Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 27
' Klukkan hálfátta um kvöldið fer hún
heim frá kvikmyndaverinu til hins
smekklega húss, sem foreldrar hennar
eiga í Lundúnum. Húsið liggur nokkuð
langt frá alfaraleið, þannig að hávaðinn
frá Lundúnaumferðinni, sem þykir ekki
fýsilegur, heyrist eins og í fjarska.
Stór arinn hitar eina dagstofuna, þar
sem fjölskyldan situr oft á kvöldin.
Þau borða venjulega klukkan hálfníu,
en Hayley fer að hátta klukkan tíu, —
að minnsta kosti ef hún á að vinna dag-
inn eftir.
— Það er nefnilega svo vont að vinna
syfjuð, útskýrði hún fyrir forvitnum
blaðasnáp, og sá spurði ekki mikið
meira.
Herbergi hennar er annars eins og
táningaherbergi gerast. Þar er gler og
postulínsglingur, plötuspilari og transis-
torútvarpstæki, sem hún stillir gjarnan
á Luxemborg. Hún er mjög gefin fyrir
dægurlög.
— Ég safna plötum, segir hún, — ég
veit ekki einu sinni hversu margar
ég á, en þær skipta hundruðum.
Hayley hefur sjálf sungið
inn á plötu. Þegar hún var
eitt sinn í New York
söng hún inn á tólf
laga plötu þar sem
lagið Lets get toge-
ther var efst á blaði,
en það lag hlaut
heimsfrægð og met-
sölu. Henni finnst þó
sjálfri, að hún hafi alls
ekki góða rödd.
Hennar mestu
uppáhaldssöngv-
arar eru Johnny
Mathis, Frank
Sinatra, Harry
Belafonte, Peggy
Lee, Helen Saph-
Framh. á bls. 35.