Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 15

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 15
TÍZKURIUAR MÆTAST . . . og báðar eru þær gerðar til augnayndis, og báðar eiga þær að túlka nútíðina. Tízkuframleiðendur keppast við að koma með nýjar hugmyndir, hvort heldur sem myndlist eða fatatízka á í hlut, allt er tízkunni háð. Hvenær skyldi annars koma af stað sú tízka að fólk láti ekki einhverja tízkufrömuði segja sér hverju' það eigi að klæðast, eða hvað því eigi að þykja fallegt? HÁSTÖKK eða hvað? Satt að segja vitum við ekki hvað stelling Ursulu Andress og Peters Sellers á að þýða, það eina sem okkur er kunnugt um, er að myndin er tekin við upptöku kvikmyndarinnar „Whats new, Pussycat". Eins og sjá má er Sellers í eins konar bítilsgerfi, en Ursula er íklædd kyrkislöngubúningi, og fnáske myndin eigi að tákna nokkurs konar undirbúning að kyrkingarathöfn.! liM 1930 . .. vai Jean Harlow. ein vinsælasta kynbomban í kvik- myndunum. Árið 1937 lézt hún aðeins 27 ára gömul. Nú hefur verið ákveðið að gera mynd um hina stuttu en viðburðaríku ævi þessarar leikkonu og sú sem fer með aðalhlutverkið er kvikmynda- hússgestum allkunn og heitir Carroll Baker. Mynd- in sýnir fr. Baker, sitjandi fyrir framan ljósmynd af Harlow sálugu. Flest tekur unga fólkið sér til fyrirmynd- ar nú til dags. Stúlkan á myndinni hefur gert sér lítið fyrir og apað eftir greiðsl- unni á hundinum, eða tíkinni (okkur er ekki kunnugt um hvort er, en samkvæmt svipnum að dæma, gæti þetta verið karl- hundur, kúgaður af eigintíkinni), eða hef- ur hundurinn, eða tíkin máske hermt eftir stúlkunni. Það skyldi þó ekki vera. C. C. I ERFIÐliM SKÓLA Það þarf engum að segja, að vegir listanna eru torgengir, og margt óvænt getur komið fyrir, áður en markinu er náð. Hún var mjög ánægð með samning sem hún skrifaði undir hjá amerísku kvikmyndaveri, og hún var ánægð með mótleikarann, Rock Hudson. En hún vissi það ekki, fyrr en upptakan átti að fara að byrja, að þar sem leikstjórinn var ekki ánægður með neitt nema raunveru- leikann, þá urðu krókódílar þeir, slöngur og skordýr, sem fram koma í myndinni að vera raun- véruleg, og sólríki Flórídaskagi var gerður að köldu og ömurlegu umhverfi. En hún tók þessu öllu með jafnaðargeði, og brosandi óð hún vatn og drullu í mittishæð. Ef einhver hefur áhuga, þá er líklega rétt að taka það fram, að myndin heitir „Með bundið fyrir augun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.