann kom þangað í heimsókn Og Eva gerði sér grein fyrir því, hvað beið þeirra. Því fór hún til Beriínar, þangað sem Hitler og aðrir æðstu menn Þriðja ríkisins, voru og biðu úrslitanna. Ljós- myndarinn Heinrich Hoffmann hefur þetta eftir henni: — Þér vitið hversu bundin ég er Hitler. Hvað skyldi fólk segja ef ég sviki hann nú. Nei, ég stend við hlið hans, hvað sem verður. Þann 15. apríl 1945 kom hún inn í neðanjarðarbyrgi Hitlers. Hann kom fyrst með veik mót- mæli, en síðan gafst hann upp. Eva Braun var eflaust sú manngerð, sem einna bezt gat umgengist hinn sinnissjúka ein- ræðisherra og til að standa við hlið hans í sigrum og ósigrum. Aðfaranótt 29. apríl milli kl. 1 og 3 voru Eva Braun og Adolf Hitler gefin saman í hjónaband í kjallaranum undir kanslarahöllinni. Hitler vildi launa þessari konu, sem hafði staðið trygg við hlið hans í 15 ár. 35 klukkustundum síðar tók hún inn eitur, en Hitler skaut sig gegnum munninn. Þetta var endirinn á ástar- og sorgarsögu Evu Braun og þýzka einræðis- herrans Adolf Hitlers. HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120 fOSSlll (OKIS.XA bilaleiga ■nagnúsar skipliolti 21 símar: 2II90>2II8J Maukut (juðmndAMH HEIMAStMl 21037 FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.