Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Page 24

Fálkinn - 21.02.1966, Page 24
Gigli syngur dægurlög f ár eru 75 ár liðin frá fæðingu Benjaminó Gigli, eins frægasta tenorsöngvara síðari tíma, en hann er eins og mönnum er kunn- ugt, dáinn fyrir nokkrum árum. Þar með er ekki sagt að nafni hans verði ekki haldið á lofti af eftirkomendum. Eitt af barnabörn- um hans, sem heitir eftir afa sínum er nefni- lega orðinn einn af vinsælustu dægurlaga- söngvurum Ítalíu og álitið er að ekki muni líða nema nokkrir mánuðir þar til plötur hans verða komnar á markað um alla Evrópu. Hér á myndinni er hann á æfingu með föður- sínum, sem er hinsvegar sonur hins eina og sanna Giglis. 24 FÁLKINN Boðflenna Roger Hanston heitir maðurinn lengst til vinstri hér á myndinni. Hann vann sér það til frægðar í Madrid fyrir skemmstu, að koma óboð- inn í fínt kokkteilboð diplomata þar á staðnum. Þegar átti að stöðva hinn óvelkomna gest við útidyrnar, lýsti hann því skýrt og skorinort yfir að hann væri í rauninni engin boðflenna, heldur ambassador Rhodesíu á Spáni og ennfremur kynnti hann hinn einkennisbúna fylgissvein sinn, sem hermálafulltrúa við sendiráð sitt. Gesturinn olli uppsteit og upp- lausn í „partíinu“ og sómakærir diplómatar gengu út í mótmælaskyni við komu hins sjálfskipaða ambassadors Ian Smiths. Á myndinni er sendiherra Guatemala að ganga út, en boðflennurnar horfa með athygli á. UNGUR PRESTUR Hann er ekki hár í loftinu pattinn með barðastóra hattinn á mynd- inni hér til vinstri og ekki er hann síður fullorðinslegur í bænastöðu sinni við hlið föður síns á hinni myndinni. Reyndar heitir sá stutti Marió og er prestur — 7 ára gamall. Maríó er japanskur Buddhaþrestur og helgar líf sitt góðgerðarstarfsemi. Hann betlar í þágu góðs málefnis og innan skamms mun hann fara til Bandaríkjanna og reyna að safna þar fé fyrir nýju musteri. Faðir hans, sem er með honum á myndunum, er einnig prestur við hið 400 ára gamla Amida musteri á norðaustur Japan.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.