Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 16
FALKINN SAMVIZKAN ER RÖDD GUÐS INNRA MEÐ OKKUR Umrœðurnar aðeins byrjunin „Hverjar eru þýðingarmestu niðurstöður þingsins að yðar dómi?“ „Framtíðin á eftir að leiða það betur í ljós, því að umræð- urnar voru vitanlega ekki nema byrjunin. Þingið setti vissar grundvallarreglur, og nú þarf að vinna úr þeim samþykktum sem gerðar voru og skapa ný kirkjulög eða kirkjurétt. Páf- inn hefur kallað á sinn fund sérfræðinga alls staðar að úr heim- inum, og á næstu árum verður unnið kappsamlega að samn- ingu hinna nýju laga. Ég gæti trúað, að því verki yrði lokið innan tveggja til þriggja ára ef dæma á eftir þeim vinnu- brögðum sem notiið voru á þinginu. Upphaflega gekk allt held- ur seint, og oft urðu miklar tafir við aukaatriði sem litlu máli skiptu, en þegar á leið voru teknar upp hagkvæmari aðferðir, svo að málin fengu miklu skjótari afgreiðslu, án þess þó að þeim væri hraðað um of. Það kostaði geysilega undirbúningsvinnu að hrinda hugmynd Jóhannesar páfa um kirkjuþing í framkvæmd, og í fyrstu voru vinnubrögðin dá- lítið fálmkennd, þannig að ekki var hægt að útkljá nema brot af þeim málum sem átti að taka fyrir. En mennirnir sem unnu á -bak við tjöldin lærðu af reynslunni og voru búnir að koma upp afar hentugu kerfi til að vinna eftir á síðari árum þingsins.“ Skapaði nýtt andrúmsloft „Hvað stóð það lengi?“ „Undirbúningurinn hófst eftir að Jóhannes páfi hafði gefið þá tilkynningu 25. janúar 1959, að hann hygðist efna til al- menns kirkjuþings. Menn innan kirkjunnar sem utan urðu furðulostnir, og á suma verkaði þetta sem reiðarslag — þeir vildu vita hvaða tilgang þess háttar þing gæti haft, því að fram að þessu höfðu næstum öll kirkjuþing verið saman- kölluð til að verja trúna gegn annarlegum skaðlegum kenn- ingum. Sagt er, að háttsettur preláti hafi með nokkrum þótta spurt páfann um markmið hans með þessu þingi. ’Þetta' á Jóhannes að hafa svarað og opnað um leið stofugluggann. „Ef til vill er sagan uppspuni. En það er staðreynd, að kirkjuþingið skapaði nýtt andrúmsloft, flutti meira ljós og lét hægan andvara fara um kirkjuna og að nokkru leyti um allan heim. Það hófst 11. október 1962, og Jóhannes páfi hafði gert sér vonir um að ljúka því árið eftir, en veikindi hans og fráfall komu í veg fyrir það. Síðan tók Páll páfi við, og þinginu lauk endanlega fyrir seinustu jól.“ Gagnger endurskoðun á starfsemi kirkjunnar „Jóhannes páfi vildi þá opna glugga út til heimsins?“ „Hann vildi, að kirkjan kæmist nær mönnunum, hirðisstarfið var honum efst í huga. Hann langaði að skapa ró í heiminum, stuðla að sameiningu bæði innan kristindómsins og utan og breyta gömlum erfðavenjum sem miðaðar voru við aðra tíma og aðstæður en nútímamenn þekkja. Páll páfi hélt áfram í sama anda, og á þinginu fór fram gagnger endurskoðun á allri starfsemi kirkjunnar með hliðsjón af þeirri meginreglu, að kjarninn skyldi haldast óbreyttur, en umbúðirnar breytast til samræmis við kröfur nýrra tíma og hugsunarháttar. Ýmsir miðaldasiðir hverfa, og jafnframt er útilokað, að sum leiðinda- mál frá miðöldum geti endurtekið sig. Okkur langar ekki í annað Galilei-mál, svo að eitt dæmi sé tekið.“ „Verða þá bækur ekki framar settar á bannlista?“ „Að minnsta kosti ekki á sama hátt og áður. Indexið er að nokkru leyti úr sögunni, og eftirleiðis verða bækur ekkl bannaðar án þess að höfundurinn fái tækifæri til að ræða skoðanir sínar og útskýra sín sjónarmið frammi fyrir óvil- höllum rétti.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.