Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Side 8

Fálkinn - 21.02.1966, Side 8
RAUÐI Kross íslands hefur í samvinnu við Rauða kross félögin í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð rekið fræðslu- og hjálp- arstarf á sviði heilbrigðismála í Nígeríu s.l. tvö ár. Aðstoðar- starf þetta hefur verið nefnt „Nordic Action in Nigeria“ og er liður í aðstoð alþjóða Rauða- krossins við þróunarlöndin. Danski Rauði Krossinn taldi sig ekki geta tekið þátt í starfi þessu, þar sem DRK rekur spítala í Leopoldville í Kongó með fé, sem lagt er fram af danska ríkinu. Ástæður fyrir því að Nígería varð fyrir valinu voru margar, — meðal annars þessar: 1. Rauði Kross Nígeríu var lítt skipulagður til hjálp- arstarfa og félagafár, og hafði félagið farið fram á aðstoð við Alþjóða Rauða Krossinn. 2. Heilbrigðisþjónusta lands- ins var í molum, og kennsla í heilbrigðismál- um lítil sem engin meðal almennings. 3. Nigería er viðskiptaland Norðurlandanna. 4. fbúar Nígeríu eru fjórði hluti allra Afríkubúa. Undirbúningsstarf Nígeríu- hjálparinnar hófst í september 1964, en þá var meðal annars gengið frá því að Finnski Rauði Krossinn hefði yfirumsjón með framkvæmdum og sæi um yfir- færslu peninga og nauðsynlegt skrifstofuhald. Framkvæmda- stjóri FRK, Kai J. Warras, sem jafnframt er framkvæmdastj. hjálparstarfs Alþjóða Rauða Krossins við þróunarlöndin, var kjörinn forstöðumaður Ní- geríuhjálparinnar, en hann starfar í nánu sambandi við kollega sína, þá Olof Stroh frá Sænska Rauða Krossinum, Haakon Mathiesen frá Norska Rauða Krossinum og Ólaf Stephensen frá Rauða Krossi íslands. Að undirbúningsstarfi loknu hóf fulltrúi félaganna, major Vidkunn Isaksen frá Noregi, starf sitt í Nígeríu. Isaksen, sem er major í norska flughern- um fékk sérstakt leyfi frá her- þjónustu til að starfa fyrir Nígeríuhj álpina. Starf Isaksens var í fyrstu mjög erfitt, þar sem illa gekk að fá viðkomandi yfirvöld í Nígeríu til samstarfs við Rauða Krossinn. En brátt tók viðhorf- ið að breytast, og í dag má sjá að honum hefur orðið veru- lega ágegnt í starfi sínu. Frá og með 1. janúar s.l. kom svo Gunnar Kállenius frá Sænska Rauða Krossinum í viðbót, en hann hefur ágæta reynslu í skipulagsmálum, bæði að heim- an og erlendis frá, svo að NH hefur nú tvo ágæta liðsmenn í Nígeríu. Enda er nú svo kom- ið, að Rauði Kross Nígeríu starfar nú á sæmilega vel skipulögðum grundvelli, og hefur orðið töluvert ágengt með margs konar kennslustörf- um og upplýsingastarfsemi í samstarfi við heilbrigðisyfir- völd landsins. Til gamans má geta, að full- trúi R. K. í. á alþjóðaþingi Rauða Kross félaganna, sem haldið var í Vínarborg s.l. sumar hitti þar fulltrúa Níge- ríu að máli, og voru þeir fullir áhuga fyrir Nígeríuhjálp nor- rænu félaganna, og töldu þeir NH hafa nú þegar unnið ómet- anlegt gagn í Nígeríu. Þeir létu í ljós þá von, að NH gæti hald- ið áfram af jafnmiklum krafti fram til ársins 1968, en þá ætti að vera búið að þjálfa það mikið af Nígeríumönnum til starfa, að þeir gætu haldið áfram starfinu með þeirra eigin starfskröftum. Fulltrúi íslands á þinginu Davíð Sch. Thorsteinsson, var mjög hrifinn af þeim áhuga sem virtist vera fyrir hendi hjá hinum fjölmörgu fulltrúum fyrir þróunarlandahjálp Rauða Krossins, og þá sérstaklega hin- um mikla áhuga Nígeríufull- trúanna, sem virtust vita óvenjulega mikið um Island og íslendinga — vegna NH. Hvað hafa svo þessir full- trúar íslands, Finnlands Noregs og Svíþjóðar starfað í Nígeríu? Fyrstu mánuðunum var eytt nær eingöngu í það, að skipu* leggja framtíðarstarfið í sam- ráði við stjórnarvöldin. Isaken ræddi fram og aftur við for- ráðamenn í Lagos um það, hvernig Rauði Krossinn gæti á sem hagkvæmastan hátt veitt nauðsynlega aðstoð við þjálfun 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.