Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Qupperneq 7

Fálkinn - 21.02.1966, Qupperneq 7
Eftir séra JAKOB JÓMSSOIVl, dr. theol. bókmenntir hinnar kúguðu ástar. Nú er þessi grund- völlur ekki lengur til. Engir eru lengur neyddir af fjár- hagslegum ástæðum til að giftast, svo að þeir sem bregðast í ástum, geta eng- um um kennt, öðrum en sjálfum sér. Og svik eða brigðmælgi er ekki lengur hægt að réttlæta með gloríu píslarvættisins. — En hver svo sem ástæðan kann að Vera, fyrir mannlegum mis- tökurri, er eitt víst, að engin þjóð getur verið án siðferðis. Einhverjar sambúðarreglur verða að afmarka mannleg samskipti, og auk þess er það staðreynd, að sá ein- staklingur, sem ekki byggir líf sitt upp samkvæmt sið- ferðislegum meginreglum, hlýtur fyrr eða síðar að verða að rekaldi. ★ Aðstaða heimilisins Aðstaða heimilisins er orð- in öðruvísi en hún var áður fyrr. „í gamla daga“ var heimilið að mestu leyti sjálfu sér nóg, og heimilis- fólkið vann heima, skemmti sér heima, og fjöldinn var nægilegur til þess, að ekki þurfti að sækja hjálp af bæ nema undir sérstökum kringumstæðum. Þannig er að minnsta kosti sú heildar- mynd, sem mest er haldið á lofti, þó að hún kynni raun- ar að breytast, ef farið væri að rannsaka hana, því að í mjög mörgum tilfellum á þettá fremur við um konur og börn en karlmenn. Það er einnig vert að minnast þess, að á nítjándu öldinni fóru heilar fjölskyldur lands endanna á milli í kaupa- vinnu eða aðra atvinnuleit (síld), og karlmenn voru vikum saman í verinu. En hvað sem öllum samanburði líður, er eitt víst, að heim- ilisheildin á í vök að verjast á vorum tímum fyrir margra hluta sakir. Karlmennirnir vinna utan heiínilis, og börnin læra utan heimilis, og nú er talað um það sem einhvérja óskaplega fram- för, að konan, móðirin, er líka farin að vinna utan heimilisins að miklu leyti. Framtíðin mun leiða í Ijós, að hve miklu leyti það á eftir að marka sín spor í lífi þjóðarinnar, að fleiri börn koma að lokúðu húsi, þegar þau koma úr skólan- um. En af þessu öllu leiðir annað. Sameiginlegur vina- hópur allra heimilismanna verður fámennari, en því fleiri eru þeir, sem maður- inn konan eða unglingarn- ir eiga að vinum hver um sig. Og vilji hjónin bregða sér út saman, þótt ekki sé nema í leikhús eða bíó, kostar það töluverða erfið- leika að fá einhvern til að vera heima hjá börnun- um. Þau taka því það ráð, að fara út til skiptis, hvert með sínum vinum, eiga eng- ar sameiginlegar minningar, slitna hvort frá öðru, oft til mikillar ógæfu, sem ekki þarf að lýsa frekar. Það er líka hart að þurfa að kann- ast við, að sum hjón eyði- leggja sambúð sína með því að taka húsbygginguna, eða sparisjóðsbókina fram yfir heimilið. — Eilíf helgi- dagavinna, yfirvinna, nætur- vinna, aukavinna, stundum hreint og beint að nauð- synjalausu, er ekki vel til þess fallin að byggja upp heimilið, og halda taugun- um í jafnvægi. ★ Hvað er eiginlega að t'ala milli hjóna? Stundum er talað um að „lesa hjón í sundur.“ Ég veit satt að segja ekki fyrir víst, hvernig stendur á þessu orð- taki, nema ef vera skyldi, að einhvern tíma hefði verið venja, að skilnaðarúrskurð- ur væri lesinn í heyranda hljóði yfir aðilum málsins. En slíkur „lestur“ á sér ekki stað nú á dögum. Hitt er annað mál, að löggjafinn gengur út frá því, að heimili sé ékki rofið án þess að gerð hafi verið tilraun til að sætta málsaðila. Slík sátta- umleitun er kölluð að „tala milli hjóna“. Nú hef ég oft orðið þess var, að fólki er engan veginn ljóst, hvað í þessu felst, og er hér þó um að 'ræða einu öryggisráðstöf- unina, sem þjóðfélagið gerir beinlínis til að tryggja það, að hjón skilji ekki í fljót- færni eða án þess að allar ástæður hafi verið athugað- ar. Fjöldi fólks virðist álíta, að hér sé um að ræða forms- atriði, sem hafi harla litla þýðingu, en það er öðru nær. Þessi misskilningur á eðli málsins kemur meðal annars fram í því, að stundum kemur fólk rjúkandi til prestsins, og biður hann um vottorð í einum hvelli. „Við erum alveg búin að ákveða þetta, við erum búin að tala um þetta okkar á milli, við þurfum að fá þetta afgert fyrir klukkan þrjú í dag, o. s. frv.