Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Page 35

Fálkinn - 21.02.1966, Page 35
taugakerfi hans, líðan hans og skapsmuni. Konan veit ekki orsökina, og miðar fjárhagsleg- ar kröfur og óskir við það, að nóg sé til. Þarna getur pressa viðskiptalífsins haft eyðileggj- andi áhrif á heimilislífið. Ger- um ráð fyrir öðrum atvikum. Maður kemur til prestsins og segir honum, að það sé allt í báli og brandi heima fyrir, og skilnaður verði eina ráðið. Konan lýsir ástandinu eins. Smám saman kemst prestur- inn að þeirri niðurstöðu, að or- sökin sé ósamlyndi milli upp- kominna barna foreldranna en ekki milli hjónanna sjálfra. Ef hægt er að fá strákana til að fara að heiman í atvinnu um tíma, losnar heimilið við press- una, og bæði faðir og móðir verða nú samtaka um að hugsa til síns fjarlæga sonar, skrifa honum bréf, fylgjast með líðan hans, og hlakka til að sjá pei- ann aftur, þegar brottverutím- inn er liðinn. Nú má auðvitað búast við því, að misklíðin sé raunveru- lega milli hjónanna sjálfra. Þá kemur það oft í Ijós, að viðtal- ið við prestinn verkar sem eins konar „operation". Enginn er nákvæmlega sami maður eft- ir að hann hefur „skriftað“, eins og hann var, meðan hann byrgði allt" inni hjá sjálfum sér. Og engum blöðum er um það að fletta, að mest von er um árangur, ef hjónin fást til að koma oft til prestsins, bæði saman og hvort í sínu lagi. Og jafnvel þótt skilnaður kunni að verða óhjákvæmilegur, er ekki sama, hvernig fólkinu sjálfu er innan bijósts, þegar hann fer fram. Ef ég mætti ráða, myndi ég bæta því ákvæði inn í skilnaðarlöggjöf- ina, að enginn prestur mætti gefa skilnaðarvottorð fyrr en eftir þrjá mánuði frá því, að æskt var skilnaðar — og hann hefði fengið tækifæri til að vinna að málinu, eins og hann teldi þörf á. — Eigi sáttastarf- ið að vera vandlega unnið, þarf oft ýmiss konar aðstoð við heimilið, t. d. í atvinnulegu tilliti, samhjálp einlægra vina, samstarf við lækni, o. s. frv. ★ „Bænin má aldrei hresta þig“. Að lokum vil ég enda þessar dreifðu hugleiðingar með því að minna á það atriði, er ég tel þýðingarmest í þessu sambandi, en það er að fólk, sem trú- lofast og giftist, geri sér ljóst, að ástin er ekki eins og dauður hlutur, sem heldur sinni lögun, heldur eins og lifandi blóm, sem þarf ræktunar við. Kær- leikurinn þarf sína næringu. Ég vil ekki varpa neinni rýrð á það leiðbeiningarstarf, sem innt er af hendi, til hjálpar fólki, sem ætlar að gifta sig, eða á í hjúskaparvandræðum. En ég hygg, að eitt ráð sé betra en heilir dálkar af heilræðum. Það er þetta: „Láttu engan dag líða til kvölds án þess að biðja fyrir maka þínum.“ Fyrirbæn- in er lífsnæring kærleikans i hvers manns brjósti, og þá ekki sízt í hjúskapnum. Þeim sem daglega biður til guðs, ætti síður að hætta við því að reyna að vera sjálfur guð yfir öðrum. Og sá sem hugsar til maka síns í bæninni, leggur um leið rækt við þá góðvild, sem er undirstaða hjúskaparins. Ég veit ósköp vel, að þeir eru margir á okkar tíð, sem ekki kæra sig um að leggja mikla rækt við bænina, en það má hver maður álíta hvað sem hann vill fyrir mér, — ég er sannfærður um, að bænariðjan myndi forða mörgum frá þvi að bíða skipbrot í þessum efn- um sem öðrum. Því ekki að reyna? Ég þykist hafa orðið þess var, að mjög mikið ósam- ræmi milli hjóna í trúariðk- unum getur haft slæm áhrif á sambúðina, þó að svo þurfi ekki alltaf að vera. Ég vil reyna að draga upp tvær myndir: Konan er guðspekingur, og maðurinn er heittrúarmaður. En þau hafa. lært að virða trú- frelsi hvort annars. Frúin býð- ur vinum sínum úr guðspeki- félaginu heim, og maður henn- ar heilsar upp á þá eins og heimilisvini. Og stundum koma vinir hans til að hafa biblíu- lestra og bænasamkomur sam- kvæmt sinni venju, og frúin færir þeim kaffisopann með húsmóðurlegri velvild. Allt í lagi. En svo er annað heimili. Konan er alin upp við trú- rækni. Hún er mild og blíð- lynd að eðlisfari. Hún er vön að sækja messur á hverjum sunnudegi. Hún giftist trúlaus- um manni, sem hefur bitið það í sig, að trúin sé ekkert annað en hjátrú, og hann vill enga hjátrú á sínu heimili né hjá sinni konu. Það endar með því að konan hans þorir ekki að sækja kirkjur eða minnast á, að hún lesi bænir sínar á laun. Hún er meira að segja orðin svo þvinguð, að þegar hann hefur skilið við hana, ætlar hún helzt ekki að hafa sig í að koma inn fyrir kirkjudyr að nýju. Jakob Jónsson. SJÖNVÁRPSTÆKI Margar gerðir af hinum vinsælu RCA sjónvarps- tækjum fyrir- liggjandi 19' PORTABLE MODEL NO. TPX-9558 RCAVICTOR^'v.s.on RCA VlCTOR t 'S, s. o » THE EMISSARY 23' CONSOLETTE MODEL NO. TCX-3S76 R.C.A.-sjón- varpstækin eru fyrir bæði kerfin og gerð fyrir 220 volta straum, 50 rið, 625 línur, 50 frames og USA standard. Árs ábyrgð — Greiðslu- skilmálar. THE TRIBUNE 23' LOWBCY MODEL NO. TCX-3577 RCA VlCIOR . Einkaumboð: Georg Ámundason & Co. Frakkastíg 9. — Sími 15485. ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Verzl. Ratsjá hf. Laugavegi 47. — Sími 11575. Akranes: LÁRUS ÁRNASON. Eyrarbakki: GUÐM. ANDRÉSSON. FALKINN 35

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.