Fálkinn - 21.02.1966, Síða 25
Prinsessa með iálilækjur
Auminginn hún Irena prinsessa, systir Konstantíns
Grikkjakóngs! Hún er undirlögð af ljótum fílapenslum og
ekki nóg með það, þeir hafa lagzt á hennar konungbornu
sál. Hún hefur með öðrum orðum komplexa, rétt eins og
grófgerða bóndadóttirin í lágreistu hreysi einhvers staðar
í ríki hennar. Og það er ekki að sökum að spyrja. Enginn
prins er fáanlegur til að líta hana ástar-, eða girndarauga.
Stóri bróðir hefur nú aumkast yfir systur sína og boðið
henni með sér til London, þar sem hann ætlar að reyna
að hjálpa henni að komast yfir sálflækjurnar og væntan-
lega að koma henni á framfæri við hinn hásnobbaða brezka
aðal.
Clinrcliillvindill cftir söngtímann
Bandaríkjamenn hafa löngum gert grín að vindlareyking-
um dansks kvenfólks. En sá hlær bezt sem síðast hlær,
því að nú eru bandarískar konur smám saman að taka
upp vindlareykingar í staðinn fyrir sígarettuna, sjálfsagt
með tilliti til krabbameinshættunnar. Það eru einkum smá-
vindlar, sem kvenfólkið reykir en leikkonan Marilyn Max-
well lætur sig ekki muna um að kveikja í raunverulegum
Churchill vindli. Hún gengur um þessar mundir í tíma
hjá hinum þekkta söngkennara Poul Thomsen í Hollywood
og það var hann, sem taldi hana á að reyna stærri sortina.
Nú reykir hún einn á dag, en ekki fyrr en eftir söngtíma.
A myndinni er kennarinn að kveikja í vindlinum fyrir
hinn fræga lærisvein og verður ekki betur séð, en hún
sogi reykinn að sér með velþóknun.
NÚ ER VANDALÍTIÐ AÐ VIÐHALDA UNGU ÚTLITI □□ AUKA
Á FEGURÐ SÍNA
EINFALDLEGA MEÐ ÞVÍ AÐ NDTA SNYRTIVÖRURNAR FRÁ:
REYNIÐ ÞESSAR HEIMSFRÆGU GÆÐAVÖRUR OG SANN-
FÆRIST UM ÁHRIFAMÁTT ÞEIRRA
FÁST í FLESTUM LEIÐANDI SNYRTIVÖRUVERZLUNUM
SIMYRTIVÖRUR HF. HEILDVERZLUN SÍMI. 11020 - 11021