Fálkinn - 27.09.1965, Síða 15
Dr. Helgi P. Briem,
amhassador.
— Kanntu boð'orðin tíu?
— Ja, ég held ég kunni þau
enn.
Helgi fer með boðorðin í
réttri röð og bætir svo við:
— En viltu hafa annað boð-
orðið með? Lúther sleppti því
nefnilega, en hlutaði aftur á
móti tíunda boðorðið sundur
svo að rétt tala kæmi út. En
annað boðorðið hjá Moses var
á þá leið að gera ekki mynd
af neinu því sem skapað er á
himni eða á jörðu. Og við
þetta halda Múhameðstrúar-
menn enn.
— Fyrst þú kannt boðorðin
svona vel, ferðu þá daglega
eftir þeim?
Ég verð að játa að ég fer
ekki eftir ’ eim öllum og fellst
ekki á að það sé alltaf synd-
samlegt að brjóta. Ég á þar
við boðorðið um hvíldardaginn.
Meining þess var þannig að
maður mætti bókstaflega ekk-
ert gera á hvíldardögum. Þegar
á dögum Krists var þetta boð-
orð orðið svo mikil spennitreyja
að Gyðingaþjóðin virtist frem-
ur hafa orðið til vegna þess en
það vegna hennar. Enda braut
sjálfur Kristur það þegar hon-
um sýndist, t. d. þegar hann
sagði: „Tak sæng þína og
gakk.“
— Þú ert þá ekki skilyrðis-
laust á móti því að boðorðin
séu brotin?
— Nei, ekki þótt brotið sé
á móti bókstafnum. Eiginlega
finnst mér boðorðin tíu vera
heldur gamaldags framsetning
siðrænnar breytni og hugar-
fars. Ég hallast fremur að boð-
skap Krists um að „elska ná-
ungann eins og sjálfan sig“ og
„það sem þú vilt að mennirnir
geri yður skuluð þér og þeim
gera.“
Boðorðin eru upprunalega til
orðin til þess að vernda Gyð-
ingaþjóðina fyrir reiði guðs.
Gyðingatrúin þekkti eiginlega
ekki einstaklings siðgæði (sem
verður að miða við meiningu
og aðstæður). Hún hafði eins
konar heildar siðgæði, siðgæði
fyrir þjóðina í heild eða fyrir
ættina. í gamla daga var þetta
eins hjá okkur.
— Þú reynir þá fremur að
miða þitt líf við kenningu
Krists en boðorðin?
— Já, ég tek ekki boðorðin
hvert fyrir sig. Það er einhvern
veginn orðið sjálfsagt að stela
ekki og drýgja ekki hór. Þetta
er orðið að siðrænu lífsviðhorfi.
Og það var margt merkilegt í
okkar fornu drengskaparhug-
myndum, þótt þar væri mórall-
inn settur fram í öðru formi en
hjá Gyðingum.
Magnús Kjartansson.
ritstjóri
— Spurningin er, Magnús,
kanntu boðorðin tíu?
— Ég held ég kunni þau
ékki, geti ekki farið með þau
orðrétt í réttri röð, en efni
þeirra þekki ég, hvað í þeim
felst.
— Viltu fara með nokkur
sem þú manst?
— Minnisstæðast er mér:
þú skalt ekki stela, og ættum
við að hafa það hugfast hér á
þessu landi. Svo er: Þú skalt
ekki mann deyða, heiðra skaltu
föður þinn og móður, þú skalt
ekki drýgja hór, og ef ég man
rétt eru einhver sem mæla gegn
ágirnd. Fleiri hirði ég ekki um
að rifja upp.
— Reynirðu að lifa eftir boð-
orðunum?
— Það er ekki svo að maður
hafi þau fyrir mælikvarða á
daglegt líf svona vitandi vits.
En hinar kristnu siðgæðishug-
orðunum eru af þessum toga
spunnar. Nægir að tilfæra
þar útlistun hans á 8. boð-
orðinu: Þú skalt eigi bera
'ljúgvitni gegn náunga þín-
um.
Hvað er það? Svar:
„Vér eigum að óttast og
elska Guð, svo að vér eigi
ljúgum ranglega á náunga
vorn, svíkjum hann, baktöl-
um hann né ófrægjum, held-
ur afsökum hann, tölum vel
um hann og færum allt til
betri vegar.“
Með það í huga, sem hér
að framan greinir, leyfi ég
mér að setja fram eftirfar-
andi niðurstöðu:
Boðorðin hafa svo langt
sem þau ná fullt gildi. Þau
eru öll túlkun á vilja Guðs
— eða ákveðnum lífslögmál-
um, ef einhver vill fremur
orða það þannig — og það
leiðir til meiri og minni ó-
heilla að virða þau að vett-
ugi. Rísa gegn anda þeirra.
Rúmsins vegna tæpi ég
rétt á tveim dæmurn.
Vér höfum fullan skilning
á gildi hvíldardagsins. Und-
anfarna áratugi hefur þeim
dögum verið fjölgað og reynt
að tryggja þá með ýmsu
móti af hálfu löggjafans.
Margir kunna aftur á móti
að draga í vafa að nokkur
ástæða, hvað þá nauðsyn, sé
til að halda hvíldardaginn
heilagan.
En er það ekki einmitt
eitt af vaxandi áhyggjuefn-
um þjóðfélagsins, hvað marg-
ir nota helgarnar til þess að
„fara á túr“ og jafnvel til
að vinna spellvirki? Mundu
ekki fáir mæla gegn því í
fullri hreinskilni, að öllum
væri hollt að sitja einhverja
stund við fætur meistarans
á hverjum helgidegi, hvort
heldur þeir gerðu það í ein-
rúmi heima fyrir, eða úti
í náttúrunni, eða þá í ein-
hverjum helgidómi?
Næsta boðorð hljóðar svo:
Heiðra skaltu föður þinn og
móður þína.
Þeim postulum fer sí fækk-
andi, sem halda því fram
að helzt ekkert megi banna
börnum. Þau eigi að ala sig
upp sjálf. Allar skýrslur um
afbrot sýna, að ýmiss konar
heimilisböl eru ósjaldan or-
sök þess að unglingar fara
villur vegar.
Þetta sýnir að syndir feðr-
anna koma niður á börnun-
um, eins og vikið er að í
sambandi við boðorðin í 5.
Móse 5.
Réttur skilningur þess er
að öllum er í öllu farsælast
að lúta lögmálum lífsins:
Hlýðnast vilja Guðs, að því
leyti sem vér fáum skilið
hann. — Þar er Kristur oss
hin mikla fyrirmynd.
FÁLKINN 15