Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 4
Samkvæmt upplýsingum sem Haraldur Ólafsson forstjóri hljómplötudeildar Fálkans gaf þættinum mun verða gefin út á vegum EMI tveggja laga hljómplata með piltunum fimm frá Keflavík sem nú nefna sig Thorshammers. Þetta þekkta hljómplötufyrirtæki mun annast sölu, dreifingu og auglýsingu þessarar hljómplötu fyrir erlendan markað. Þá hefur einnig verið áætlað að gefa út fjögurra laga EP plötu og LP plötu á vegum sama fyrirtækis. Haraldur kvaðst hafa gefið piltunum frjálsar hendur með sölu á þessum hljómplötum hérlendis, vegna hins mikla kostn- aðar sem þeir hafa sjálfir lagt í útgáfuna. Á fyrrgreindri LP plötu verða ekki lög úr kvikmynd þeirri er Reynir H. Oddsson hefur nýlokið við, eins og upphaflega hafði verið ráðgert, heldur munu þau lög koma út á annarri plötu, og þá ekki á vegum Fálkans. Haraldur sagði að lokum, að það mætti teljast góð byrjun hjá íslenzkri hljómsveit, að fá gefna út hljómplötu á vegum þessa þekkta fyrirtækis. Á myndinni sjáið þið Gunnar Þórðarson ásamt einum af meðlimum The Hollies. Myndin var tekin á hljómleikum i Háskólabíó. JACKIE DE SHANNON FALLEG SEEDANDI OG DÁIR THE BEATLES Jackie de Shannon, hin ljóshærða 23 ára blómarós er fædd í Bandaríkjunum í Hazel Kentucky. Fyrsta hljómplatan hennar var I remember the boy og hún gerði meira en að syngja það, stúlkan sú arna, því hún samdi bæði lagið og textann, auk þess, sem hún sá um útsetninguna. í maí 1963 söng hún' lagið Needles and pins fyrir brezkan markað. Það náði ekki miklum vinsældum, en skömmu seinna kom THE SEARCHERS með þetta sama lag á plötu og seldist þeirra útgáfa mjög vel. Það sama endurtók sig, þegar Jackie söng When you walk in the room. Aftur stálu Searches senunni frá henni, en nú hafði sú ljóshærða snör handtök og flaug til Bretlands. Það var ekki að sökum að spyrja, aðdáendurnir þyrptust að henni og blöðin keppt- ust við að hlaða lofi á hana. Bandaríska þokkadísin frá Kentucky kom, sá og sigraði. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.