Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 27
FLEST fólk þjáist af höfuðverk öðru hvoru og það er svo auðvelt að i leita á náðir pillunnar. En bíðið andar- tak áður en þér gleypið höfuðverkjar- töfluna — eigum við ekki fyrst að at- huga hvað reyndur læknir hefur að segja um orsakir höfuðverkjar? Hugsið yður að þér sitjið í lækningastofu hans og við spyrjum spurninganna fyrir yður. Hverjar eru algengustu orsakir til höfuðverkjar? Að sjálfsögðu væri æskilegast að hægt væri að flokka þær niður í t. d. sálrænar og líkamlegar orsakir, en svo einfalt er það því miður ekki. Sálar- ■ ástand og líkamlegt ástand er oft svo samantvinnað, að ógerningur er að segja til um, hvort sé orsök höfuðverkjarins. Hérna eru tvö dæmi: Fólk með melt- ingartruflanir, sérstaklega konur, sem þjást fjórum sinnum oftar af þessum kvilla en karlmenn, hefur tíðum höfuð- verk. En ástæðan til höfuðverkjarins er ekki, eins og ef til vill mætti halda að meltingarfærin losi ekki líkamann við „óheilnæm“ úrgangsefni Oft liggur einhver sálræn flækja að baki melt- ingartrufluninni, sem aftur eykst við gremju sjúklingsins yfir að geta ekki haft hægðir. Það eru þessi neikvæðu atvik, fremur en kvillinn sjálfur, sem stundum orsaka höfuðverk. Annað dæmið er um hina annríku • vélritunarstúlku, sem finnur höfuðverk læðast að sér hvern eða annan hvern eftirmiðdag. Ástæðan er sú, að hún spennir vöðvana við vinnuna — og það 1 stafar ýmist af rangri setstellingu eða rótgrónum göllum í líkamsburðinum. Hinn ósjálfráði óvani, að kreppa vöðv- ana í hnakka og herðum um lengri tíma, getur auðveldlega framkallað þrautatilkenningu frá vissum tauga- kvíslum í höfðinu. Læknisdómurinn, sem ekki er svo auðvelt að tileinka sér .heitir vitanlega afslöppun. Ein- stöku sinnum er einnig reynt að dæla cortisone í hnakkavöðvana. Það ástand, sem stundum er kallað „stress“ er þá mikilvæg orsök höfuð- verkjar? Já, á því leikur ekki minnsti vafi. Ef til vill er það mikilvægasta orsökin. Yfirleitt gegna sálrænar aðstæður miklu hlutverki í þessu sambandi. Við minnt- umst áðan á sálarflækju, sem olli bæði meltingartruflun og höfuðverk. Hún var aðeins smádæmi um hve oft er hægt að rekja kvillana til ómeðvitaðra HÖFliÐVERKUR viðbragða — t. d. niðurbældrar eða alveg ómeðvitaðrar andúðar. Höfuð- verkurinn er þá merki um árásarhvöt, sem ekki fær útrás í aðgerðum og lok- ast inni. En markalínan milli þess með- vitaða og ómeðvitaða er oft ógreinileg og ef vélritunarstúlka hefur yfirboðara, sem henni finnst beita sig ranglæti, gæti farið svo, að við fengjum þarna staðfestingu á þeirri vinsælu kenningu, að einn sé annars kvöl. Og þar sem konur eru með nokkrum rétti álitnar hafa færri möguleika til þess að veita árásarhvöt sinni útrás en karlmenn, gefur það enn frekari skýr- ingu á því hvers vegna höfuðverkur er helmingi algengari hjá veikara kyninu. Fyrst minnst er á höfuðverk kvenna, eru ekki tíðir mjög algcng orsök höfuð- verkjar? Jú, það er alþekkt fyrirbrigði. Hitt er ef til vill ekki eins alþekkt af hverju kvillinn stafar. Hann er álitinn stafa af því, að vökvamagn líkamans eykst dagana áður en tíðir hefjast (þetta sést m. a. á því að konan þyngist). Vökvi eykst þá einnig í vefjum heilans og við aukið rúmmál