Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 16
f AÐ var heitur dagur og járnbrautarklefinn var eftir þvi mollulegur; næsta stöð var Templecombe, en þangað var nærri klukkustundar ferð. Farþegarn- ir í klefanum voru lítil telpa, ennþá minni telpa og lítill drengur. Frænka, sem tilheyrði börnunum, sat í einu hornsætinu sem fjærst var gegnt henni, sat piparsveinn, sem var hinum með öllu óviðkomandi, en það voru telpurnar og drengirnir, sem lagt höfðu klefann undir sig. Frænkan og börnin héldu uppi samræðum sín á milli, á takmarkaðan, þrautseigan hátt, er minnti á áleitna húsflugu sem neitar að láta sér segjast. Flest viðmæli frænkunnar byrjuðu á „Ekki“, og næstum því allar athugasemdir barnanna byrjuðu á „Hvers vegna?“ Piparsveinninn sagði ekk- ert upphátt. „Ekki, Cyril, ekki,“ hrópaði frænkan, þegar litli tekið hendinguna tvö þúsund sinnum, viðstöðulaust. Hver sá sem það hafði gert, gat verið viss um að tapa veðmálinu. „Komið þið hingað og hlustið á sögu,“ sagði frænkan, eftir að piparsveinninn var búinn að líta tvisvar sinn- { um á hana og einu sinni á bjöllustrenginn. Börnin færðu sig áhugalaus í þann enda klefans, sem frænkan sat í. Eftir öllu að dæma var vegur frænkunnar sem sögumanns, ekki sem glæsilegastur * í þeirra augum. Hún byrjaði að segja frá. lágri trúnaðarröddu en börnin gripu látlaust fram í fyrir henni með háværum kesknispurningum. Þetta er framtakslaus og drep- leiðinleg saga um litla stúlku, sem var góð og varð allra vinur vegna þess hve hún var góð og var loks bjargað frá mannýgu nauti af ótai aðdáendum. „Myndu þeir ekki hafa bjargað henni, ef hún hetði drengurinn tók að berja sessurnar í sætunum og ryk- mökkur þyrlaðist upp við hvert högg. „Komdu og horfðu út um gluggann," bætti hún við. Barnið færði sig treglega út að glugganum. „Hvers vegna er verið að reka þessar kindur út af veginum?" spurði hann. „Ég býst við að það sé verið að reka þær í annað engi, þar sem er meira gras,“ svaraði frænkan dræmt. „En það er heilmikið gras á þessu engi,“ andæfði drengurinn; „það er ekkert nema gras þar. Frænka, það er heilmikið gras á þessu engi.“ „Ef til vill er grasið á hinu enginu betra,“ var heimskuleg uppástunga frænkunnar. „Hvers vegna er það betra?“ Hin óumflýjanlega spurning kom á svipstundu. „Nei, sjáðu kúna þarna! hrópaði frænkan. Þau höfðu séð kýr á hverju engi meðfram brautarteinun- um en hún talaði eins og væri hún að vekja athygli á sjaldgæfum grip. „Hvers vegna er grasið betra á hinu enginu?“ þrá- aðist Cyril við. Hrukkan í andliti piparsveinsins varð að ygglisbrún. Hann var harðgeðja, samúðarlaus maður, afréð frænk- an með sjálfri sér. Hún vaer allsendis ófær um, að komast að neinni viðunandi niðurstöðu um grasið á hinu enginu. Minni telpan dreifði nú athygli viðstaddra með því að fara að hafa yfir „Á leið til Mandalay“ Hún kunni aðeins fyrstu hendinguna, en hún nýtti kunn áttu sína til hms ítrasta. Hún endurtók hendinguna í síbylju, með dreyminni, en ákveðinni og mjög heyran- legri rödd; piparsveininum virtist eins og einhver hefði veðjað við hana um að hún gæti ekki endur- ekki verið góð?“ spurði stærri telpan. Þetta var nákvæmlega sú spurning, sem piparsveinninn hefði viljað bera fram.. ,Ja, jú,“ viðurkenndi frænkan magnþrota, „en eg held ekki að þeir hefðu hlaupið eins hratt tii að bjarga henni, ef þeim hefði ekki verið svona vel við hana.“ „Þetta er asnalegasta saga, sem ég hef nokkurn tíma heyrt,“ sagði stærri telpan af óhagganlegri sannfæringu. „Ég hætti að hlusta eftir fyrsta kaflann, hún var svo asnaleg," sagði Cyril. Minni telpan gerði enga athugasemd við söguna, en hún hafði fyrir löngu horfið aftur til endurtekning- anna á uppáhalds hendingunni sinni. „Þér virðist ekki eiga miklum vinsældum að fagna, sem sögumaður, sagði piparsveinninn allt í einu úr horni sinu. Frænkan snerist strax vígleg til varnar gegn þessari óvæntu árás. „Það er ærinn vandi að segja sögur á þann hátt, að börn bæði skilji og meti,“ sagði hún stirðlega „Ég er yður ekki sammála,“ sagði piparsveinninn. „Kannski þér vilduð reyna að segja þeim sögu,“ hreytti frænkan út úr sér. „Segðu okkur sögu,“ bað stærri telpan. „Einu sinni í fyrndinni," byrjaði piparsveinninn, „var lítil stúlka, Bertha að nafni, sem var óvenjulega góð.“ Augnabliksáhugi barnanna tók strax að dvína; all- ar sögur virtust hræðilega likar, sama hver sagði þær. „Hún gerði allt, sem henni var sagt, sagði alltaf satt, hélt fötunum sínum hreinum. át mjólkurgraut 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.