Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 14.03.1966, Blaðsíða 13
Teikning eftir Har. GuSbergsson hvað gæti beðið hans um nóttina. Hann var næstum glaður í bragði, þegar hann flýtti sér heim til að setja niður farang- ur sinn. Þegar vinir hans höfðu gefið sér tíma til að virða hann fyrir s’ér urðu þau furðu lostin yfir guggnu útliti hans og gerðu sitt bezta til að létta honum áhyggjurnar og þeim tókst það að vissu marki. En þegar karlmennirnir sátu einir eftir reykj- andi, kom dapurleikinn aftur yfir Dunning. Skyndilega sagði hann: -— Gayton. Ég held að þessi gullgerðarmaður hafi komist áð því að það var ég, sem dæmdi ritgerðina hans óhæfa. Gayton blístraði: — Af hverju heldurðu það? spurði hann. Dunning sagði honum frá samtali sínu við aðstoðarmann- irin á safninu og Gayton gat ekki annað en viðurkennt, að getgáta hans væri sennileg. — Mér má svo sem á sama standa, sagði Dunning. — Hins vegar gæti fundur okkar orðið óþægilegur. Ég írriynda mér að hann sé ekki sérlega geðgóður náungi! Samtalið féll aftur niður og Gayton varð æ áhyggjufyllri yfir drunganum, sem virtist leggjast yfir andlit og framkomu Dunnings og þó að það kostaði hann talsvert átak, spurði hann loks hreint út hvort eitthvað alvarlegt hvildi á huga hans. Dunning gaf frá sér feginsandvarp: — Ég hef verið að reyna að koma mér að því, sagði hann. — Kannast þú nokkuð við mann, sem heitir John Harring- ton? Gayton hi'ökk illilega við og gat aðeins spurt hvers vegna hann minntist á hann. Þá sagði Dunning honum frá öllu, sem fyrir hann hafði komið, því sem hafði gerzt í sporvagn- inum, heima hjá honum og á götunni, drunganum, sem hafði Eftir M. R. JAMES lagst á sál hans og hélt honum enn í heljargreipum. Gayton vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Kannski var rétt- ast að segja söguna um Harrington, en taugar Dunnings voru í uppnámi og sagan var óviðfelldin og þar að auki gat hann ekki annað en spurt sjálfan sig, hvort ekki væru einhver tengsl milli þessara tveggja mála og að það væri Karswell, sem væri tengiliðurinn. Það var erfitt fyrir vísindalega sinn- aðan mann að kyngja því, en hægt myndi að afgreiða það með hugtakinu „dáleiðsluáhrif“. Að lokum ákvað hann að segja ekkert að svo stöddu. Hann ætlaði að ráðfæra sig við konu sína. Síðan sagðist hann hafa þekkt Harrington í Cambridge og héldi að hann hefði dáið snögglega árið 1889 og bætti við nokkrum atriðum um manninn og það sem hafði skrifað og gefið út. Hann ræddi málið við frú Gayton og eins og hann hafði búist við var hún fljót að draga þær ályktanir, sem höfðu verið að vefjast fyrir honum. Það var hún, sem minnti hann á eftirlifandi bróðurinn, Henry Harrington og það var einnig hún, sem stakk upp á að hægt myndi að ná sambandi við hann með hjálp gestgjafa þeirra frá því kvöldið áður. — Hann gæti verið til einskis nýtur mótmælti Gayton. — Við getum fengið að vita fullvissu okkar um það hjá Bennett hjónunum, svaraði frú Gayton og hún tók að sér að hafa samband við þau strax daginn eftir. Það er ekki nauðsynlegt að skýra frá því í smáatriðum, hvernig fundum þeirra Henry Harringtons og Dunnings bar saman. Næst er nauðsynlegt að segja frá samtali, sem átti sér stað milli þeirra tveggja. Dunning hafði sagt Harrington hvernig nafni hins látna skyti sífellt upp fyrir honum á hinn einkenni- legasta hátt og hann sagði honum einnig frá undanfarandi reynslu sinni. Síðan spurði hann hvort Harrington sæi sér fært að gefa honum nokkra hugmynd um þær kringumstæð- ur, sem leiddu til dauða bróður hans. Maður getur ímyndað sér furðu Harringtons yfir því, sem hann fékk að heyra, en hann hafði svörin á reiðum höndum: — John var óneitanlega í einkennilegu ástandi af og til síðustu vikurnar, þó ekki rétt áður en slysið varð. Fyrst og fremst hafði hann á tilfinningunni, að honum væri veitt eftirför. Vel má vera að hann hafi verið áhrifagjarn maður, en þvílíkar grillur hafði hann aldrei fengið fyrr. Ég losna ekki við þá hugmynd að hér hafi illvilji verið að verki og það sem þér segið mér nú, minnir mig mjög mikið á bróður minn. Getið þér komið auga á nokkuð mögulegt samband þar á milli? — Ég hef aðeins gert mér eina óljósa hugmynd. Mér hefur verið sagt að bróðir yðar hafi ritdæmt bók mjög neikvætt skömmu áður en hann lézt og nú fyrir skömmu lágu leiðir mínar og mannsins, sem skrifaði þessa bók, saman og á þann hátt, að hann hefur enga ástæðu til að vera ánægður. — Þessi maður heitir þó ekki Karswell? — Því ekki það? Þér hittið naglann á höfuðið. Henry Harrington hallaði sér aftur á bak í sætinu: — Þetta er nægileg skýring fyrir mig, en ég verð að út- skýra það nánar. Af ýmsu, sem hann lét sér um munn fara, er ég viss um að John bróðir minn var farinn að trúa því, að vísu mjög gegn vilja sínum, að Karswell væri undirrótin að vandræðum hans og mig langar að segja yður hvað mér finnst styðja þá vissu. Bróðir minn var mikili tónlistarunn- andi og fór oft á hljómleika hér í borginni. Þrem mánuðum áður en hann dó kom hánn heim af tónleikum og sýndi mér hljómleikaskrá, eina af þessum með skýringum, sem hann hélt saman. — Ég var nærri búinn að týna þessari, sagði hann. Famh. á bls. 31, HROLLVEKJA ÚR SAFNI HITCHCOCKS - SIÐARI HLUTI FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.