hans myndast oft sársaukafullur þrýstingur við höfuð- kúpuna. Þetta er tíðahöfuðverkurinn eða að minnsta kosti ein mynda hans vegna þess að einnig í þessu tilviki eiga sálræn andúðarviðbrögð oft hlut að máli. Til lækningar á erfiðari til- fellum þessa höfuðverkjar eru oft gefin vökvaleysandi lyf, en þau fást aðeins gegn lyfseðli. Stafar ekki höfuðverkurinn stundum af útvíkkun í æðum heilans? Rétt er það. En dæmi eru einnig um hið gagnstæða — þegar krampakenndir samdrættir í æðum valda kvölum Þetta á sér stað við Migraine, þennan þráláta og vandmeðfarna höfuðverk, sem oft- ast er bundinn við aðra hlið höfuðsms og fylgja gjarnan glæringar fyrir aug- unum. Migraineköstin koma oft með jöfnu millibili, geta verið mjög kvala- full og gert sjúklinginn óstarfhæfan um lengri eða skemmri tíma. Ýmis lyf eru notuð við þessum sjúkdómi en sjaldan með varanlegum árangri. Getur ekki taugagigt einnig valdið höfuðverk? Jú, það er einnig mjög útbreidd og þrálát tegund höfuðverkjar. Ýmsar taugakvíslar í höfðinu verða fyrir ert- ingu og svara með því' að valda sárs- auka. Margt fólk virðist halda, að tauga- gigt orsakist alltaf af ofkælingu og drag- súg, en það hefur ekki enn verið sann- reynt. Þessi tegund höfuðverkjar lýsir ser einkum með áköfum kvalakippum (venjulega í eða ofan við augabrúnina) eða sem stöðugri verkur (frá gagnaug- anu eða hnakkanum upp í hvirfilinn). Til þess að deyfa verkinn er m. a. reynt að dæla alcoholi eða öðru deyfi- lyfi (t. d. novocain) inn við taugaend- ana í enninu eða hnakkanum. Sé heppn- in með, er hægt að losna við höfuð- verkinn um misserisbil með slíkum sprautum. Þér nefnduð aðeins augun. Getur ekki höfuðverkur verið merki um. að eitthvað sé að þeim? Það er alls ekki óvanalegt. Margir taka að vísu eftir því, að þeir fá höfuð- verk þegar þeir þreytast í augunum, en ótrúlega fáir gera sér ljóst sam- bandið þar á milli og verða undrandi þeigar þeir koma til læknisins og kvarta um höfuðverk og hann ráðleggur þeim óðara að fá sér gleraugu. Venjulega stafar „augnahöfuðverkur" af því að aðlögunarhæfni augasteinsins minnkar með aldrinum og augun eru nevdd til stöðugrar ofreynslu. Eru til fleiri „staðbundnar“ orsakir til höfuðverkjar? Það er að undirrót kvillans sé að leita í sjálfu höfðinu? Já, ef til dæmis heilahristingur er ekki tekinn til læknismeðferðar getur hann valdið varanlegum höfuðverk seinna meir. En þrátt fyrir það þó var- lega hafi verið farið með heilahristing, geta menn fengið höfuðverk á tímabil- inu þegar almennt heilbrigðisástand sjúklingsins er lélegt. Af öðrum orsök- um höfuðverkjar má nefna ígerð í ennisholunum. Já jafnvel tennurnar geta stundum átt hlut að máli, þar eð vissar breytingar í taugum jaxlanna geta valdið miklum höfuðverk. Eru margir höfuðverkjarsjúklingar hræddir um að þeir hafi heilaæxli9 Það kemur fyrir. En ég vil taka það fram, að heilaæxli er svo sárasjaldgæft hjá hinum mikla fjölda höfuðverkjar- sjúklinga, að læknirinn gerir því ekki fæturna fyrr en hann hefur rannsakað alla aðra möguleika. Aðrar orsakir höfuðverkjar? Hér er af ýmsu að taka. Gallsteinum og magabólgum fylgir oft höfuðverkur. Svo er alkunna, að lágt járninnihald Framh. á bls. 36. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.