Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 26
HAYlfY MILLS
Símahringing um miðja nótt í
Lundúnum. Það var í húsi John Mills,
sem er einn af fremstu kvikmyndaleik-
urum Englands og konu hans, rithöf-
undarins Mary Hayley Bell. John vakn-
aði og fálmaði svefndrukkinn eftir sím-
anum.
— Halló, hver er það?
— Get ég fengið að tala við Hayley?
— Við hvern? spurði John ergileg-
ur. Og hver eruð þér, með leyfi?
Bara einn af aðdáendum hennar. Ég
sá .Foreldragildruna“, og ég ætla aðeins
að segja henni. að hún var alveg skín-
andi.
— Um þetta leyti nætúr?
— Hvað með tímann? Klukkan er 9,
er það ekki?
— Auðvitað er klukkan 9, en ég er
í Lundúnum, hér er klukkan 2, rumdi
herra John.
Símaupphringingar um miðjar nætur
er eitt af því sem foreldrar Hayley
Mills verða að þola hennar vegna. Með
sitt skrýtna nef, með sitt ljósa pönnu-
hár, með sitt slétta andlit og með sína
frökku framkomu hefur hún náð einna
lengst Englendinga í kvikmyndaheimin-
um. Walt Disney sagði um hana nýlega,
að hún væri stærsti fundur sinn í 25 ár.
Þau 3 eða 4 ár, sem Hayley Mills
hefur stundað kvikmyndaleik hefur hún
náð miklu meiri frægð heldur en faðir
hennar á 30 árum. Vikulega fær hún
7000 bréf frá aðdáendum og allan sólar-
hringinn verða foreldrar hennar að
svara í símann aðdáendum frá ólíkleg-
ustu hlutum jarðar, eftir að amerískt
vikublað var svo óforsjált að gefa upp
heimilisfang Mills-fjölskyldunnar. En
nú hafa þau flutt, og séð svo um, að
það fréttist ekki um heimilisfang eða
símanúmer.
— Hvað sem þið annars eruð vísir
til að gera, segir faðir hennar við blaða-
menn — þá verðið þið að þegja um
heimilisfang okkar.
Og hann veit af biturri reynslu hvað
myndi koma fyrir, ef það fréttist hvað
þau búa nú. Það var til dæmis fimmtu-
dagskvöld eitt, þegar fjölskyldan fékk
sér bíltúr út i sveit, þar sem þau eiga
sumarbústað, að þegar þau komu í sjón-
færi við bústaðinn urðu þau að snúa
við, vegna hundruða táninga, sem höfðu
safnazt þar saman, og biðu eftir Hayley.
Ennþá verra var það þó, þegar eldri
systirin, Juliet, gifti sig. Brúðkaupið átti
að fara fram í kyrrþey í sveitakirkju
rétt hjá sumarbústaðnum. En það frétt-
ist, og þúsundir forvitinna streymdu
að.
— Þegar við komum út úr kirkjunni
gátum við tæplega komizt út á veginn
fyrir fólki og bílum, sagði John. — Og
svo þyrptist margt af þessu fólki inn í
húsið, en ég þekkti nú ekki helminginn
af því. Og boðin voru þau áreiðanlega
ekki.
Gestirnir voru ekki sérlega prúðir í
þessari veizlu og daginn eftir var
Oskarsverðlaunastytta sú, sem Hayley
hafði hlotið horfin.
Styttan skilaði sér til allrar hamingju
aftur, og var það betur. Hún er ein af
mörgum verðlaunum, sem hinn munn-
hvati táningur hefur hlotið, síðan fyrsta
mynd hennar, hún sá það, hlaut fyrstu
verðlaun á kvikmyndahátíð í Berlín.
Oskarsstyttuna hlaut hún fyrir leik sinn
í „Pollyanna“ sem margir hafá séð hér
í Gamla Bíó.
Hayley Mills er vafalaust mesta
barnastjarna, sem kvikmyndaheimurinn
hefur þekkt, síðan Shirley Temple og
Freddie Bartholomew liðu. Hún fyllir
kvikmyndahús frá Singapore til San
Francisco, og „Foreldragildran“ ein skil-
aði 10.000.000 kr. gróða fyrir Walt
Disney.