“ Gott og vel! En segjum að einhver komi til skurð- læknis og segi: Taktu af mér höndina eins og skot. Mér er illt í henni. Ég er búinn að hugsa um þetta sjálfur, og nú verðurðu að vera búinn að bregða hnífnum fyrir klukkan þrjú í dag.“ Gerum nú ráð fyrir, að þetta sé ekki nema rétt, og óhjákvæmilegt sé að taka höndina af manninum, en ég held, að flestir hljóti að vera sammála um, að læknirinn eigi kröfu á því að fá að líta á veiku hendina, og ráða einhverju um það sjálfur, hvort og hvenær honum virðist tími til kominn að skera höndina af. — Alveg á sama hátt er það ósann- girni að ætlast til þess af presti, að hann afgreiði skilnaðarmál, án þess að honum sé gefinn kostur á að leita um sættir í fullri alvöru. Það er lítilsvirðing við embættismann, að ætlast til þess, að hann skrifi nafn sitt svo að segja blindandi undir þýðingarmikið skjal. ★ Orsakir hjónaskilnaða Ég hygg, að það sé ekki ofmælt, að áfengisnautn eigi meginþátt í skilnaði fjög- urra hjóna af hverjum fimm. Raunar er þetta ágizk- un, en grunur minn er sá, að væru til skýrzlur um þetta, eftir nákvæmri rann- sókn, myndi hlutur vínsins verða heldur meiri en minni. Áfengið getur skaðað heim- ilislífið með tvennu móti. Stundum er það bein orsök vandræðanna, stundum eyk- ur það og margfaldar vand- ræði, sem stafa af öðrum orsökum. Hinum beinu áhrifum áfengisins þarf ekki að lýsa, þegar ofdrykkju- menn eiga í hlut, en það er misskilningur, ef fólk heldur, ’ að svonefnd hóf- drykkja sé skaðlaus í þessu tilliti. Sérhver sá, sem ekki er haldinn ofstæki og blindu, hlýtur að viðurkenna, að fæstir þurfa að neita mikils áfengis til að verða óeðli- Iegir, og það er þreytandi að umgangast menn, sem aldrei eru fullkomlega eðli- legir í framkomu og tali, þegar þeir koma heim frá vinnu sinni. Þeir hafa ef til vill stundað vinnuna sæmi- lega jafnvel betur en í meðallagi, en biðu allan daginn eftir tækifærinu til að svolgra sopann, og breyt- ingin kemur niður á konu og börnum, þegar heim er komið. ★ Stöðnun skapgcrðarinnar Mikið af þeim skapgerðar- göllum, sem gera fullorðnu fólki erfitt fyrir í sambúð, er það sem nefnt er „infanti- lismi“, barnaskapur. Þá er átt við það, að fulltíða fólk hafi staðnað á eðlilegri þroskabraut og haldið áfram að hafa öll einkenni van- þroska barns. Ég hef grun um, að þessi einkenni séu algengari á körlum en kon- um: Hugsum okkur dæmi: Maðurinn hefur aldrei í alvöru farið að heiman. Hann þarf að ráðgast við mömmu og pabba um alla skapaða hluti, og konan hans er ekki höfð með í ráð- um, fyrr en seinna, og helzt ekki fyrr en allt er útkljáð. Vilji hún þá leggja eitthvað annað til en það, sem maður- inn hefur ákveðið, er hún að „taka af honum ráðin“. Hann getur allt sjálfur (eins og litlu börnin) og móðgast við konuna fyrir „óþarfa af- skiptasemi“. — En samhliða þessu er hann keipóttur og ósjálfbjarga gagnvart kon- unni, og þegar eitthvað veru- legt er í húfi, þarf hann að kvabba í henni með alla skapaða hluti. Eitt einkenni lítt þroskaðra barna er að reyna að hafa sitt mál fram með því að gera lífið óþol- andi fyrir hinum fullorðnu, þangað til þeir láta undan. Þetta kemur líka fyrir í hjónabandi. Og þess eru ekki einsdæmi að annað hvort hjónanna kaupi sér frið með því að láta hitt daldra með fjármuni, ráða tilhögun á smæstu hlutum, og jafnvel samþykkja skoð- Framh. á bls. 32. FALKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.