Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 14
ÞESSI UIXIGA KONA
heitir María Kristanns er 11 ára gömul, og dvelur núna handan við hafið,
í Ameríkunni. Þessi mynd er tekin á Heimssýningunni í New York, en auðvit-
að fer enginn þangað án þess að skoða þessa feykistóru sýningu.
Clairol fyrirtækið sýnir á þessari sýningu 24 standard-hárliti, og þær kon-
ur, sem hafa áhuga á slíku, geta farið inn í herbergi með þar til gerðum spegl-
um, þar sem hár þeirra sýnist litað hverjum lit, og síðan valið úr, ef áhugi
og vilji er fyrir hendi.
i
STÆRSTA IVIIIMIXIISIVIERKI
sem nokkurn tima hefur verið gert mun verða af indíánahöfðingjanum
Crazy Hores. Það var byrjað að reisa það árið 1948, og höggvið út í
bjarginu við Mount Rushomore í Suður Dakóta í Bandaríkjunum. Það
verður að höggva sex milljón tonn af steini í burtu, áður en minnis-
merkið verður fullgert. Það verður 561 fet á hæð, og 641 fet á lengd.
Myndhöggvarinn, Korczak Ziolkowski, lítur á það sem ævistarf sitt að
fullgera þessa risastóru styttu, en hann vinnur aleinn að henni. Hann
reiknar með að verkið taki 35 ár. Nú er hann fimmtugur að aldri.
★
í heiivisókiv hja
IUAURICE CHEVALIER
Sá víðþekkti franski kvikmyndaleikari býr í glæsilegu ein-
býlishúsi skammt fyrir utan París. Hann hefur einu sinni
hleypt blaðamönnum inn á landareign sína, og við það tæki-
færi voru þessar myndir teknar. Hann á mikið af forngripum
og hstaverkum, sem setja skemmtilegan svip á íbúðina. Þegar
hann gaf blaðamönnum þetta leyfi þyrptust að sjónvarps-
menn hvaðanæva úr Evrópu, en gamli maðurinn sýndi þeim
allt svæðið, og var sjálfur leiðsögumaður.
Hinn 78 ára gamli kvennamaður er nýstaðinn upp úr mikl-
um veikindum, og sögðu læknar hans, að það hafi ekkert
bjargað honum nema hin takmarkalausa lífsorka hans. Eftir
öll veikindin brá hann sér í skemmtiferð til Bandaríkjanna,
Japan og um alla Evrópu.
Þrátt fyrir aldurinn er hann í fullu fjöri sem kvikmynda-
leikari og kvennamaður og geri aðrir betur.
14 FÁLKiNN
M 'ZT Vhmmum* | « Hb B n n 1 ^ f£t ).ö
Híii ij