Blaðamenn töluðu við Hayley þegar
verið var að kvikmynda „Börn Grants
skipstjóra" þar sem hún lék eitt af aðal-
hlutverkunum.
— Er þetta ekki dásamlegt, sagði
hún. — Hugsið ykkur ef ég gæti slegið
Soffíu Lóren og hinar allar út. Ég meina,
það væri merkilegt, finnst ykkur það
ekki? Og hugsið ykkur, ég er búin að
slá pabba við, og þó hefur hann leikið
í 30 ár...
Svona talar hún raunverulega .. . með
undrunarhrópum, upphrópunum og orð-
in streyma frá henni eins og loftbólur
frá kampavínsglasi.
Samræðuform hennar stendur saman
af „Ih“ og „Nei“ og allt í einu á hún
ekki orð til vegna undrunar en á næsta
augnabliki „stingur hún rækilega upp í“
þann, sem kom henni út af laginu.
Þegar Börn Grants skipstjóra var
kvikmynduð var ungur meðleikari
hennar kynntur fyrir henni.
— Þú ert ekkert sérstaklega sætur,
sagði Hayley. En hún var ekki fyrr
búin að segja þetta en hún greip fyrir
munninn og hrópaði: — Ó, guð, nú hef
ég ennþá einu sinni talað af mér
Hún hefur sérstaka hæfileika til þess
að tala af sér, en fólk fyrirgefur henni
það fljótt. En hún veit vel sjálf, að þó
að henni sé fyrirgefið þetta nú, þá verð-
ur hún einhvern tíma fullorðin, og þá
verður kannski ekki eins auðvelt að fá
fyrirgefningu.
Hayley Mills varð 19 ára í apríl sl.
Hún er í meðallagi há og breytingunni
úr barni í konu er nú að ljúka. Eitt af
mörgu, sem hún hefur andstyggð á, er
fólk, sem segir: Hvar er hún litla sæta
Pollyanna? Henni fannst gaman af hlut-
verkinu, á meðan hún var að leika það,
en henni finnst ekki alltaf gaman, að
vera kennd við þetta súkkulaðiandlit,
sem þeir sem sáu Pollyönnu minnast.
Hún vill hætta að vera barnastjarna,
og vill verða talin leikkona. Og
henni fannst það frekleg móðgun við
sig, þegar útvarpsfyrirtæki eitt vildi
láta hana svara spurningunum í barna-
þætti um Andrés Önd og dúkkur fyrir
tveimur árum. Hún er hætt að hafa
áhuga á slíku, og nú er helzta áhuga-
mál hennar smáhestur einn sem hún
á og kallar Beauty, dægurlagaplötusafn,
þar sem Elvis Presley ber lang hæst,
og ósk um að eignast gamlan bíl.
Hayley verður að fara á fætur
klukkan 6 á þeim morgnum, sem hún
á að fara í kvikmyndaverið.
— Ég á mjög erfitt með að vaka,
segir hún, en þegar maður loksins er
kominn á fætur þá er það alls ekki
svo slæmt.
Á morgnana færir móðir hennar henni
tebolla, eins og siður er á Englandi.
Hayley notar mjólk, en ekki sykur.
— Sykur er nefnilega fitandi, segir
hún. Enn eitt dæmi um það, hversu
alvarlegum augum hún lítur á tilveru
sína.
Flesta leikstjóra dreymir um að fá
Hayley til að leika í mynd hjá sér. f
mesta lagi hefur þurft þrjár upptökur
fyrir sama atriðið, en oft hefur ein
dugað. Hayley lítur ekki á gamanhlut-
verk sín sem list. miklu frekar skemmt-
un. Ef henni væri skyndilega sagt að
yfirgefa kvikmyndaverin myndi hún
fara án' þess að hika, — og fara til
hestanna sinna.
Hayley finnst ákaflega gaman að
hestum. Þegar hún var barn var það
æðsti draumur hennar að verða fræg-
ur knapi, og hún er stöðugt að bolla-
leggja hvernig hún geti sett upp sína
eigin kynbótastöð.
26 FÁLKINN