Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Qupperneq 6

Fálkinn - 14.03.1966, Qupperneq 6
 MEÐAL hljómlistargagn- rýnenda er því haldið fram, að Mahalia Jack- son sé „mesta guð- spjallasöngkona heims ins“. Hún er stór og þrekvaxin negrakona, gædd innri glóð og dásamlegri söngrödd. Fyrir tveim ár- tilbeiðslu. Hún hefur frið í sál sinni. Utan leiksviðsins er hún ekki jafn ánægð með örlög sín. Á heimili sínu í Chicago eða á gistihúsherbergjum og annars staðar mætir hún örðugleikum hversdagslífs- ins. Hún er úthverfur per- um söng hún fyrir framan Lincoln minnisvarðann í Washington, og tvö hundruð þúsund þátttakendur hvöttu hana með hrópum og lófa- taki. Það var ógleymanleg- ur atburður, eins og ávallt þegar Mahalia Jackson syng- ur, hvort sem það er í Carne- gie Hall, Berlin Sportsplatz eða Frederick Mann Áudi- torium í Tel-Aviv. Það mikilvægasta er, að söngur hennar speglar sterka trúarlega innlifun. Hann hefur áhrif á táninga; þeir hrífast af hljómfallinu, sem er svo sterkur þáttur í ,]ist hennar. Hann töfrar þjálfaða músíkáhugamenn, sem skynja hina sjaldgæfu, innblásnu fegurð í söng hennar. Þessi list er'alþekkt meðal negra, en áhrifin af söng hennar á hvíta menn eru jafn greinileg og varan- leg. Negrarnir þyrpast sam- an til að hlusta á hana, en í öllum hlutum heims er hún dáð af hvítum mönnum vegna hinnar djúpu ástúðar tilfinningar sem hún vekur hjá þeim og þeir finna hvergi annars staðar. Grammófónplötur hennar eru keyptar af ólíkum mann- gerðum — hinúm menntuðu og hinum ófróðu, ungum og gömlum, negrum og hvítum mönnum. Þegar hún stendur á leik- sviði, hefur Maralia Jackson aðeins eitt takmark: að flytja öllum áheyrendum sínum Guðs orð. Músíkhæfi- leiki hennar er frumstæður og hreinn; hann er sjaldgæft sambland af tækni og djúpri Guðshollustu. í sömu svifum og hún kemur inn á leiksviðið, svíf- ur hún á bylgjum heitrar, lifandi tónlistar. Hún spenn- ir greipar og lítur upp til þess himins, sem hún veit að er til. Það er eins og hún sé að tala við Guð. Andlit hennar ljómar af gleði og sónuleiki, kann bezt við að hafa margt fólk í kringum sig og sækist eftir að ræða við aðra um vandamál sam- tímans. Hún syngur fyrir vini siná og er ávallt reiðu- búin að veita aðstoð sína og ráð til nauðstaddra sálna. Símanúmer hennar er skráð í símaskrá Chicagoborgar og einkaritarinn einn er milli- liður milli þess, sem hringir og Mahalia. Fimmtíu og fjögurra ára er Mahalia á hátindi frægð- ar sinnar, í tónlistarlegum og fjárhagslegum skilningi. Hús hennar í suðurhluta Chicago er 40.000 dala virði. Grammofónplötur hennar seljast óslitið. Hún fær fleiri tilboð um sjónvarps- sýningar og hljómleika en hún getur annað. En öll þessi auðæfi eru mesti ó- fögnuðurinn í lífi hennar. í stofu hennar hangir skilti áletrað þessum orðum: Kæri Drottinn, í þessu húsi þörfnumst við þin og þú ert velkominn. f stofunni hefur einnig verið komið fyrir nýjum og dýrum loftkæli. Hann gerir andrúmsloftið þægilpgt en þó er hann ekki hluti af því, sem hún kallar „hið góða líf“. Því ríkari sem hún verð- ur þeim mun óánægðari verður hún með líf sitt. Henni finnst að peningarnir brjóti í bága við ást hennar á Guði. — Negro Spirituals eru orðið mikið gróðafyrirtæki í Ameríku, segir hún. — margir geta sungið þessa söngva en trúargleðin er að- eins fáum gefin. Við, sem trúum því, að við syngjum Guði dýrð, að við syngjum hans orð. En þessa dagana gremst mér oft. Ég neyðist til að syngja söngva, sem ég skil ekkert í. Allt eru eintómir samningar og við- skipti. Oft bið ég Guð um hjálp. Þetta er