Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 20
Hver var svo Eva Braun? Myndar- legur, ljóshærður táningur, með dúkkuandlit og blá augu. Ekki mjög greind en þægileg og alger- lega áhugalaus um stjórnmál. í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar vissu engir um Evu Braun, en hún var lofuð þýzka einræðisherranum Adolf Hitler. Hann hafði verið kenndur við hinar og þessar konur, en hún var aldrei nefnd í því sambandi. Hún vann á ljósmynda- stofu Hoffmanns, og þangað kom Hitler oft. í 23 myndaalbúmum og einni dagbók er margt að finna um samband þeirra, en myndirnar eru flestar teknar af henni sjálfri, myndirnar eru vel teknar, en dag- bók hennar er ekki eins vönduð, því stílisti var hún lítill. í fyrstu albúmunum eru myndir af henni sem barni, en síðan kemur frá sambandi þeirra, — t. d. er þar að finna fyrsta blómið sem hann sendi henni, þurrkað. Svo eru myndir af þeim í alls konar stell- ingum, með börn eða hunda í kringum sig. Síðustu bækurnar eru síðan vönduð heim- ildarrit, sem sýna Ijóslega, að Eva Braun var „kona Þriðja ríkisins“. Þessar bækur geymdi hún í læstum skáp í húsi Hitlers í Ölpunum, en þær voru fundnar af amerískri lögreglu, stuttu eftir að hún hafði deilt örlögum sínum með Hitler í Berlín árið 1945. Dagbókin segir, að samband þeirra hafi byrjað árið 1930 þá var Hitler 41 árs, en hún 19 ára. Þau hittust fyrst á ljósmyndastofu Heinricks Hoffmann í Munchen. Hitler var á hraðri leið upp framabrautina, og um allt Þýzkaland var talað um hann, bæði vel og illa. Hoffmann var einn af fyrstu aðdáend- um og samstarfsmönnum Hitlers, og í þakk- lætisskyni gerði Hitler hann að einka- Ijósmyndara sínum. Dag einn árið 1930 hafði Hitler mælt sér mót hjá Hoffmann. Þegar hann kom inn í fordyrið kom hann auga á unga og laglega stúlku, sem sat á bak við ritvél og leit hann aðdáunarfullu augnaráði. Hoffmann hafði sagt henni, að Hitlers væri von, og hún hafði gert sig til, en hún farðaði sig ekki, enda hafði Hitler viðbjóð á slíku. Hitler gekk hratt inn á skrifstofu Hoff- manns, og það fyrsta sem hann spurði um, var það, hver þetta væri frammi. Hann svaraði, að það væri einkaritari sinn. Daginn eftir sendi Hitler henni blóm- vönd og persónulegt bréf. ýildi hún hitta hann? Já, það vildi hún. Hver var svo Eva Braun? Laglegur, Ijóshærður táningur með brúðuandlit og blá augu. Ekki mjög greind, en þægileg og algerlega áhugalaus um stjórnmál. Þetta var kvenmaður fyrir Adolf Hitler. Hann var leiður á konum, sem skvöldruðu um hluti, sem honum fannst þær ekki hafa vit á. Eva Braun var ekki þannig. Hún var ung, verðandi kona, sem þráði tryggð. Því hefur verið haldið fram um Evu Braun, að hún hafi verið sænsk. Hún var af sænskum ættum, en fædd í Bæheimi og af lágsettu millistéttarfólki. Foreldrar hennar voru ekki hrifnir af sambandi hennar við Hitler, en hún skipti sér ekki af því. Hitler var að ýmsu leyti háður henni, en hann lét ekki mikið á því bera. Og ef hann skipti sér eitthvað af öðrum konum, þá svaraði hún með sjálfsmorðstilraunum. Hitler óttaðist opinbert hneyksli, svo hann Samband þeirra einkenndist af miklum leikaraskap á köflum. í návist annarra kallaði hann hana náðugu ungfrú, og kyssti hana á hendina. Hversu margir eru það, sem muna eftir Evu Braun? Hún var ástkona Adolfs Hitlers í 15 ár, en það vissi varla nokkur maður fyrr en í lok styrjaldarinnar. En það vissi allur heimurinn, að Eva Braun og Hitler gengu í hjónaband 30. apríl 1945.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.