Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 28
NÝFRAMHALDSSAGA i IUI>B \\IÉSBi MTÍMASACA FltÁ IIFKRAC;AKÐ1 í DÖLUM Í SVÍIMÖÐ Augu hans skutu gneistum af gremju. — Nei, það gerir það ekki, sagði hann. Verið þið sæl- ar dömur mínar! Og þakka yður enn einu sinni fyrir móttökurn- ar, frú Helgeson! Hann skeliti hurðinni á eftir sér. Verziunarstýran fór að hlæja. — Hvað kom fyrir Vilhelms- son? sagði hún og sneri sér að þjónustustúikunum, sem höfðu hlustað með athygli á þetta ein- kennilega samtal milli Marianne og sölumannsins. — Já, kallaði hann ekki frú Holgersson, Helgeson? spurði ein þeirra. Sá er sannarlega skrýtinn! — Uss, hann er svo drykk- felidur. Það verður varla lengi, sem hann heldur viðskiptunum. Marianne hneig niður á bekk við næsta söiuborð. Hún gat ekki lengur staðið á fótunum. Grá hvítt gólfið gekk í bylgjum fyr- ir augum hennar. Ef herra Vil- helmsson var drykkfelidur, hef- hann ef tii viii ekki heldur ver- ið ailsgóður, þegar hann ók bílnum Og eflaust var það þess vegna sem hann missti <!tirirn á honum Flatur, hvítur pappírspoki með sokkum í hékk við úlnlið hennar þegar hún gekk aftur Asgötuna niður á torgið. Hún mundi varla, hvernig það hafði atvik- ast, að hún keypti þá. Það var eins og allt gerðist iangt utan við hana. Henni fannst, sem heii eilífð væri liðin síðan hún stóð þarna og horfði á styttuna af Engelbrekt. Vilhelmsson ... maðurinn, sem ók bílnum, hafði fengið nafn, andlit. Hann var þunnhærður og drakk mikið. En ef þetta væri nú ekki hann? Ef henni hefði nú skjátlazt? Það gæti verið visst svipmót. Herra Vilhelms- son hafði verið í Hollandi á þessu tímabili. Hann hafði gætt í vegabréfið og athugað dagsetn- ingar á stimpiunum. Varla gat hann verið að ljúga því, sem svo auðvelt myndi vera að sanna á hann. Marianne hristi höfuð- ið. Hverju átti hún að trúa? Dirfðist hún að trúa nokkrum hlut? En málrómurinn, hend- urnar. . meira að segja seðla veskið ... Það var farið að ýra úr loft- inu. Hún rak augun í fregnmiða. Falskir hundrað króna seðlar í umferð. Brýnt fyrir bankastarfs- mönnum, að hafa augun hjá sér ... Ætti hún að kaupa sér blað? Nei, hún nennti því ekki. Hún gekk eftir gangstéttinni meðfram torginu og stiklaði síðan eftir steinlagðri götunni niður á leigubílastöðina við enda hennar. Regnúðinn flædi beint í andlit hennar. Það var svalandi... eins og þrifabað, bæði fyrir líkama og sál. Hún fór inn í leigubíl. Bílstjórinn ók aftur upp á torgið, yfir járn- brautarhvelfingu og gegnum Standsparken. Fyrir utan Rest- aurant Kullen flögruðu grátittl- ingarnir um undir borðunum og tindu upp brauðmola. Taminn íkorni stóð þar á stólbaki og hélt á hveitibrauðbita milii framfót- anna. Marianne gekk inn í matsal- inn. Af upphækkuðum palli, þar sem hljómsveitin var stað- sett og mörg borðanna, hafði hún gott yfiriit yfir salinn. Dökk- brúnan vangasvip Ulfs bar við stóran útsýnisglugga hinum megin við dansgólfið Sætið við hlið hans var autt. Hákon hafði látið Louise setjast hægra megin við sig. Marianne hnykkti við. Hún átti að hafa Ulf sem borð- herra... Ef hún aðeins þyrði að segja honum allt, segja hon- um frá hvernig hún gæti eikki varist þvi að halda að herra Vilhelmsson væri maðurin, sem ók bilnum, enda þótt hann segð- ist hafa verið í Hollandi. Nei, hún þorði ekki að minnast á neitt við Ulf, fyrr en hún væiii hreinþvegin af öllum grun, o& hvenær myndi hún svo sem verða það? Aldrei. Ulf og Hákn stóðu á fætur, i þegar hún kom. — Velkomin! sagði Hákoii Glad to see you at my little party. — Þakka þér fyrir! Bros Marianne var lítið annað en gretta. Að láta Hákon bjóða si£ velkomna... það var kátlegt. Ulf leit rannsakandi á hand. áður en hann dró fram stólinn fyrir hana, svo hún gæti setzt. — líef urðu verzlað mikið? spurði Louise. — Nei, ég hef aðeins keypt mér eina sokka. I — Keyptirðu þér ekki einu sinni fallegan kjól? Það hefðirðu nú átt að gera. Nú er bráðúm . komið miðsumar og þá er alltáf gaman að eiga eitthvað nýtt og fallegt til að fara í, sagði Louise. T — Hvernig ætti ég að gera það? hugsaði Marianne. Ég á varla neitt eftir af laununum mínum, síðan ég borgaði fæðið. Eiginlega ætti hún að ræða urh það við Ulf, en það var svö óviðkunnanlegt. Hún gat ekki komið sér að því að spyrjá, hvort það hefði verið ætlun hans, að hún borgaði fyrir sig. — Ja, þetta kvenfólk! sagði Hákon. Okkur karlmennina tek- ur það fimm mínútur að kaupa sokka, en þið eruð að því jí heilan klukkutíma. — Ónei. 1 fyrstu fann ég enga verzlun. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem til Falun, sagði Marianne í varnarskyni. Ulf virti hana fyrir sér fl laumi máltíðina á enda. Það var engu líkara en að hugarástand hennar væri í rennibraut, hátt uppi og langt niðri á víxl. Það var gráthljóð í hlátrinum og honum fannst nærri óbærilegt að horfa á augu hennar. Þau minntu hann á dimmt síðsumar- kvöld við hafið, með mauriidi lýsandi i síkvikum gárum. Hann hefði viljað þrýsta henni að sér, sefa hana, koma henni í skilri- ing um, að hann fyndi á sér hug- arástand hennar, reyndi að fylgj- ast með því... skilja hana(. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.