Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 19
sinnar fyrr en þrem tímum síðar, og margt skrifstofufólk ekki fyrr en fjórum. Og flest af þessu fólki fer ekki á fætur fyrr en svo að það komist í tæka tíð til vinnunnar. En svo notar það líka kvöldið þeim mun lengur fram eftir. Það hef- ur smámjakast aftur á sólar- hringnum. Húsbændur þessir segja að það þýði ekki að opna verzlanir og skrifstofur fyrr. Viðskiptavinirnir sofa líka. En ef til vill væri reynandi að loka skrifstofunum fyrr, og sjá hvort búmannsklukkan hefur verið notuð, þá hefur hún hrif- ið. Og það væri alls ekki úr vegi að nota hana í kaupstöð- unum hér á landi, eins og víða er gert í sveitinni. Því að sá missir mikils sem ekki þekkir morguninn. Það er svo um sumt fólk að það notar morguninn og fer snemma á fætur, þó að það þurfi ekki að fara til vinnu fyrr en síðar. En þetta fólk er of fátt. Meiri hlutinn notar kvöldið, seilist til elli dagsins og spillir eigin æsku. 2. OKTÓBER 1942 „Orðið „þegnskapur“ heyrist oft nefnt í ræðu og riti nú á dögum — oftar en nokkru sinni áður. En verknaðurinn, sem orð- ið lýsir — hvar er hann? Sjaldnast hefur minna borið á honum en einmitt nú. ( Einn er sá þegnskapur sem allar þjóðir heimsins, þær sem Öú eru í stríði, verða að sýna. tær verða að vinna meira en áður — og þær verða að spara. ílvernig eru þessar greinar þegnskaparins ræktar hjá oss? Vinnum við meira en áður? Það má heita víst, að meira I unnið í landinu en áður, egna þess að færri ganga at- vinnulausir. En hins vegar læt- ur fjöldi fólks sér nægja að Vinna styttri tíma en áður, alveg eins og engin þörf væri á meiri vinnu, en af hendi er leyst. Það er almennt hrópað á styttingu vinnutímans; En innan um þau hróp heyrast önnur, sem virðast benda á, að skortur sé á vinnuafli í landinu — að meira þurfi að vinna. Síldarbræðslurnar, sem mala milljónir, gátu ekki starf- að af fullum krafti, vegna fólksleysis. Bændurna vantaði fólk til heyvinnu, svo að talað var um að fækka yrði kvik- fénaði í stórum stíl í haust. Vegaviðhald og — viðauka var ekki hægt að framkvæma í þeim mæli sem til stóð. Og fleira mætti nefna. Vinnum við fyrir lægra kaupi en áður? Um það þarf engan að spyrja, allir vita það. Vinn- an er betur borguð nú en nokkru sinni áður, nema þá helzt vinna opinberra starfs- manna og fastra starfsmanna einkafyrirtækja — fólksins, sem þurft hefur að menntast undir lífsstarfið. Góður afla- hlutur á síldarvertíðinni jafn- gildir meðalárskaupi skrifstofu- manns í Reykjavík. Spörum við? Ónei. Þeir eru að vísu margir — auk hinna svonefndu stríðsgróðamanna, — sem hafa svo miklar tekjur að þeir leggja upp. En þeir eyða fyrir því — allir eyða í óhófi, nema gamla fólkið, sem lifir ævikvöldið af lífeyri hins opin- bera. Það hefur ekkert af ensku eða amerísku peningaflóði að segja. Það verður að spara. En hinir spara ekki. Þeir sýna ógengd. Enda er ísland víst um það bil eina landið í veröldinni, sem hefur allt á boð- stólum, sem hugann lystir — nema kannski nauðsynjavörur, eins og t. d. skóhlífar, því að það þykir hentugra, að hundrað manns verði rakir í fæturna, en að einn bifreiðareiganda vanti gúmmí á lúxusbílinn sinn. " Hvfiiz FÉk'KSTa Peíí/9 4-nt&or ? | HALLUR SÍMONARSON skrifar um | Slemmusagnir eru góður mælikvarði á hve samspilaðir félagar (makkerar) eru og nú á dögum tækninnar eru sagnir þýðingarmesta atriðið í bridge. Flestar slemmur krefjast raunhæfra upplýsinga milli spilaranna svo þeir fái að vita sem mest um spil hvors annars. Lítum á spilið hér á eftir: A V ♦ * Á-D-G-7-6 8-4-3 K-3 Á-D-9 A 10-9 A 8-4-3-2 V G-7-6 VK-D- 10-9-2 ♦ G-10-8-7-4 ♦ 5-2 * 10-7-3 * 5-2 A K-5 V Á-5 ♦ Á-D-9-6 * K-G-8-6-4 Sagnir: Suður Vestur Norður Austur 1 A pass 2 A pass 3 ♦ pass 4 A pass 4 V pass 5 ♦ pass 5 A þass 7 A lok Vestur spilaði út tígulgosa. Þessar sagnir áttu hinir þekktu, ensku tvíburar Robert og Jame? Sharples. Allar sagnir voru eðlilegar nema fyrir- stöðusagnirnar, sem voru nauðsynlegar til að sýna ákveðin spil. Suður opnaði á einu laufi, sem merkir lauflit, og tveggja spaða sögn Norðurs var slemmutilraun. Suður vissi þá þegar, að slemma var í spilinu þar sem hann sjálfur hafði góða opnun. En hann vissi ekki í hvaða lit slemman ætti að vera — eða hvort grand reyndist bezt. Hann sagði því þrjá tígla til að sýna hinn lit sinn, sem um leið gaf þær upplýsingar, að laufliturinn, sem hann hafði sagt fyrst, væri lengri. Norður sagði nú frá laufastuðningi sínum og þar með var sá litur ákveðinn sem tromp. Og nú þurfti að segja frá fyrstu og annarri fyrirstöðu. Suður sagði fjögur hjörtu og gaf þar með upp hjartaás (keðjusögn) og Norður sagði frá tígulkóng með því að segja fimm tígla. Suður sagði frá spaðakóng sínum og Norður tók það sem tilraun í alslemmu og sagði sjö lauf. Það var einfalt fyrir Suður að vinna sögnina. En tvennt er athyglisvert við spilið. Blackwood er ekki notaður og tvíburarnir komust í óhnekkjandi alslemmu á aðeins 33 punkta — og þar sem tvo kónga vantaði. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.