Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Page 6

Fálkinn - 21.02.1966, Page 6
RITSTJÓRI þessa blaðs hefur beðið mig að skrifa nokkrar línur um hjónaskilnaði. Eins og gef- ur að skilja, mun ég ekki ræða hér um sérstök mál af því tagi, sem fyrir hafa komið í starfi mínu, en þær myndir, sem ég mun reyna að draga upp, ættu samt að eiga stoð í raunveruleikan- um, eða vera svo nærri hon- um að unnt sé að draga af þeim nokkrar ályktanir. ★ Spennandi um>alsefni Ekki furðar mig á því, þótt hjónaskilnaðir veki um- tal. Kunningjar hjónanna á báða bóga hljóta að minnsta kosti að verða þeirra varir. Ég hef heyrt fólk tala um hjónaskilnaði eins og þeir væru spennandi ævintýri, —• allt að því skemmtiefni fyr- ir fjöldann. Þeir, sei^ þannig hugsa, mættu alveg eins skemmta sér við dauðsföll og slysfarir. Líklega hefur þessi óraunsæi hugsanahátt- ur komist inn í fólkið vegna blaðaskrifa af vissu tagi, og erlendra leikarafrétta. Þrátt fyrir allt grobb um raun- sæi aldarinnar, er sannleik- urinn sá, að vissar tegundir af þjóðfélagsböli virðast menn alls ekki sjá, þó að opin sárin blasi við þeim, hvert sem litið er. ★ Er siðferðið meiningarleysa? Merkilegur tvískinnung- ur er í hugsunarhætti ís- lenzku þjóðarinnar. Annars vegar tala menn af hálf- gerðri fyrirlitningu um siða- reglur, siðapostula, siðapré- dikara, siðavendni o. s. frv. Hins vegar ætla hinir sömu menn vitlausir að verða, ef ekið er yfir mann á götunni, eða gefin er út fölsk ávísun. Eins og nokkuð sé sjálfsagð- ara en lögbrot, þegar búið er að koma inn hjá þjóðinni hæfilegri fyrirlitningu á sið- ferði. Ef íslenzk skáldrit frá síðustu hundrað árum væru athuguð sem spegill aldar- andans, hygg ég, að það komi i ljós, að „ást í mein- um“ sé yfirleitt talin hreinni og sannari en hjónaástin. Þetta er afleiðing þess, að íyrr á öldum var hjúskap- urinn að miklu leyti fjár- málaviðskipti, en sjálft ásta- lífið aukaatriði. Þá myndað- ist grundvöllurinn undir 6 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.