ekki eins og í gamla daga. Allt þetta met- orðastrit er einskisnýtt. Það er hægt að vera hamingju- samur án peninga. Þegar ég fékk ekki grænan túskilding fyrir að syngja, var ég ham- ingjusamari í söng mínum en ég er nú. í stofu hennar hanga inn- rammaðar myndir af tveim þeldökkum listamönnum, er ávallt hafa aukið henni ás- megin: Marian Anderson og Paul Robeson. — Ég elska þau bæði, segir hún. Einu sinni safnaði ég í margar vikur, til þess að geta haft efni á að. hlusta á Marian Anderson syngja. Hún hefur verið mér leiðarljós. Ég dái einnig Paul Robeson, vegna þess, að söngvar hans ganga mér að hjarta. Ég dáði hann áður en hann var gagnrýnd- ur. Ég er enn á þeirri skoð- un, að hann sé mikill lista- maður og ég hef ekki einu sinni hugmynd um hvað kommúnisti er. Ég held einn- ig að flestir negrar hafi enn mætur á honum, en margir þeirra eru nákvæmlega eins og sauðir, sem elta forustu- sauðinn í blindni. Þeir eru hræddir um að segja eitt- hvað rangt. ÍAÐ sem er mest ein- kennandi fyrir skapgerð hennar, er sá hæfileiki að draga ályktanir út frá sjálfstæðum hugsana- ferli. Hún lætur hrífast en hún lætur ekki teyma sig. Það er þáttur, sem á rót sína að rekja til þess, sem hún kallar „gamla daga“ í New Orleans, þar sem hún fædd- ist árið 1911. Það var vol- æðisleg byrjun. Fjölskylda hennar bjó. í skúrgarmi í Water Street. Faðir hennar, sem var mjög guðhræddur, vann sem burðarkarl á dag- inn og rakari á kvöldin. Á hverjum sunnudegi prédik- aði hann í kirkjunni. í fyrsta sinn, sem hún söng til Guðs, var hún aðeins fimm ára. — Ég byrjaði að syngja, þegar ég var lítil telpa, sagði hún í viðtali. — Ég söng vegna þess, að ég var SVÖRT DROTTNING í RÍKI SÖNGSINS einmana. Ég hef aldrei feng- ið neina söngkennslu en ég söng söngva Drottins. Foreldrar hennar voru babtistar og hún hlaut strangt uppeldi. Móðir henn- ar, Charity, dó þegar Mah- alia var sex ára gömul. Hún man að móðir hennar var vön að segja: — Djöfullinn fær enga aðstoð í þessu húsi. Mahalia hafði unun af að syngja í kirkjunni. — Alls staðar í kringum mig heyr&i ég fólk stappa og kláppa. Það örvaði mig. Þrettán ára að aldri vann hún sem eldabuska og þvottakona — oft tíu klukku stundir á dag. — Ég gat strokið skyrtu á þrem mín- útum, segir hún. Frændi hennar einn sagði henni frá Chicago, „þar sem dökkur maður gæti gert innkaup í verzlunum hinna hvítu, gæti ekið með sporvagninum og haft samneyti við hvíta menn.“ í desember 1928 fór hún með lestinni til Chocago til dvalar hjá frænku sinni. Hún vann sem herbergis- þerna, við innpökkun í verk- smiðju, var vinnustúlka og barnfóstra hjá hvítum fjöl- skyldum. Snemma á þriðja tug aldarinnar tók hún þátt i guðspjalla-krossferðum um allt landið. Þeir, sem hlust- uðu á hana urðu snortnir af einlægri trú hennar og list- rænni túlkun söngvanna. Á meðal þeirra voru márgir' jazz hljómlistarmenn. —- Fólk var alltaf að halda því að mér, að ég ætti gð gerast bluessöngkona, segir * hún. — En hvaða negri sem er, getur sungið blues. Ég vissi, að það væri ekkert líf fyrir mig. Blues er ömur- legir söngvar, Negro spiri- tuals eru söngvar vonarinn- ar. Þegar maður syngur þá, finnur maður, að von er til um allt, sem aflaga fer. Þegar maður hefur sungið blues, finnur maður enga hvíld. Jazz vildi hún hvorki heyra né sjá. Á árunum milli ’30 og 40’ byrjaði Mahalia að safna peningum. Hún opn- aði snyrtistofu og blóma- verzlun og gerði fjárfesting- ar. Hún giftist Isaac Hocken- hull, lyfsala, en þegar hann reyndi að telja hana á að 6 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.